Innlent

Hand­tekinn við heim­komu frá Málaga: Úr­skurðaður í fimm daga gæslu­varð­hald

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Tveir menn eru í varðhaldi vegna málsins.
Tveir menn eru í varðhaldi vegna málsins. vísir/eyþór
Maður sem handtekinn var við heimkomu frá Málaga í liðinni viku og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fimm daga.

Þetta segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Öðrum manni, sem einnig var úrskurðaður í vikulangt varðhald í seinustu viku, var sleppt.

Það eru því tveir menn í varðhaldi vegna málsins sem snýst um innflutning á töluverðu magni fíkniefna til landsins, en alls hafa fjórir verið handteknir í tengslum við það.

Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir um þremur vikum. Var þá greint frá því sérsveit ríkislögreglustjóra í aðgerðir í húsnæði Skáksambands Íslands en fíkniefnin komu til landsins í stórum skákmunum. Starfsmenn Skáksambandsins eru þó ekki taldir tengjast málinu.

Maðurinn sem úrskurðaður var í áframhaldandi varðhald í dag var handtekinn á Spáni um miðjan janúar vegna gruns um alvarlegt ofbeldisbrot gagnvart konu sinni. Honum var sleppt úr haldi þar ytra að loknum yfirheyrslum.


Tengdar fréttir

Fíkniefnin í stórum skákmunum

Aðgerðir lögreglu á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og í húsnæði Skáksambands Íslands eru hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Ráðist hefur verið í þrjár húsleitir tengdar málinu í vikunni. Forseti Skáksambandsins segir efnin hafa borist í stórum skákmunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×