Lítilræði af lögum um 40 stunda vinnuviku Guðmundur D. Haraldsson skrifar 6. febrúar 2018 05:47 Í nóvember 1971 var lagt fram frumvarp á Alþingi sem kvað á um að almenn vinnuvika á Íslandi skyldi vera 40 dagvinnustundir að lengd að hámarki, en að semja mætti um skemmri vinnuviku. Yfirvinna var vitanlega heimil, en fyrir hana skyldi þá greiða yfirvinnukaup. Frumvarpið var svo samþykkt í desember 1971, og lögin tóku gildi í ársbyrjun 1972. Fram að þessu höfðu engin lög verið í gildi um reglulegan vinnutíma fólks á íslenskum vinnumarkaði í heild sinni, heldur aðeins sérstök lög um stakar starfsstéttir (eins og t.d. sjómenn og verkamenn). Frumvarpið var lagt fram af þáverandi félagsmálaráðherra, Hannibal Valdimarssyni, en hann var einn af ráðherrum ríkisstjórnar sem var nefnd Vinstristjórn II. Frumvarpið, jafnvel þótt það hafi verið samþykkt að lokum, þótti sumum þingmönnum ögrandi, jafnvel ógnandi, en ýmiss orð voru höfuð um hugsanlegar afleiðingar þess innan sala Alþingis. Nú, um 46 árum síðar, er áhugavert að skyggnast inn í umræðu um frumvarpið á Alþingi þessa tíma, til að sjá hvernig rættist úr spádómum þingmannana. Upp úr stendur helst að sumum þingmönnum, þvert á flokka, þótti sem frumvarpið gengi gegn því meginstefi að fólk semdi um kaup og kjör sjálft, og að löggjafinn skipti sér ekki af frjálsum samningum milli fólks – var þetta nefnt alloft í umræðunum. Þannig sagði Ingvar Jóhannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins: „Ég lýsi því afdráttarlaust yfir sem minni skoðun, að lengd vinnutíma á að ákveða með frjálsum samningum milli aðila vinnumarkaðarins, en ekki með einhliða valdboðum stjórnvalda, eins og gert er í einræðisríkjum.“ Að sjálfsögðu varð Ísland ekki alræðisríki með lagasetningunni – Ísland hefur aldrei verið alræðisríki, en mögulega hafa viðhorfin gagnvart afskiptum löggjafans eitthvað breyst í kjölfarið af þessari lagasetningu. Nú á dögum eru nefninlega ýmis lög í gildi, meðal annars um vinnuvernd, sem ekki voru tilkomin á Íslandi á þessum tíma. Þá höfðu nokkrir þingmenn miklar áhyggjur af því, að frumvarpið myndi spilla fyrir kjaraviðræðum sem þá voru í gangi. Auður Auðuns, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði til dæmis: „... ég held, að það sé engum vafa bundið, að fyrirætlanir [ríkisstjórnarinnar] um lögbindingu dagvinnutímans hafa átt sinn þátt í því, að samningaviðræður hafa dregizt svo mjög á langinn sem orðið er.“ Á endanum var auðvitað samið, og lífið hélt áfram. Margir þingmenn töldu að lögin myndu ekki hafa nein áhrif á fjölda unnina vinnustunda; þannig sagði t.d. Geir Hallgrímsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins: „Það er staðreynd, að langur vinnutími er almennt hjá öllum stéttum hér á landi, og þetta [frumvarp] út af fyrir sig styttir ekki vinnutímann.“ Hans helstu áhyggjur voru þær að fólk myndi vinna jafn lengi eftir sem áður, en myndi þiggja í staðinn hærri laun, í formi yfirvinnukaups. Ekki voru þeir margir þingmennirnir sem töldu að frumvarpið myndi beinlínis skaða samfélagið, en þeir voru þó til, þar á meðal Björn Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins: „Ég hygg, að þessi löggjöf verði frekar til að skaða launþega en að bæta kjör þeirra. Það er miklu hagkvæmara fyrir þá að fá 10% hærra kaup og vinna sama vinnutíma og þeir gerðu.“ Aðrir voru jákvæðari, eins og t.d. Hannibal Valdimarsson: „... vafalaust á þessi stytting vinnutímans að geta leitt til aukinna vinnuafkasta, og kæmi það þá aftur í teknadálk atvinnurekenda, ef svo fer. En alls staðar, þar sem vinnutíminn hefur verið styttur niður í svo hófleg mörk sem hér er um að ræða, hafa rannsóknir sýnt það, í öllum löndum, að vinnuafköst hafa aukizt nokkuð við styttingu vinnutímans.“ Einnig var Ragnhildur Helgadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, jákvæð: „Það er nú svo á þessum dögum vinnuþrælkunar hér á [hæstvirtu] [Alþingi], að mér er í raun og veru sannkallað gleðiefni að fást við [frumvarp], sem fjallar um orlof og hvíldartíma og 40 stunda vinnuviku. Það hefur sömu áhrif á mig og vafalaust marga [þingmenn], að það er eins og að hugsa um vor og sólskin í svartasta skammdeginu.“ Þrátt fyrir svartsýnisspárnar urðu umtalsverðar breytingar á Íslandi á árunum eftir að lögin voru sett: Næstu fimm árin frá lagasetningunni, þá jukust tekjur á hvern mann um 4-5% á ári að jafnaði (að undanskildu einu ári), framleiðni á hverri vinnustund jókst um 20% á tímabilinu, og árlegum vinnustundum fækkaði á tímabilinu um 5%. Á myndinni má sjá hvernig vinnustundum fækkaði eftir að lögin voru sett, og eitthvað áfram.Segja má að svartssýnisspárnar hafi ekki gengið eftir, heldur hafi þeir jákvæðari fremur haft á réttu að standa: Samfélagið gekk sinn vanagang, og aukinheldur, hélt áfram að þróast í átt til hins betra. Fyrir nútímafólk er kannski helst umhugsunarvert að vinnustundum hefur ekki fækkað að ráði frá 1980, þrátt fyrir að framleiðni hafi aukist um 75% á hverri vinnustund. Sérstaklega er athyglisvert, eins og sjá má á myndinni, hvernig vinnustundir og framleiðni héldust í hendur, fyrr á tímum, en gera það ekki lengur. Það er full ástæða til að taka til aðgerða til að fækka vinnustundum, þaðan sem frá var horfið um 1980, ekki síst með tilliti til þess hvað Ísland hefur breyst mikið á þessum tíma. Í nútímanum eru það flestir sem vinna við þjónustu á Íslandi (um 77%), mun fleiri en gerðu árið 1971 (52%), en auk þess hafa gengið í garð miklar tæknibreytingar, svo einungis séu nefnd tvö dæmi. Íslenskt samfélag getur vel breytt háttum sínum og fækkað vinnustundum, til að auka hagsæld og tryggja betra fjölskyldulíf, fyrir fólkið í landinu. Þetta ætti að vera með okkar helstu verkefnum til framtíðar.Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur D. Haraldsson Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í nóvember 1971 var lagt fram frumvarp á Alþingi sem kvað á um að almenn vinnuvika á Íslandi skyldi vera 40 dagvinnustundir að lengd að hámarki, en að semja mætti um skemmri vinnuviku. Yfirvinna var vitanlega heimil, en fyrir hana skyldi þá greiða yfirvinnukaup. Frumvarpið var svo samþykkt í desember 1971, og lögin tóku gildi í ársbyrjun 1972. Fram að þessu höfðu engin lög verið í gildi um reglulegan vinnutíma fólks á íslenskum vinnumarkaði í heild sinni, heldur aðeins sérstök lög um stakar starfsstéttir (eins og t.d. sjómenn og verkamenn). Frumvarpið var lagt fram af þáverandi félagsmálaráðherra, Hannibal Valdimarssyni, en hann var einn af ráðherrum ríkisstjórnar sem var nefnd Vinstristjórn II. Frumvarpið, jafnvel þótt það hafi verið samþykkt að lokum, þótti sumum þingmönnum ögrandi, jafnvel ógnandi, en ýmiss orð voru höfuð um hugsanlegar afleiðingar þess innan sala Alþingis. Nú, um 46 árum síðar, er áhugavert að skyggnast inn í umræðu um frumvarpið á Alþingi þessa tíma, til að sjá hvernig rættist úr spádómum þingmannana. Upp úr stendur helst að sumum þingmönnum, þvert á flokka, þótti sem frumvarpið gengi gegn því meginstefi að fólk semdi um kaup og kjör sjálft, og að löggjafinn skipti sér ekki af frjálsum samningum milli fólks – var þetta nefnt alloft í umræðunum. Þannig sagði Ingvar Jóhannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins: „Ég lýsi því afdráttarlaust yfir sem minni skoðun, að lengd vinnutíma á að ákveða með frjálsum samningum milli aðila vinnumarkaðarins, en ekki með einhliða valdboðum stjórnvalda, eins og gert er í einræðisríkjum.“ Að sjálfsögðu varð Ísland ekki alræðisríki með lagasetningunni – Ísland hefur aldrei verið alræðisríki, en mögulega hafa viðhorfin gagnvart afskiptum löggjafans eitthvað breyst í kjölfarið af þessari lagasetningu. Nú á dögum eru nefninlega ýmis lög í gildi, meðal annars um vinnuvernd, sem ekki voru tilkomin á Íslandi á þessum tíma. Þá höfðu nokkrir þingmenn miklar áhyggjur af því, að frumvarpið myndi spilla fyrir kjaraviðræðum sem þá voru í gangi. Auður Auðuns, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði til dæmis: „... ég held, að það sé engum vafa bundið, að fyrirætlanir [ríkisstjórnarinnar] um lögbindingu dagvinnutímans hafa átt sinn þátt í því, að samningaviðræður hafa dregizt svo mjög á langinn sem orðið er.“ Á endanum var auðvitað samið, og lífið hélt áfram. Margir þingmenn töldu að lögin myndu ekki hafa nein áhrif á fjölda unnina vinnustunda; þannig sagði t.d. Geir Hallgrímsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins: „Það er staðreynd, að langur vinnutími er almennt hjá öllum stéttum hér á landi, og þetta [frumvarp] út af fyrir sig styttir ekki vinnutímann.“ Hans helstu áhyggjur voru þær að fólk myndi vinna jafn lengi eftir sem áður, en myndi þiggja í staðinn hærri laun, í formi yfirvinnukaups. Ekki voru þeir margir þingmennirnir sem töldu að frumvarpið myndi beinlínis skaða samfélagið, en þeir voru þó til, þar á meðal Björn Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins: „Ég hygg, að þessi löggjöf verði frekar til að skaða launþega en að bæta kjör þeirra. Það er miklu hagkvæmara fyrir þá að fá 10% hærra kaup og vinna sama vinnutíma og þeir gerðu.“ Aðrir voru jákvæðari, eins og t.d. Hannibal Valdimarsson: „... vafalaust á þessi stytting vinnutímans að geta leitt til aukinna vinnuafkasta, og kæmi það þá aftur í teknadálk atvinnurekenda, ef svo fer. En alls staðar, þar sem vinnutíminn hefur verið styttur niður í svo hófleg mörk sem hér er um að ræða, hafa rannsóknir sýnt það, í öllum löndum, að vinnuafköst hafa aukizt nokkuð við styttingu vinnutímans.“ Einnig var Ragnhildur Helgadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, jákvæð: „Það er nú svo á þessum dögum vinnuþrælkunar hér á [hæstvirtu] [Alþingi], að mér er í raun og veru sannkallað gleðiefni að fást við [frumvarp], sem fjallar um orlof og hvíldartíma og 40 stunda vinnuviku. Það hefur sömu áhrif á mig og vafalaust marga [þingmenn], að það er eins og að hugsa um vor og sólskin í svartasta skammdeginu.“ Þrátt fyrir svartsýnisspárnar urðu umtalsverðar breytingar á Íslandi á árunum eftir að lögin voru sett: Næstu fimm árin frá lagasetningunni, þá jukust tekjur á hvern mann um 4-5% á ári að jafnaði (að undanskildu einu ári), framleiðni á hverri vinnustund jókst um 20% á tímabilinu, og árlegum vinnustundum fækkaði á tímabilinu um 5%. Á myndinni má sjá hvernig vinnustundum fækkaði eftir að lögin voru sett, og eitthvað áfram.Segja má að svartssýnisspárnar hafi ekki gengið eftir, heldur hafi þeir jákvæðari fremur haft á réttu að standa: Samfélagið gekk sinn vanagang, og aukinheldur, hélt áfram að þróast í átt til hins betra. Fyrir nútímafólk er kannski helst umhugsunarvert að vinnustundum hefur ekki fækkað að ráði frá 1980, þrátt fyrir að framleiðni hafi aukist um 75% á hverri vinnustund. Sérstaklega er athyglisvert, eins og sjá má á myndinni, hvernig vinnustundir og framleiðni héldust í hendur, fyrr á tímum, en gera það ekki lengur. Það er full ástæða til að taka til aðgerða til að fækka vinnustundum, þaðan sem frá var horfið um 1980, ekki síst með tilliti til þess hvað Ísland hefur breyst mikið á þessum tíma. Í nútímanum eru það flestir sem vinna við þjónustu á Íslandi (um 77%), mun fleiri en gerðu árið 1971 (52%), en auk þess hafa gengið í garð miklar tæknibreytingar, svo einungis séu nefnd tvö dæmi. Íslenskt samfélag getur vel breytt háttum sínum og fækkað vinnustundum, til að auka hagsæld og tryggja betra fjölskyldulíf, fyrir fólkið í landinu. Þetta ætti að vera með okkar helstu verkefnum til framtíðar.Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun