Gera hlé á Landsréttarmálinu Birgir Olgeirsson skrifar 6. febrúar 2018 13:53 Sigríður Andersen á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna Landsréttarmálsins. Vísir/Eyþór Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur ákveðið að gera hlé á sinnu vinnu varðandi stöðu Landsréttar og framgöngu Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við skipan dómara í réttinn. Nefndin fundaði í hádeginu um stöðu Landsréttar og var þetta niðurstaðan að sögn Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Umboðsmaður Alþingis óskaði eftir gögnum frá Sigríði Andersen í janúar síðastliðnum vegna skipunar dómara við Landsrétt. Vildi umboðsmaður fá þessi gögn til að meta hvort tilefni væri til frumkvæðisathugunar á málsmeðferð ráðherra við skipun dómara. 33 sóttu um embætti dómara við Landsrétt í fyrra. Sérstök hæfisnefnd mat fimmtán af þeim hæfasta til að gegna því embætti. Sigríður Andersen fór gegn því mati með því að skipa fjóra umsækjendur dómara við Landsrétt sem voru ekki á meðal þeirra fimmtán sem nefndin taldi hæfasta. Jóhannes Rúnar og Ástráður Haraldsson stefndu íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen.Vísir/Garðar Lögmennirnir Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson fóru í mál við íslenska ríkið vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra að skipa þá ekki dómara. Lögmennirnir tveir voru á meðal 33 umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt og meðal þeirra fimmtán sem dómnefndin mat hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Kröfðust Ástráður og Jóhannes að Hæstiréttur myndi ógilda ákvörðun ráðherra. Hæstiréttur staðfesti frávísun á ógildingarkröfunni en í dómnum kom fram að ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu nægilega vel við mat á hæfi umsækjenda og því málsmeðferðin andstæð 10 . grein stjórnsýslulaga. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður.Vísir/GVA Á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Andersen skipaði dómara við Landsrétt þvert á tillögu hæfisnefndarinnar er Arnfríður Einarsdóttir. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður lagði fram kröfu í Landsrétti síðastliðinn þess efnis að Arnfríður myndi víkja sæti sem dómara í máli sem á að taka fyrir í Landsrétti sökum vanhæfis. Vill Vilhjálmur meina að sökum þess að Hæstiréttur kvað upp þann dóm að skipan dómsmálaráðherra á Arnfríði sem dómara hefði verið andstæð stjórnsýslulögum þá geti það leitt til þess að dómar hennar verði ómerktir. Meðdómarar Arnfríðar í þessu máli eru þeir Jóhannes Sigurðsson og Þorgeir Ingi Njálsson. Samkvæmt lögum tekur dómari afstöðu til eigins hæfis og fellur það því í skaut Arnfríðar og meðdómara hennar í málinu að meta hæfi hennar. Munu þau hafa fjórar vikur til að komast að niðurstöðu. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram á dómsmálaráðherra Fundur í stjórnskipunar-ogeftirlitsnefnd verður í hádeginu og en næstu skref verða ákveðin í Landsréttarmálinu. 6. febrúar 2018 12:13 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur ákveðið að gera hlé á sinnu vinnu varðandi stöðu Landsréttar og framgöngu Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við skipan dómara í réttinn. Nefndin fundaði í hádeginu um stöðu Landsréttar og var þetta niðurstaðan að sögn Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Umboðsmaður Alþingis óskaði eftir gögnum frá Sigríði Andersen í janúar síðastliðnum vegna skipunar dómara við Landsrétt. Vildi umboðsmaður fá þessi gögn til að meta hvort tilefni væri til frumkvæðisathugunar á málsmeðferð ráðherra við skipun dómara. 33 sóttu um embætti dómara við Landsrétt í fyrra. Sérstök hæfisnefnd mat fimmtán af þeim hæfasta til að gegna því embætti. Sigríður Andersen fór gegn því mati með því að skipa fjóra umsækjendur dómara við Landsrétt sem voru ekki á meðal þeirra fimmtán sem nefndin taldi hæfasta. Jóhannes Rúnar og Ástráður Haraldsson stefndu íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen.Vísir/Garðar Lögmennirnir Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson fóru í mál við íslenska ríkið vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra að skipa þá ekki dómara. Lögmennirnir tveir voru á meðal 33 umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt og meðal þeirra fimmtán sem dómnefndin mat hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Kröfðust Ástráður og Jóhannes að Hæstiréttur myndi ógilda ákvörðun ráðherra. Hæstiréttur staðfesti frávísun á ógildingarkröfunni en í dómnum kom fram að ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu nægilega vel við mat á hæfi umsækjenda og því málsmeðferðin andstæð 10 . grein stjórnsýslulaga. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður.Vísir/GVA Á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Andersen skipaði dómara við Landsrétt þvert á tillögu hæfisnefndarinnar er Arnfríður Einarsdóttir. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður lagði fram kröfu í Landsrétti síðastliðinn þess efnis að Arnfríður myndi víkja sæti sem dómara í máli sem á að taka fyrir í Landsrétti sökum vanhæfis. Vill Vilhjálmur meina að sökum þess að Hæstiréttur kvað upp þann dóm að skipan dómsmálaráðherra á Arnfríði sem dómara hefði verið andstæð stjórnsýslulögum þá geti það leitt til þess að dómar hennar verði ómerktir. Meðdómarar Arnfríðar í þessu máli eru þeir Jóhannes Sigurðsson og Þorgeir Ingi Njálsson. Samkvæmt lögum tekur dómari afstöðu til eigins hæfis og fellur það því í skaut Arnfríðar og meðdómara hennar í málinu að meta hæfi hennar. Munu þau hafa fjórar vikur til að komast að niðurstöðu.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram á dómsmálaráðherra Fundur í stjórnskipunar-ogeftirlitsnefnd verður í hádeginu og en næstu skref verða ákveðin í Landsréttarmálinu. 6. febrúar 2018 12:13 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram á dómsmálaráðherra Fundur í stjórnskipunar-ogeftirlitsnefnd verður í hádeginu og en næstu skref verða ákveðin í Landsréttarmálinu. 6. febrúar 2018 12:13