Fordæmir umskurðarfrumvarp Silju Daggar og segir það árás á trúfrelsið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 10:25 Reinhard Marx, kardínáli. vísir/getty Kardínálinn Richard Marx í Munchen í Þýskalandi, sem jafnframt er formaður Evrópusambandssnefndar kaþólska biskuparáðsins í Evrópu og náinn ráðgjafi Frans páfa, fordæmir frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. Fyrst var greint frá afstöðu kardínálans á vef RÚV en í frétt Crux Now, bandarískum fréttavef sem fjallar um kaþólsk málefni, er vitnað í yfirlýsingu frá kardínálanum. Samkvæmt frumvarpinu yrði lagt bann við umskurði drengja nema ef gera þyrfti aðgerðina af heilsufarsástæðum. „Að vernda heilsu barna er gott og gilt markmið í öllum samfélögum en hér er verið að ústkúfa ákveðnum trúarbrögðum án þess að nokkrar vísindalegar rannsóknir liggi þar að baki. Þetta er mikið áhyggjuefni,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir jafnframt að það sé mat Samtaka biskupa í löndum ESB að allar tilraunir til þess að skerða trúfrelsi séu óásættanlegar.Vill að stofnanir ESB grípi til aðgerða Marx hvetur stofnanir ESB til þess að grípa til aðgerða og koma í veg fyrir að það sem felist í frumvarpinu nái fram að ganga, verði það að lögum. Kardínálinn er ekki fyrsti erlendi trúarleiðtoginn sem leggst gegn frumvarpi Silju Daggar. Þannig hafa trúarleiðtogar gyðinga í Noregi og Danmörku, bræðurnir Yair og Yoav Melchior, stigið fram og gagnrýnt frumvarpið en hliðstætt frumvarp er til skoðunar í Danmörku. Í skrifum þeirra hefur komið fram að gyðingar séu tiltölulega fáir á Íslandi og fyrir vikið sé eina leiðin að beita alþjóðlegum þrýstingi til að stöðva frumvarpið sem lagt hafi verið fram á Alþingi á Íslandi. Bjarni Karlsson, prestur, gerir síðan málið að umtalsefni í bakþönkum sínum í Fréttablaðinu í dag: „Væri ekki ráð, í stað þess að glæpavæða hérna heilu menningarheimana, að við efndum til samtals þar sem við fengjum að heyra ólíkar raddir og reynslu karlmanna í tengslum við umskurn? Fengjum að fræðast af gyðingum, múslimum, Bandaríkjamönnum o.fl. menningarheildum og reyndum að skilja hvað um er að ræða þegar umskurn er annars vegar. Hættan er nefnilega sú að þetta málefni verði bara farvegur fyrir meðvitaða og ómeðvitaða þörf okkar fyrir það að vera hreinni, upplýstari og betri en annað fólk.“ Tengdar fréttir Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Kardínálinn Richard Marx í Munchen í Þýskalandi, sem jafnframt er formaður Evrópusambandssnefndar kaþólska biskuparáðsins í Evrópu og náinn ráðgjafi Frans páfa, fordæmir frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. Fyrst var greint frá afstöðu kardínálans á vef RÚV en í frétt Crux Now, bandarískum fréttavef sem fjallar um kaþólsk málefni, er vitnað í yfirlýsingu frá kardínálanum. Samkvæmt frumvarpinu yrði lagt bann við umskurði drengja nema ef gera þyrfti aðgerðina af heilsufarsástæðum. „Að vernda heilsu barna er gott og gilt markmið í öllum samfélögum en hér er verið að ústkúfa ákveðnum trúarbrögðum án þess að nokkrar vísindalegar rannsóknir liggi þar að baki. Þetta er mikið áhyggjuefni,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir jafnframt að það sé mat Samtaka biskupa í löndum ESB að allar tilraunir til þess að skerða trúfrelsi séu óásættanlegar.Vill að stofnanir ESB grípi til aðgerða Marx hvetur stofnanir ESB til þess að grípa til aðgerða og koma í veg fyrir að það sem felist í frumvarpinu nái fram að ganga, verði það að lögum. Kardínálinn er ekki fyrsti erlendi trúarleiðtoginn sem leggst gegn frumvarpi Silju Daggar. Þannig hafa trúarleiðtogar gyðinga í Noregi og Danmörku, bræðurnir Yair og Yoav Melchior, stigið fram og gagnrýnt frumvarpið en hliðstætt frumvarp er til skoðunar í Danmörku. Í skrifum þeirra hefur komið fram að gyðingar séu tiltölulega fáir á Íslandi og fyrir vikið sé eina leiðin að beita alþjóðlegum þrýstingi til að stöðva frumvarpið sem lagt hafi verið fram á Alþingi á Íslandi. Bjarni Karlsson, prestur, gerir síðan málið að umtalsefni í bakþönkum sínum í Fréttablaðinu í dag: „Væri ekki ráð, í stað þess að glæpavæða hérna heilu menningarheimana, að við efndum til samtals þar sem við fengjum að heyra ólíkar raddir og reynslu karlmanna í tengslum við umskurn? Fengjum að fræðast af gyðingum, múslimum, Bandaríkjamönnum o.fl. menningarheildum og reyndum að skilja hvað um er að ræða þegar umskurn er annars vegar. Hættan er nefnilega sú að þetta málefni verði bara farvegur fyrir meðvitaða og ómeðvitaða þörf okkar fyrir það að vera hreinni, upplýstari og betri en annað fólk.“
Tengdar fréttir Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15