Trump ræðst á alla nema Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2018 11:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, varði helginni í Flórída í kjölfar mannskæðar skotárásar í skóla þar og af virðingu við hina látnu fór forsetinn ekki í golf eins og hann hefur iðulega gert í Flórída. Þess í stað varði hann helginni í að gagnrýna Demókrata á þingi, fjölmiðla, Alríkislögregluna, Hillary Clinton, Barack Obama, Opruh Winfrey og jafnvel sinn eigin þjóðaröryggisráðgjafa á Twitter.Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands.Tíst Trump eru mörg hver mjög umdeild og embættismenn Bandaríkjanna, sem staddir eru á öryggisráðstefnu í Þýskalandi, sögðu bandamönnum Bandaríkjanna að hunsa tíst forsetans. Þá hafa þingmenn bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins gagnrýnt tístin. Flest tíst Trump virðast eiga rætur að rekja til rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, sem heldur utan um rannsókn ráðuneytisins á aðgerðum Rússa í aðdraganda forsetakosninganna 2016, mögulegu samráði framboðs Trump með Rússum og hvort að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir framgang réttvísinnar. Mueller ákærði á föstudaginn þrettán Rússa og þrjú rússnesk fyrirtæki vegna aðgerða Rússa. Umræddir aðilar hafa meðal annars verið ákærðir fyrir samsæri, fjársvik og einkennisþjófnað.Hvíta húsið hefur haldið því fram að ákærurnar sýni fram á sakleysi framboðs Trump þar sem því er ekki haldið fram að samráð hafi átt sér stað. Rannsókninni er þó ekki lokið. Meðal annars gagnrýndi Trump Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, fyrir að missa af tilkynningum um hegðun Nikolas Cruz, sem myrti 17 manns í skóla í síðustu viku, og gaf í skyn að það væri Rússarannsókninni að kenna og að starfsmenn FBI ættu að hætta henni. Þá virtist hann hrósa Rússlandi. „Ef markmið Rússlands var að skapa deilur og óreiðu innan Bandaríkjanna þá, með öllum nefndarfundunum, rannsóknunum og flokkahatrinu, hefur þeim tekist markmið sitt betur en þeim óraði fyrir. Þeir eru að kafna úr hlátri í Moskvu. Verið snjöll Bandaríkin!“ tísti Trump.Gagnrýndi eigin starfsmann Trump gagnrýndi einnig þjóðaröryggisráðgjafa sinn, hershöfðingjann H.R. McMaster, fyrir að segja að sannanirnar fyrir afskiptum Rússa væru óhrekjanlegar. Hann sagði McMaster hafa gleymt því að segja að afskipti Rússa hefðu engin áhrif haft á niðurstöður umræddra kosninga og að eina samráðið hefði verið á milli Rússa og Hillary Clinton. Þá taldi forsetinn upp ýmsar samsæriskenningar gegn Clinton. Ekki liggur fyrir af hverju McMaster hefði átt að halda því fram að afskiptin hefðu haft áhrif á niðurstöður kosninganna þar sem þeirri spurningu hefur ekki verið svarað. Mike Pence hélt því fram á dögunum að forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hefðu komist að þeirri niðurstöður sem Trump vísar til en það er þó ekki rétt. Það eina sem liggur fyrir, samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar, er að talið er að Rússar hafi ekki haft bein áhrif á kosningakerfi eða kjörseðla.Trump hélt því einnig ranglega fram að hann hefði aldrei sagt að Rússar hefðu ekki haft afskipti af kosningunum. Hann hefði sagt að „mögulega“ hefðu Rússar gert það, eða Kínverjar eða eitthvað annað ríki. Einnig kæmi til greina að 200 kílóa snillingur hefi gert það frá rúmi sínu. Til dæmis sagði Trump í nóvember, eftir fund hans og Vladimir Putin, að hann trúði því að Rússar hefðu ekki haft afskipti af kosningunum af því Putin sagði þá ekki hafa haft áhrif af kosningunum. „Hann sagði mér að hann skipti sér alls ekki af. Ég trúi því virkilega að þegar hann segir þetta þá meini hann það,“ sagði Trump. Hann hefur einnig ítrekað sagt að Rússarannsóknin sé gabb og hún sé runnin undan rifjum Demókrata til að hylma yfir slæma frammistöðu þeirra í forsetakosningunum.Gagnrýndi Obama fyrir aðgerðaleysiForsetinn gagnrýndi einnig forvera sinn, Barack Obama, fyrir að gera ekki meira til að koma í veg fyrir afskipti Rússa og fyrir að afhenda Íran mikla fjármuni sem Bandaríkin frystu eftir byltinguna þar í landi á árum áður. Afhending peninganna var liður í kjarnorkusamkomulagi Bandaríkjanna og Evrópuríkja við Íran. Trump beindi sjónum sínum einnig að Opruh Winfrey og sagðist hafa horft á hana í 60 mínútum. Hún hefði verið mjög óörugg, spurningar hefðu verið einhliða og rangt farið með staðreyndir. Þá sagðist Trump vonast til þess að hún bjóði sig fram til forseta gegn honum svo hægt væri að „opinbera og sigra hana eins og alla hina“.Just watched a very insecure Oprah Winfrey, who at one point I knew very well, interview a panel of people on 60 Minutes. The questions were biased and slanted, the facts incorrect. Hope Oprah runs so she can be exposed and defeated just like all of the others! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 19, 2018 Þingmenn beggja flokka hafa gagnrýnt forsetann fyrir að neita að viðurkenna að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum og jafnvel að hafa neitað að staðfesta lög um refsiaðgerðir vegna umræddra afskipta. Hvíta húsið segir að hótunin um refsingar hafi verið nægjanleg refsing. Bernie Sanders sagði aðgerðarleysi Trump vera eitthvað það „skrítnasta í nútímasögu Bandaríkjanna“. „Hvernig í ósköpunum erum við með forseta sem vill ekki segja það sem allir vita að er satt? Rússar höfðu afskipti af kosningunum 2016 og ætla að gera það aftur árið 2018. Þetta er stærðarinnar mál, og það að forseti okkar vilji ekki ræða það er hryllilegt.“ Í fyrstu fagnaði Trump ákærum Mueller þar sem hann taldi þær staðfesta eigið sakleysi. Hins vegar snerist honum hugur og hefur hann kvartað yfir því að Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem heldur utan um rannsóknina, hafi ekki lýst því yfir á blaðamannafundi sínum að ekkert samráð hafi átt sér stað.Vill ekki grafa undan sigri sínum og hellir því olíu á eldinnSamkvæmt heimildum Washington Post innan Hvíta hússins vill Trump alls ekki viðurkenna að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum því það gæti grafið undan sigri hans. Enn fremur vilji Trump ekki ræða mögulega refsiaðgerðir gegn Rússum, né staðfesta áðurnefnd lög sem báðar deildir þingsins samþykktu með miklum meirihluta, af sömu ástæðu.Þess í stað ver hann tíma sínum í að gagnrýna stofnanir og embættismenn Bandaríkjanna og í raun halda áfram að grafa undan trú Bandaríkjamanna á stofnanir ríkisins og stjórnmálin yfir höfuð. Trump hefur ítrekað bæði haldið því á fram á sínu rúma fyrsta ári í embætti að afskipti Rússa af kosningunum hafi ekki átt sér stað og að ef þau hafi átt sér stað hafi framboð hans ekki verið í nokkru samráði við Rússa og hafi ekki vitað af þeim afskiptum. Þó er vert að benda á eitt atvik sem hefði mögulega átt að gefa Trump og starfsmönnum hans hugmynd um að Rússar vildu að Trump myndi vinna. Það er tölvupóstur sem Trump yngri fékk þann 3. júní 2016. Þar skrifaði Bretinn Rob Goldstone að æðsti saksóknari Rússlands hefði rætt við sameiginlegan vin þeirra um að koma gögnum sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton í hendurnar á starfsmönnum framboðs Trump.Goldstone sagði gögnin vera mjög viðkvæm og þær væru hluti af stuðningi Rússlands og ríkisstjórnar Rússlands við Donald Trump. Trump yngri svaraði samdægurs og sagði að ef þetta reyndist satt, elskaði hann það. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bannon yfirheyrður af teymi Mueller Yfirheyrslurnar fóru fram fyrr í vikunni og stóðu yfir í tvo daga. 16. febrúar 2018 08:07 Sagði að minnisblað Demókrata verið birt „bráðum“ en hætti við Talsmaður Hvíta hússins sagði þó skömmu seinna að Trump væri að meta stöðuna og myndi ákveða sig innan skamms. 9. febrúar 2018 23:40 Utanríkisráðherra Rússlands gefur lítið fyrir ákærurnar Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að hann myndi ekki tjá sig um ákærur á hendur þrettán Rússum vegna afskipta af forsetakosningunum fyrr en hann sjái haldbærar staðreyndir um málið. 17. febrúar 2018 16:03 Ákærur Muellers gleðja Trump Segir þær sanna að framboð hans tengist málinu ekki. 16. febrúar 2018 22:33 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, varði helginni í Flórída í kjölfar mannskæðar skotárásar í skóla þar og af virðingu við hina látnu fór forsetinn ekki í golf eins og hann hefur iðulega gert í Flórída. Þess í stað varði hann helginni í að gagnrýna Demókrata á þingi, fjölmiðla, Alríkislögregluna, Hillary Clinton, Barack Obama, Opruh Winfrey og jafnvel sinn eigin þjóðaröryggisráðgjafa á Twitter.Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands.Tíst Trump eru mörg hver mjög umdeild og embættismenn Bandaríkjanna, sem staddir eru á öryggisráðstefnu í Þýskalandi, sögðu bandamönnum Bandaríkjanna að hunsa tíst forsetans. Þá hafa þingmenn bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins gagnrýnt tístin. Flest tíst Trump virðast eiga rætur að rekja til rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, sem heldur utan um rannsókn ráðuneytisins á aðgerðum Rússa í aðdraganda forsetakosninganna 2016, mögulegu samráði framboðs Trump með Rússum og hvort að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir framgang réttvísinnar. Mueller ákærði á föstudaginn þrettán Rússa og þrjú rússnesk fyrirtæki vegna aðgerða Rússa. Umræddir aðilar hafa meðal annars verið ákærðir fyrir samsæri, fjársvik og einkennisþjófnað.Hvíta húsið hefur haldið því fram að ákærurnar sýni fram á sakleysi framboðs Trump þar sem því er ekki haldið fram að samráð hafi átt sér stað. Rannsókninni er þó ekki lokið. Meðal annars gagnrýndi Trump Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, fyrir að missa af tilkynningum um hegðun Nikolas Cruz, sem myrti 17 manns í skóla í síðustu viku, og gaf í skyn að það væri Rússarannsókninni að kenna og að starfsmenn FBI ættu að hætta henni. Þá virtist hann hrósa Rússlandi. „Ef markmið Rússlands var að skapa deilur og óreiðu innan Bandaríkjanna þá, með öllum nefndarfundunum, rannsóknunum og flokkahatrinu, hefur þeim tekist markmið sitt betur en þeim óraði fyrir. Þeir eru að kafna úr hlátri í Moskvu. Verið snjöll Bandaríkin!“ tísti Trump.Gagnrýndi eigin starfsmann Trump gagnrýndi einnig þjóðaröryggisráðgjafa sinn, hershöfðingjann H.R. McMaster, fyrir að segja að sannanirnar fyrir afskiptum Rússa væru óhrekjanlegar. Hann sagði McMaster hafa gleymt því að segja að afskipti Rússa hefðu engin áhrif haft á niðurstöður umræddra kosninga og að eina samráðið hefði verið á milli Rússa og Hillary Clinton. Þá taldi forsetinn upp ýmsar samsæriskenningar gegn Clinton. Ekki liggur fyrir af hverju McMaster hefði átt að halda því fram að afskiptin hefðu haft áhrif á niðurstöður kosninganna þar sem þeirri spurningu hefur ekki verið svarað. Mike Pence hélt því fram á dögunum að forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hefðu komist að þeirri niðurstöður sem Trump vísar til en það er þó ekki rétt. Það eina sem liggur fyrir, samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar, er að talið er að Rússar hafi ekki haft bein áhrif á kosningakerfi eða kjörseðla.Trump hélt því einnig ranglega fram að hann hefði aldrei sagt að Rússar hefðu ekki haft afskipti af kosningunum. Hann hefði sagt að „mögulega“ hefðu Rússar gert það, eða Kínverjar eða eitthvað annað ríki. Einnig kæmi til greina að 200 kílóa snillingur hefi gert það frá rúmi sínu. Til dæmis sagði Trump í nóvember, eftir fund hans og Vladimir Putin, að hann trúði því að Rússar hefðu ekki haft afskipti af kosningunum af því Putin sagði þá ekki hafa haft áhrif af kosningunum. „Hann sagði mér að hann skipti sér alls ekki af. Ég trúi því virkilega að þegar hann segir þetta þá meini hann það,“ sagði Trump. Hann hefur einnig ítrekað sagt að Rússarannsóknin sé gabb og hún sé runnin undan rifjum Demókrata til að hylma yfir slæma frammistöðu þeirra í forsetakosningunum.Gagnrýndi Obama fyrir aðgerðaleysiForsetinn gagnrýndi einnig forvera sinn, Barack Obama, fyrir að gera ekki meira til að koma í veg fyrir afskipti Rússa og fyrir að afhenda Íran mikla fjármuni sem Bandaríkin frystu eftir byltinguna þar í landi á árum áður. Afhending peninganna var liður í kjarnorkusamkomulagi Bandaríkjanna og Evrópuríkja við Íran. Trump beindi sjónum sínum einnig að Opruh Winfrey og sagðist hafa horft á hana í 60 mínútum. Hún hefði verið mjög óörugg, spurningar hefðu verið einhliða og rangt farið með staðreyndir. Þá sagðist Trump vonast til þess að hún bjóði sig fram til forseta gegn honum svo hægt væri að „opinbera og sigra hana eins og alla hina“.Just watched a very insecure Oprah Winfrey, who at one point I knew very well, interview a panel of people on 60 Minutes. The questions were biased and slanted, the facts incorrect. Hope Oprah runs so she can be exposed and defeated just like all of the others! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 19, 2018 Þingmenn beggja flokka hafa gagnrýnt forsetann fyrir að neita að viðurkenna að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum og jafnvel að hafa neitað að staðfesta lög um refsiaðgerðir vegna umræddra afskipta. Hvíta húsið segir að hótunin um refsingar hafi verið nægjanleg refsing. Bernie Sanders sagði aðgerðarleysi Trump vera eitthvað það „skrítnasta í nútímasögu Bandaríkjanna“. „Hvernig í ósköpunum erum við með forseta sem vill ekki segja það sem allir vita að er satt? Rússar höfðu afskipti af kosningunum 2016 og ætla að gera það aftur árið 2018. Þetta er stærðarinnar mál, og það að forseti okkar vilji ekki ræða það er hryllilegt.“ Í fyrstu fagnaði Trump ákærum Mueller þar sem hann taldi þær staðfesta eigið sakleysi. Hins vegar snerist honum hugur og hefur hann kvartað yfir því að Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem heldur utan um rannsóknina, hafi ekki lýst því yfir á blaðamannafundi sínum að ekkert samráð hafi átt sér stað.Vill ekki grafa undan sigri sínum og hellir því olíu á eldinnSamkvæmt heimildum Washington Post innan Hvíta hússins vill Trump alls ekki viðurkenna að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum því það gæti grafið undan sigri hans. Enn fremur vilji Trump ekki ræða mögulega refsiaðgerðir gegn Rússum, né staðfesta áðurnefnd lög sem báðar deildir þingsins samþykktu með miklum meirihluta, af sömu ástæðu.Þess í stað ver hann tíma sínum í að gagnrýna stofnanir og embættismenn Bandaríkjanna og í raun halda áfram að grafa undan trú Bandaríkjamanna á stofnanir ríkisins og stjórnmálin yfir höfuð. Trump hefur ítrekað bæði haldið því á fram á sínu rúma fyrsta ári í embætti að afskipti Rússa af kosningunum hafi ekki átt sér stað og að ef þau hafi átt sér stað hafi framboð hans ekki verið í nokkru samráði við Rússa og hafi ekki vitað af þeim afskiptum. Þó er vert að benda á eitt atvik sem hefði mögulega átt að gefa Trump og starfsmönnum hans hugmynd um að Rússar vildu að Trump myndi vinna. Það er tölvupóstur sem Trump yngri fékk þann 3. júní 2016. Þar skrifaði Bretinn Rob Goldstone að æðsti saksóknari Rússlands hefði rætt við sameiginlegan vin þeirra um að koma gögnum sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton í hendurnar á starfsmönnum framboðs Trump.Goldstone sagði gögnin vera mjög viðkvæm og þær væru hluti af stuðningi Rússlands og ríkisstjórnar Rússlands við Donald Trump. Trump yngri svaraði samdægurs og sagði að ef þetta reyndist satt, elskaði hann það.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bannon yfirheyrður af teymi Mueller Yfirheyrslurnar fóru fram fyrr í vikunni og stóðu yfir í tvo daga. 16. febrúar 2018 08:07 Sagði að minnisblað Demókrata verið birt „bráðum“ en hætti við Talsmaður Hvíta hússins sagði þó skömmu seinna að Trump væri að meta stöðuna og myndi ákveða sig innan skamms. 9. febrúar 2018 23:40 Utanríkisráðherra Rússlands gefur lítið fyrir ákærurnar Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að hann myndi ekki tjá sig um ákærur á hendur þrettán Rússum vegna afskipta af forsetakosningunum fyrr en hann sjái haldbærar staðreyndir um málið. 17. febrúar 2018 16:03 Ákærur Muellers gleðja Trump Segir þær sanna að framboð hans tengist málinu ekki. 16. febrúar 2018 22:33 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Bannon yfirheyrður af teymi Mueller Yfirheyrslurnar fóru fram fyrr í vikunni og stóðu yfir í tvo daga. 16. febrúar 2018 08:07
Sagði að minnisblað Demókrata verið birt „bráðum“ en hætti við Talsmaður Hvíta hússins sagði þó skömmu seinna að Trump væri að meta stöðuna og myndi ákveða sig innan skamms. 9. febrúar 2018 23:40
Utanríkisráðherra Rússlands gefur lítið fyrir ákærurnar Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að hann myndi ekki tjá sig um ákærur á hendur þrettán Rússum vegna afskipta af forsetakosningunum fyrr en hann sjái haldbærar staðreyndir um málið. 17. febrúar 2018 16:03
Ákærur Muellers gleðja Trump Segir þær sanna að framboð hans tengist málinu ekki. 16. febrúar 2018 22:33