„Höldum áfram að vakta þetta þangað til það hættir eða eitthvað gerist“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 22:39 Jarðskjálftahrina hefur staðið nær óslitið yfir við Grímsey síðan 14. febrúar. Vísir/Pjetur Tíu skjálftar hafa mælst yfir þrír að stærð á svæðinu við Grímsey í dag. Þá hafa alls mælst um 1500 skjálftar síðan á miðnætti í nótt en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir um að ræða „gríðarlegt magn.“ „Ég get alveg sagt þér strax að það er ekkert hægt að spá fyrir um framhaldið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, aðspurð um næstu vendingar í jarðhræringum við Grímsey. „En þetta er bara stöðugt. Í dag voru eitthvað í kringum tíu skjálftar yfir þremur og þetta er gríðarlegt magn. Þetta eru alveg rúmlega 1500 skjálftar, ef ekki meira, í dag og heldur bara áfram.“Mikil skjálftavirkni hefur verið við Grímsey í dag eins og sést á þessu korti.Veðurstofa íslandsAukið mannafl þurft til að vakta Enginn stór skjálfti hefur þó mælst síðan fyrri part dags. „En við höldum áfram að vakta þetta þangað til það hættir eða eitthvað gerist, það verður bara að koma í ljós,“ segir Salóme en bætir við að enginn gosórói hafi enn fylgt skjálftunum.Sjá einnig: Á annað þúsund skjálftar mælst við Grímsey Salóme segir mikið álag á starfsfólki Veðurstofunnar sem vinni við að vakta skjálftana. Aukið mannafl hafi þurft við skjálftavaktina og sérfræðingar kallaðir sérstaklega út. Jarðskjálftahrinur hafa verið mjög tíðar við Grímsey undanfarin misseri og þá hefur ein slík nú staðið nær óslitið síðan 14. febrúar. Margir skjálftanna hafa fundist í Grímsey, einn Grímseyingur flúði til að mynda hús sitt í vikunni og svaf um borð í báti sínum. „Þetta er helvítis ófögnuður, það er ekkert öðruvísi við það. Mér er hrikalega illa við þetta og er skíthræddur við þetta. Ég viðurkenni það alveg," sagði Gylfi Gunnarsson, sjómaður í Grímsey, í samtali við fréttastofu. Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir Yfir þúsund skjálftar við Grímsey síðustu tvo sólarhringa Á vef Veðurstofunnar kemur fram að þrír skjálftar hafi farið yfir 3 stig í nótt en sá stærsti var 4,1 stig. 16. febrúar 2018 08:12 Grímseyingur flúði í bátinn sinn í skjálftunum í nótt Yfir fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa gengið yfir svæðið í og kringum Grímsey. Sjómaður í Grímsey hefur flúið í bátinn sinn enda hræddur við lætin en náttúruvásérfræðingur á veðurstofu Íslands segir GPS-mælingar ekki benda til kvikuhreyfinga þótt ekki sé hægt að útiloka stóra skjálfta á næstu dögum. 16. febrúar 2018 12:00 Á annað þúsund skjálftar mælst við Grímsey Jarðskjálftahrina um 10-12 km norðaustan við Grímsey hefur staðið nær óslitið frá 14. febrúar. 16. febrúar 2018 21:46 Tæplega þúsund skjálftar á dag Um fimmtíu manns hafa vetursetu í Grímsey þennan veturinn sem hefur einkennst af mörgum skjálftahrinum frá því síðasta haust. Áttræður eyjarskeggi hefur hins vegar ekki fundið einn einasta skjálfta á árinu. 17. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Tíu skjálftar hafa mælst yfir þrír að stærð á svæðinu við Grímsey í dag. Þá hafa alls mælst um 1500 skjálftar síðan á miðnætti í nótt en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir um að ræða „gríðarlegt magn.“ „Ég get alveg sagt þér strax að það er ekkert hægt að spá fyrir um framhaldið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, aðspurð um næstu vendingar í jarðhræringum við Grímsey. „En þetta er bara stöðugt. Í dag voru eitthvað í kringum tíu skjálftar yfir þremur og þetta er gríðarlegt magn. Þetta eru alveg rúmlega 1500 skjálftar, ef ekki meira, í dag og heldur bara áfram.“Mikil skjálftavirkni hefur verið við Grímsey í dag eins og sést á þessu korti.Veðurstofa íslandsAukið mannafl þurft til að vakta Enginn stór skjálfti hefur þó mælst síðan fyrri part dags. „En við höldum áfram að vakta þetta þangað til það hættir eða eitthvað gerist, það verður bara að koma í ljós,“ segir Salóme en bætir við að enginn gosórói hafi enn fylgt skjálftunum.Sjá einnig: Á annað þúsund skjálftar mælst við Grímsey Salóme segir mikið álag á starfsfólki Veðurstofunnar sem vinni við að vakta skjálftana. Aukið mannafl hafi þurft við skjálftavaktina og sérfræðingar kallaðir sérstaklega út. Jarðskjálftahrinur hafa verið mjög tíðar við Grímsey undanfarin misseri og þá hefur ein slík nú staðið nær óslitið síðan 14. febrúar. Margir skjálftanna hafa fundist í Grímsey, einn Grímseyingur flúði til að mynda hús sitt í vikunni og svaf um borð í báti sínum. „Þetta er helvítis ófögnuður, það er ekkert öðruvísi við það. Mér er hrikalega illa við þetta og er skíthræddur við þetta. Ég viðurkenni það alveg," sagði Gylfi Gunnarsson, sjómaður í Grímsey, í samtali við fréttastofu.
Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir Yfir þúsund skjálftar við Grímsey síðustu tvo sólarhringa Á vef Veðurstofunnar kemur fram að þrír skjálftar hafi farið yfir 3 stig í nótt en sá stærsti var 4,1 stig. 16. febrúar 2018 08:12 Grímseyingur flúði í bátinn sinn í skjálftunum í nótt Yfir fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa gengið yfir svæðið í og kringum Grímsey. Sjómaður í Grímsey hefur flúið í bátinn sinn enda hræddur við lætin en náttúruvásérfræðingur á veðurstofu Íslands segir GPS-mælingar ekki benda til kvikuhreyfinga þótt ekki sé hægt að útiloka stóra skjálfta á næstu dögum. 16. febrúar 2018 12:00 Á annað þúsund skjálftar mælst við Grímsey Jarðskjálftahrina um 10-12 km norðaustan við Grímsey hefur staðið nær óslitið frá 14. febrúar. 16. febrúar 2018 21:46 Tæplega þúsund skjálftar á dag Um fimmtíu manns hafa vetursetu í Grímsey þennan veturinn sem hefur einkennst af mörgum skjálftahrinum frá því síðasta haust. Áttræður eyjarskeggi hefur hins vegar ekki fundið einn einasta skjálfta á árinu. 17. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Yfir þúsund skjálftar við Grímsey síðustu tvo sólarhringa Á vef Veðurstofunnar kemur fram að þrír skjálftar hafi farið yfir 3 stig í nótt en sá stærsti var 4,1 stig. 16. febrúar 2018 08:12
Grímseyingur flúði í bátinn sinn í skjálftunum í nótt Yfir fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa gengið yfir svæðið í og kringum Grímsey. Sjómaður í Grímsey hefur flúið í bátinn sinn enda hræddur við lætin en náttúruvásérfræðingur á veðurstofu Íslands segir GPS-mælingar ekki benda til kvikuhreyfinga þótt ekki sé hægt að útiloka stóra skjálfta á næstu dögum. 16. febrúar 2018 12:00
Á annað þúsund skjálftar mælst við Grímsey Jarðskjálftahrina um 10-12 km norðaustan við Grímsey hefur staðið nær óslitið frá 14. febrúar. 16. febrúar 2018 21:46
Tæplega þúsund skjálftar á dag Um fimmtíu manns hafa vetursetu í Grímsey þennan veturinn sem hefur einkennst af mörgum skjálftahrinum frá því síðasta haust. Áttræður eyjarskeggi hefur hins vegar ekki fundið einn einasta skjálfta á árinu. 17. febrúar 2018 07:15