Ríkið tryggi fé til áframhaldandi reksturs göngudeildar SÁÁ á Akureyri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 12:45 Göngudeild SÁÁ á Akureyri er til húsa í Hofsbót 4 og þjónar öllu Norðurlandi. Um 7.000 komur eru skráðar á deildina ár hvert, að því er segir á heimasíðu SÁÁ. Vísir/Auðunn Bæjarráð Akureyrarbæjar skorar á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja þjónustu og nægjanlega fjármuni til að standa undir áframhaldandi rekstri göngudeildar SÁÁ á Akureyri. Að óbreyttu verður deildinni lokað vegna skorts á fjármagni. Fram hefur komið í fréttum að framkvæmdastjórn SÁÁ hafi samþykkt að hefja undirbúning að lokun deildarinnar á Akureyri þar sem ekki hafi næg framlög borist frá ríkinu til reksturs hennar undanfarin þrjú ár. Á fundi sínum í gær fjallaði bæjarráð Akureyrar um stöðuna í rekstri göngudeildar SÁÁ á Akureyri. Guðmundur Baldvin Guðmundsson er formaður bæjarráðs og segir ljóst að ef ekki komi til frekara fjármagn frá ríkinu þá stefni í lokun um næstu áramót. „Við munum að sjálfsögðu þrýsta á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja fjármuni að að halda úti göngudeildarþjónustu á Akureyri.“Mikilvæg starfsemi Guðmundur kveðst hafa fulla trú á því að með sameiginlegu átaki ríkis og bæjar takist að tryggja áframhaldandi þjónustu fyrir ávana- og fíkniefnasjúklinga. En hefur bæjarstjórn fengið hefur einhver viðbrögð frá yfirvöldum við þessu? „Við höfum svo sem verið að láta þingmenn okkar vita og Njáll Trausti [Friðbertsson] þingmaður [Sjálfstæðisflokksins] var með fyrirspurn til heilbrigðisráðherra í síðustu viku á Alþingi og við erum að nota alls sem við getum til að þrýsta á þetta. Þetta er afskaplega mikilvæg starfsemi sem við þurfum að halda hérna á landsbyggðinni,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar. Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Bæjarráð Akureyrarbæjar skorar á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja þjónustu og nægjanlega fjármuni til að standa undir áframhaldandi rekstri göngudeildar SÁÁ á Akureyri. Að óbreyttu verður deildinni lokað vegna skorts á fjármagni. Fram hefur komið í fréttum að framkvæmdastjórn SÁÁ hafi samþykkt að hefja undirbúning að lokun deildarinnar á Akureyri þar sem ekki hafi næg framlög borist frá ríkinu til reksturs hennar undanfarin þrjú ár. Á fundi sínum í gær fjallaði bæjarráð Akureyrar um stöðuna í rekstri göngudeildar SÁÁ á Akureyri. Guðmundur Baldvin Guðmundsson er formaður bæjarráðs og segir ljóst að ef ekki komi til frekara fjármagn frá ríkinu þá stefni í lokun um næstu áramót. „Við munum að sjálfsögðu þrýsta á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja fjármuni að að halda úti göngudeildarþjónustu á Akureyri.“Mikilvæg starfsemi Guðmundur kveðst hafa fulla trú á því að með sameiginlegu átaki ríkis og bæjar takist að tryggja áframhaldandi þjónustu fyrir ávana- og fíkniefnasjúklinga. En hefur bæjarstjórn fengið hefur einhver viðbrögð frá yfirvöldum við þessu? „Við höfum svo sem verið að láta þingmenn okkar vita og Njáll Trausti [Friðbertsson] þingmaður [Sjálfstæðisflokksins] var með fyrirspurn til heilbrigðisráðherra í síðustu viku á Alþingi og við erum að nota alls sem við getum til að þrýsta á þetta. Þetta er afskaplega mikilvæg starfsemi sem við þurfum að halda hérna á landsbyggðinni,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar.
Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira