Sögð hafa náð samkomulagi um myndun stjórnar Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2018 09:51 Martin Schulz, leiðtogi SDP, Horst Seehofer, leiðtogi CSU og Angela Merkel, leiðtogi CDU. Vísir/afp Rúmum fjórum mánuðum eftir að Þjóðverjar gengu til kosninga hefur Kristilegum demókrötum (CDU og CSU) og Jafnaðarmönnum (SPD) tekist að ná saman um stjórnarsáttmála að því er heimildir fjölmiðla ytra herma. Verið er að skipta ráðuneytum á milli flokkanna og segja þýskir fjölmiðlar að fulltrúi Jafnaðarmannaflokksins muni gegna embætti fjármálaráðherra og hefur nafn Olaf Scholz, borgarstjóra Hamborgar, verið nefnt í því samhengi. Þá greinir Bild frá því að Martin Schulz, leiðtogi SPD, verði nýr utanríkisráðherra og Horst Seehofer, leiðtogi CSU, nýr innanríkisráðherra. Um 463 þúsund meðlimir Jafnaðarmannaflokksins munu nú greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann í póstkosningu, en talsverðrar andstöðu gætir um myndun stjórnarinnar innan flokksins. Reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir í byrjun mars. Martin Schulz, leiðtogi SPD, mun nú ferðast um landið til fundar við flokksmenn til að afla stuðnings við sáttmálann.Ekkert meistaraverk Samningamenn flokkanna hafa verið á linnulausum fundum frá því á þriðjudag. Fulltrúar flokkanna hafa sagt alla þurft að gefa eftir í mörgum af helstu baráttumálum sínum til að hægt sé að mynda starfhæfa stjórn og þannig koma í veg fyrir myndun óstöðugrar minnihlutastjórnar eða þá að boða þurfi til nýrra kosninga. SPD hefur þegar reynt að draga úr væntingum meðlima flokksins með því að segja sáttmálann „ekki vera meistaraverk“. Angela Merkel, kanslari og leiðtogi CDU, hefur sagt flokkinn hafa þurft að gera sársaukafullar málamiðlanir. Þó væri nauðsynlegt að koma á stöðugleika í landinu sem fyrst á þessum óvissutímum á mörkuðum.Húsnæðisbarnabætur Jafnaðarmenn þvertóku í fyrstu fyrir að fara í ríkisstjórn með Angelu Merkel og Kristilegum demókrötum en eftir að allar aðrar raunhæfar leiðir höfðu verið reyndar varð þetta niðurstaðan. Helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum hefur verið breytingar á lögum um innflytjendur, réttindi verkafólks og sjúkratryggingar. Flokkarnir virðist nú hafa náð samkomulagi, einnig um svokallaðar „húsnæðisbarnabætur“, bætur til barnafjölskyldna sem vilja byggja ný hús. Þá hafa flokkarnir náð saman um að draga úr hækkunum á leigumarkaði og að gripið verði til aðgerða til að styðja við uppbyggingu á landsbyggðinni.Dregur úr fylgi Þrátt fyrir að hafa tapað talsverðu fylgi í kosningunum þá eru þeir þeir stærstu á þýska sambandsþinginu. Flokkarnir mynduðu saman stjórn eftir kosningarnar 2013, og er því nú verið að semja um endurnýjun stjórnarsamstarfsins. Ný skoðanakönnun INSA sýnir að stuðningur við SPD hafi aldrei mælst minni. Stuðningur við flokkinn mælist nú um 17 prósent, samanborið við 20,5 prósent í kosningunum þann 24. september síðastliðinn, sem var versta útkoma flokksins í kosningum frá árinu 1949. Sömuleiðis hefur dregið úr stuðningi við Kristilega demókrata og mælist hann nú 30,5 prósent samanborið við 32,9 prósent í kosningunum. Stuðningur við hægri þjóðernisflokkinn AfD hefur hins vegar aukist - farið úr 12,6 prósent í kosningunum í 15 prósent nú. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Merkel gerir tilraun til að ganga frá lausum endum Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn í Þýskaland reyna að ná saman um nýjan stjórnarsáttmála. 4. febrúar 2018 10:00 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Rúmum fjórum mánuðum eftir að Þjóðverjar gengu til kosninga hefur Kristilegum demókrötum (CDU og CSU) og Jafnaðarmönnum (SPD) tekist að ná saman um stjórnarsáttmála að því er heimildir fjölmiðla ytra herma. Verið er að skipta ráðuneytum á milli flokkanna og segja þýskir fjölmiðlar að fulltrúi Jafnaðarmannaflokksins muni gegna embætti fjármálaráðherra og hefur nafn Olaf Scholz, borgarstjóra Hamborgar, verið nefnt í því samhengi. Þá greinir Bild frá því að Martin Schulz, leiðtogi SPD, verði nýr utanríkisráðherra og Horst Seehofer, leiðtogi CSU, nýr innanríkisráðherra. Um 463 þúsund meðlimir Jafnaðarmannaflokksins munu nú greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann í póstkosningu, en talsverðrar andstöðu gætir um myndun stjórnarinnar innan flokksins. Reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir í byrjun mars. Martin Schulz, leiðtogi SPD, mun nú ferðast um landið til fundar við flokksmenn til að afla stuðnings við sáttmálann.Ekkert meistaraverk Samningamenn flokkanna hafa verið á linnulausum fundum frá því á þriðjudag. Fulltrúar flokkanna hafa sagt alla þurft að gefa eftir í mörgum af helstu baráttumálum sínum til að hægt sé að mynda starfhæfa stjórn og þannig koma í veg fyrir myndun óstöðugrar minnihlutastjórnar eða þá að boða þurfi til nýrra kosninga. SPD hefur þegar reynt að draga úr væntingum meðlima flokksins með því að segja sáttmálann „ekki vera meistaraverk“. Angela Merkel, kanslari og leiðtogi CDU, hefur sagt flokkinn hafa þurft að gera sársaukafullar málamiðlanir. Þó væri nauðsynlegt að koma á stöðugleika í landinu sem fyrst á þessum óvissutímum á mörkuðum.Húsnæðisbarnabætur Jafnaðarmenn þvertóku í fyrstu fyrir að fara í ríkisstjórn með Angelu Merkel og Kristilegum demókrötum en eftir að allar aðrar raunhæfar leiðir höfðu verið reyndar varð þetta niðurstaðan. Helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum hefur verið breytingar á lögum um innflytjendur, réttindi verkafólks og sjúkratryggingar. Flokkarnir virðist nú hafa náð samkomulagi, einnig um svokallaðar „húsnæðisbarnabætur“, bætur til barnafjölskyldna sem vilja byggja ný hús. Þá hafa flokkarnir náð saman um að draga úr hækkunum á leigumarkaði og að gripið verði til aðgerða til að styðja við uppbyggingu á landsbyggðinni.Dregur úr fylgi Þrátt fyrir að hafa tapað talsverðu fylgi í kosningunum þá eru þeir þeir stærstu á þýska sambandsþinginu. Flokkarnir mynduðu saman stjórn eftir kosningarnar 2013, og er því nú verið að semja um endurnýjun stjórnarsamstarfsins. Ný skoðanakönnun INSA sýnir að stuðningur við SPD hafi aldrei mælst minni. Stuðningur við flokkinn mælist nú um 17 prósent, samanborið við 20,5 prósent í kosningunum þann 24. september síðastliðinn, sem var versta útkoma flokksins í kosningum frá árinu 1949. Sömuleiðis hefur dregið úr stuðningi við Kristilega demókrata og mælist hann nú 30,5 prósent samanborið við 32,9 prósent í kosningunum. Stuðningur við hægri þjóðernisflokkinn AfD hefur hins vegar aukist - farið úr 12,6 prósent í kosningunum í 15 prósent nú.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Merkel gerir tilraun til að ganga frá lausum endum Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn í Þýskaland reyna að ná saman um nýjan stjórnarsáttmála. 4. febrúar 2018 10:00 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Merkel gerir tilraun til að ganga frá lausum endum Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn í Þýskaland reyna að ná saman um nýjan stjórnarsáttmála. 4. febrúar 2018 10:00