Íslendingar hrepptu gullverðlaun í bæði karla og kvennaflokki í skylmingum á Reykjavíkurleikunum í dag.
Freyja Sif Stefnisdóttir sigraði úrslitaviðureignina í kvennaflokki. Þar mætti hún Giedré Razguté frá Litháen og vann 15-7.
Í karlaflokki mætti Andri Nikolaysson Mateev Þjóðverjanum Magnus De Witt. Andri hafði betur 15-5, en Íslendingaslagur var í undanúrslitunum þegar Andri sigraði Kjartan Óla Ágústsson.
De Witt mætti einnig Íslendingi í undanúrslitunum, hann sigraði þar Daníel Magnússon.
Íslenskt gull í skylmingum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



