„Skammist ykkar“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 07:55 Vísir/AFP Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. Gonzalez hélt ræðu á fjöldafundi í Fort Lauderdale í Flórída í gær. „Ef forsetinn vill koma til mín og segja það við mig að það hafi verið hræðilegur harmleikur og að þetta hafi aldrei átt að gerast og jafnframt segja okkur að ekkert verði gert, þá mun ég glöð spyrja hann hversu mikið fé hann fékk frá Skotvopnasamtökum Bandaríkjanna,“ sagði Gonzalez. „Stjórnmálamenn sem sitja í gylltu þingsæti sem fjármagnað er af Skotvopnasamtökunum og segja okkur að ekkert hefði verið hægt að gera til að koma í veg fyrir þetta, ég kalla það kjaftæði.“ „Þeir segja að harðari skotvopna löggjöf muni ekki fækka skotárásum. Kjaftæði. þeir segja að góður maður með byssu stöðvi vondann mann með byssu. Kjaftæði. Þeir segja að yssur séu einungis verkfæri eins og hnífar og séu jafn hættulegar og bílar. Kjaftæði. Nei, þeir segja að engin lög hafi getað komið í veg fyrir hundruð tilgangslausra harmleikja sem hafa orðið. Kjaftæði.“ Gonzalez sagði að ef allt sem stjórnmálamenn hefðu væru bænir og fallegar hugsanir þá væri tími til kominn að fórnarlömb árása yrðu rödd breytinga. Hún lýsti því yfir að árásin á miðvikudag yrði síðasta skotárásin. Hún gagnrýndi orðræðu um geðræn vandamál Cruz og sagði að horfast þyrfti í augu við að hann hefði ekki getað sært svo marga með hníf. „Til allra stjórnmálamanna sem þiggja fjárframlög frá Skotvopnasamtökunum, skammist ykkar.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsótti Flórída á föstudag og heilsaði upp á nemendur skólans og viðbragðsaðila. Þá sagði hann einnig á Twitter síðu sinni að FBI hefði eytt of miklu púðri í rannsókn á afskiptum Rússa á forsetakosningunum 2016 og því misst af ábendingum um vafasama hegðun Cruz. Gonzalez svaraði Trump beint, sagði að yfirvöld hefðu ítrekað verið vöruð við Cruz og að það hefði ekki komið nemendum sem þekktu til hans á óvart að heyra að hann hefði borið ábyrgð á árásinni. Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45 Kennir Rússarannsókn um mistök í máli Cruz Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. 18. febrúar 2018 07:29 Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. 15. febrúar 2018 19:35 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. Gonzalez hélt ræðu á fjöldafundi í Fort Lauderdale í Flórída í gær. „Ef forsetinn vill koma til mín og segja það við mig að það hafi verið hræðilegur harmleikur og að þetta hafi aldrei átt að gerast og jafnframt segja okkur að ekkert verði gert, þá mun ég glöð spyrja hann hversu mikið fé hann fékk frá Skotvopnasamtökum Bandaríkjanna,“ sagði Gonzalez. „Stjórnmálamenn sem sitja í gylltu þingsæti sem fjármagnað er af Skotvopnasamtökunum og segja okkur að ekkert hefði verið hægt að gera til að koma í veg fyrir þetta, ég kalla það kjaftæði.“ „Þeir segja að harðari skotvopna löggjöf muni ekki fækka skotárásum. Kjaftæði. þeir segja að góður maður með byssu stöðvi vondann mann með byssu. Kjaftæði. Þeir segja að yssur séu einungis verkfæri eins og hnífar og séu jafn hættulegar og bílar. Kjaftæði. Nei, þeir segja að engin lög hafi getað komið í veg fyrir hundruð tilgangslausra harmleikja sem hafa orðið. Kjaftæði.“ Gonzalez sagði að ef allt sem stjórnmálamenn hefðu væru bænir og fallegar hugsanir þá væri tími til kominn að fórnarlömb árása yrðu rödd breytinga. Hún lýsti því yfir að árásin á miðvikudag yrði síðasta skotárásin. Hún gagnrýndi orðræðu um geðræn vandamál Cruz og sagði að horfast þyrfti í augu við að hann hefði ekki getað sært svo marga með hníf. „Til allra stjórnmálamanna sem þiggja fjárframlög frá Skotvopnasamtökunum, skammist ykkar.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsótti Flórída á föstudag og heilsaði upp á nemendur skólans og viðbragðsaðila. Þá sagði hann einnig á Twitter síðu sinni að FBI hefði eytt of miklu púðri í rannsókn á afskiptum Rússa á forsetakosningunum 2016 og því misst af ábendingum um vafasama hegðun Cruz. Gonzalez svaraði Trump beint, sagði að yfirvöld hefðu ítrekað verið vöruð við Cruz og að það hefði ekki komið nemendum sem þekktu til hans á óvart að heyra að hann hefði borið ábyrgð á árásinni.
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45 Kennir Rússarannsókn um mistök í máli Cruz Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. 18. febrúar 2018 07:29 Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. 15. febrúar 2018 19:35 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30
Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45
Kennir Rússarannsókn um mistök í máli Cruz Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. 18. febrúar 2018 07:29
Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. 15. febrúar 2018 19:35
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila