Íslenski boltinn

Víkingar bæta við sig bakverði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Logi og hans menn hafa bætt við sig bakverði.
Logi og hans menn hafa bætt við sig bakverði. vísir/stefán
Víkingur Reykjavíkur hefur bætt við sig hægri bakverði, en Jörgen Richardsen skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Fossvogsliðið.

Jörgen er 29 ára bakvörður, en hann ólst upp í Flekkerøy. Frá því 2015 hefur hann spilað með Kongsvinger þar sem hann hefur spilað 85 leiki og skorað í þeim tvö mörk.

Dofri Snorrason, hægri bakvörður Víkinga, sleit hásin ekki fyrir löngu og því leituðu Logi Ólafsson og lærisveinar hans af nýjum bakverði. Líkur eru á því að Dofri missi af byrjun mótsins vegna meiðsla sinna.

Fótbolti.net greinir svo frá því að Víkingar hafi fengið Serigne Mor Mbaye, senegalskan markvörð, en hann er 22 ára gamall sem spilaði síðast hjá Kristiansund. Róbert Örn Óskarsson, markvörður Víkinga, er meiddur eins og er, en ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli hans eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×