Ríkið tryggi fé til áframhaldandi reksturs göngudeildar SÁÁ á Akureyri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 12:45 Göngudeild SÁÁ á Akureyri er til húsa í Hofsbót 4 og þjónar öllu Norðurlandi. Um 7.000 komur eru skráðar á deildina ár hvert, að því er segir á heimasíðu SÁÁ. Vísir/Auðunn Bæjarráð Akureyrarbæjar skorar á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja þjónustu og nægjanlega fjármuni til að standa undir áframhaldandi rekstri göngudeildar SÁÁ á Akureyri. Að óbreyttu verður deildinni lokað vegna skorts á fjármagni. Fram hefur komið í fréttum að framkvæmdastjórn SÁÁ hafi samþykkt að hefja undirbúning að lokun deildarinnar á Akureyri þar sem ekki hafi næg framlög borist frá ríkinu til reksturs hennar undanfarin þrjú ár. Á fundi sínum í gær fjallaði bæjarráð Akureyrar um stöðuna í rekstri göngudeildar SÁÁ á Akureyri. Guðmundur Baldvin Guðmundsson er formaður bæjarráðs og segir ljóst að ef ekki komi til frekara fjármagn frá ríkinu þá stefni í lokun um næstu áramót. „Við munum að sjálfsögðu þrýsta á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja fjármuni að að halda úti göngudeildarþjónustu á Akureyri.“Mikilvæg starfsemi Guðmundur kveðst hafa fulla trú á því að með sameiginlegu átaki ríkis og bæjar takist að tryggja áframhaldandi þjónustu fyrir ávana- og fíkniefnasjúklinga. En hefur bæjarstjórn fengið hefur einhver viðbrögð frá yfirvöldum við þessu? „Við höfum svo sem verið að láta þingmenn okkar vita og Njáll Trausti [Friðbertsson] þingmaður [Sjálfstæðisflokksins] var með fyrirspurn til heilbrigðisráðherra í síðustu viku á Alþingi og við erum að nota alls sem við getum til að þrýsta á þetta. Þetta er afskaplega mikilvæg starfsemi sem við þurfum að halda hérna á landsbyggðinni,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar. Heilbrigðismál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Bæjarráð Akureyrarbæjar skorar á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja þjónustu og nægjanlega fjármuni til að standa undir áframhaldandi rekstri göngudeildar SÁÁ á Akureyri. Að óbreyttu verður deildinni lokað vegna skorts á fjármagni. Fram hefur komið í fréttum að framkvæmdastjórn SÁÁ hafi samþykkt að hefja undirbúning að lokun deildarinnar á Akureyri þar sem ekki hafi næg framlög borist frá ríkinu til reksturs hennar undanfarin þrjú ár. Á fundi sínum í gær fjallaði bæjarráð Akureyrar um stöðuna í rekstri göngudeildar SÁÁ á Akureyri. Guðmundur Baldvin Guðmundsson er formaður bæjarráðs og segir ljóst að ef ekki komi til frekara fjármagn frá ríkinu þá stefni í lokun um næstu áramót. „Við munum að sjálfsögðu þrýsta á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja fjármuni að að halda úti göngudeildarþjónustu á Akureyri.“Mikilvæg starfsemi Guðmundur kveðst hafa fulla trú á því að með sameiginlegu átaki ríkis og bæjar takist að tryggja áframhaldandi þjónustu fyrir ávana- og fíkniefnasjúklinga. En hefur bæjarstjórn fengið hefur einhver viðbrögð frá yfirvöldum við þessu? „Við höfum svo sem verið að láta þingmenn okkar vita og Njáll Trausti [Friðbertsson] þingmaður [Sjálfstæðisflokksins] var með fyrirspurn til heilbrigðisráðherra í síðustu viku á Alþingi og við erum að nota alls sem við getum til að þrýsta á þetta. Þetta er afskaplega mikilvæg starfsemi sem við þurfum að halda hérna á landsbyggðinni,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar.
Heilbrigðismál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira