Fjölmenn mótmæli í Aþenu vegna Makedóníu-deilunnar Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2018 15:45 Mótmælendurnir komu saman á Stjórnarskrártorginu (Syntagma) í Aþenu þar sem þeir hrópuðu slagorð um að Makedínía væri Grikkland. Vísir/afp Nokkur hundruð þúsund Grikkir komu saman í miðborg Aþenu í morgun til að mótmæla því sem þeir telja eftirgjöf Grikklandsstjórnar í nafnadeilunni við stjórnvöld í Makedóníu. Grikkir eru margir andsnúnir því að Makedónía fái að kalla sig því nafni þar sem þeir telja nafnið einungis vísa í samnefnt hérað í Grikklandi. Mótmælendurnir sögðust hafna nýjum tillögum Grikklandsstjórnar sem miða að því að leysa deiluna sem staðið hefur frá byrjun tíunda áratugarins þegar Makedónía lýsti yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu. Mótmælendurnir komu saman á Stjórnarskrártorginu (Syntagma) í Aþenu þar sem þeir hrópuðu slagorð um að Makedínía væri Grikkland. Þetta eru önnur fjölmennu mótmælin í landinu þar sem tillögum stjórnarinnar er mótmælt, en sambærileg mótmæli fóru fram í Þessalóníku þann 21. janúar síðastliðinn.Hefur haft áhrif á stöðu Makedóníu Nafnadeilan hefur haft mikil áhrif á stöðu Makedóníu í samfélagi þjóðanna þar sem hún hefur torveldað leið landsins til að gerast aðili að Evrópusambandinu og NATO. Gríski stjórnarflokkurinn Syriza hefur lagt til að Makedónía fái að taka upp nafn þar sem orðið „Makedónía“ komi fyrir en að skýrt kæmi fram að ekki væri um héraðið í Grikklandi að ræða. Margir Grikkir telja hins vegar tillögur stjórnarinnar ganga allt of langt. Sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna, Matthew Nimetz, hefur lagt til að landið taki upp nafnið Lýðveldið Nýja-Makedónía.Flugvöllurinn endurnefndur Stjórnvöld í Makedóníu tilkynntu í síðasta mánuði að þau myndu gefa einum af flugvöllum landsins, þeim sem kenndur er við Alexander mikla, nýtt nafn til að liðka fyrir lausn deilunnar. Sömuleiðis stæði til að endurnefna hraðbrautina í landinu sem kennd er við Alexander mikla. Hraðbrautin nær að landamærum Grikklands og mun framvegis nefnast Vegur vináttunnar. Grikkir hafa margir hverjir verið óánægðir með að Makedónar hafi reynt að eigna sér persónur og tákn sem ætíð hafa verið talin hluti af arfleifð Grikkja. Evrópusambandið Norður-Makedónía NATO Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Nokkur hundruð þúsund Grikkir komu saman í miðborg Aþenu í morgun til að mótmæla því sem þeir telja eftirgjöf Grikklandsstjórnar í nafnadeilunni við stjórnvöld í Makedóníu. Grikkir eru margir andsnúnir því að Makedónía fái að kalla sig því nafni þar sem þeir telja nafnið einungis vísa í samnefnt hérað í Grikklandi. Mótmælendurnir sögðust hafna nýjum tillögum Grikklandsstjórnar sem miða að því að leysa deiluna sem staðið hefur frá byrjun tíunda áratugarins þegar Makedónía lýsti yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu. Mótmælendurnir komu saman á Stjórnarskrártorginu (Syntagma) í Aþenu þar sem þeir hrópuðu slagorð um að Makedínía væri Grikkland. Þetta eru önnur fjölmennu mótmælin í landinu þar sem tillögum stjórnarinnar er mótmælt, en sambærileg mótmæli fóru fram í Þessalóníku þann 21. janúar síðastliðinn.Hefur haft áhrif á stöðu Makedóníu Nafnadeilan hefur haft mikil áhrif á stöðu Makedóníu í samfélagi þjóðanna þar sem hún hefur torveldað leið landsins til að gerast aðili að Evrópusambandinu og NATO. Gríski stjórnarflokkurinn Syriza hefur lagt til að Makedónía fái að taka upp nafn þar sem orðið „Makedónía“ komi fyrir en að skýrt kæmi fram að ekki væri um héraðið í Grikklandi að ræða. Margir Grikkir telja hins vegar tillögur stjórnarinnar ganga allt of langt. Sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna, Matthew Nimetz, hefur lagt til að landið taki upp nafnið Lýðveldið Nýja-Makedónía.Flugvöllurinn endurnefndur Stjórnvöld í Makedóníu tilkynntu í síðasta mánuði að þau myndu gefa einum af flugvöllum landsins, þeim sem kenndur er við Alexander mikla, nýtt nafn til að liðka fyrir lausn deilunnar. Sömuleiðis stæði til að endurnefna hraðbrautina í landinu sem kennd er við Alexander mikla. Hraðbrautin nær að landamærum Grikklands og mun framvegis nefnast Vegur vináttunnar. Grikkir hafa margir hverjir verið óánægðir með að Makedónar hafi reynt að eigna sér persónur og tákn sem ætíð hafa verið talin hluti af arfleifð Grikkja.
Evrópusambandið Norður-Makedónía NATO Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira