Merkel gerir tilraun til að ganga frá lausum endum Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2018 10:00 Martin Schulz, leiðtogi SDP, Horst Seehofer, leiðtogi CSU og Angela Merkel, leiðtogi CDU. Vísir/afp Angela Merkel Þýskalandskanslari mun í dag gera tilraun til að ganga frá lausum endum til að hægt verði að tryggja myndun nýrrar stjórnar Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins. Rúmir fjórir mánuðir eru nú liðnir frá þingkosningum í landinu sem fram fóru 24. september síðastliðinn. Þýskir fjölmiðlar segja að flokkarnir hafi gefið eftir í mörgum af helstu baráttumálum sínum til að eiga möguleika á að endurnýja stjórnarsamstarfið. Flokkar Kristilegra demókrata (CDU og CSU) og Jafnaðarmenn (SPD) mynduðu stjórn eftir kosningarnar 2013. Martin Schulz, leiðtogi Jafnaðarmanna, þykir taka nokkra áhættu með því að láta reyna á framhaldslíf stjórnarinnar þar sem stuðningur við bæði hann og flokk hans hefur aldrei mælst minni. Áður en möguleg stjórn yrði kynnt þurfa nærri hálf milljón meðlima Jafnaðarmannaflokksins að greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann sem verður væntanlega kynntur á næstu dögum.Vill að flokkurinn nái vopnum sínum í stjórnarandstöðu Ungliðahreyfing flokksins, Jusos, undir forystu hins 28 ára Kevin Kühnert, fer fyrir þeim armi flokksins sem berst gegn áframhaldandi stjórnarsetu með Kristilegum demókrötum og vill að flokkurinn nái vopnum sínum í stjórnarandstöðu eftir að hafa beðið afhroð í kosningunum. Í viðræðunum hefur helst verið deilt um innflytjendamál, breytingar á vinnumarkaðslöggjöf og sjúkratryggingakerfi landsins. Eftir því sem stjórnarmyndun hefur dregist á langinn hefur stuðningur við AfD, hægriflokks sem berst gegn straumi innflytjenda til Þýskalands, aukist og mælist hann nú í kringum 14 prósent. Flokkurinn náði í fyrsta skipti mönnum á þýska þingið í haust. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Jafnaðarmannaflokkurinn til formlegra viðræðna við Merkel Það dregur til tíðinda í Þýsalandi. 21. janúar 2018 21:50 Ungliði SPD er erkióvinur Angelu Merkel kanslara Ástæðan er sú að hreyfingin hefur talað einna hæst gegn því að SPD hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður og fari aftur í ríkisstjórn með Kristilegum demókrötum Merkel. 19. janúar 2018 07:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari mun í dag gera tilraun til að ganga frá lausum endum til að hægt verði að tryggja myndun nýrrar stjórnar Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins. Rúmir fjórir mánuðir eru nú liðnir frá þingkosningum í landinu sem fram fóru 24. september síðastliðinn. Þýskir fjölmiðlar segja að flokkarnir hafi gefið eftir í mörgum af helstu baráttumálum sínum til að eiga möguleika á að endurnýja stjórnarsamstarfið. Flokkar Kristilegra demókrata (CDU og CSU) og Jafnaðarmenn (SPD) mynduðu stjórn eftir kosningarnar 2013. Martin Schulz, leiðtogi Jafnaðarmanna, þykir taka nokkra áhættu með því að láta reyna á framhaldslíf stjórnarinnar þar sem stuðningur við bæði hann og flokk hans hefur aldrei mælst minni. Áður en möguleg stjórn yrði kynnt þurfa nærri hálf milljón meðlima Jafnaðarmannaflokksins að greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann sem verður væntanlega kynntur á næstu dögum.Vill að flokkurinn nái vopnum sínum í stjórnarandstöðu Ungliðahreyfing flokksins, Jusos, undir forystu hins 28 ára Kevin Kühnert, fer fyrir þeim armi flokksins sem berst gegn áframhaldandi stjórnarsetu með Kristilegum demókrötum og vill að flokkurinn nái vopnum sínum í stjórnarandstöðu eftir að hafa beðið afhroð í kosningunum. Í viðræðunum hefur helst verið deilt um innflytjendamál, breytingar á vinnumarkaðslöggjöf og sjúkratryggingakerfi landsins. Eftir því sem stjórnarmyndun hefur dregist á langinn hefur stuðningur við AfD, hægriflokks sem berst gegn straumi innflytjenda til Þýskalands, aukist og mælist hann nú í kringum 14 prósent. Flokkurinn náði í fyrsta skipti mönnum á þýska þingið í haust.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Jafnaðarmannaflokkurinn til formlegra viðræðna við Merkel Það dregur til tíðinda í Þýsalandi. 21. janúar 2018 21:50 Ungliði SPD er erkióvinur Angelu Merkel kanslara Ástæðan er sú að hreyfingin hefur talað einna hæst gegn því að SPD hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður og fari aftur í ríkisstjórn með Kristilegum demókrötum Merkel. 19. janúar 2018 07:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Jafnaðarmannaflokkurinn til formlegra viðræðna við Merkel Það dregur til tíðinda í Þýsalandi. 21. janúar 2018 21:50
Ungliði SPD er erkióvinur Angelu Merkel kanslara Ástæðan er sú að hreyfingin hefur talað einna hæst gegn því að SPD hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður og fari aftur í ríkisstjórn með Kristilegum demókrötum Merkel. 19. janúar 2018 07:00