Áherslur sósíaldemókrata setja mark sitt á nýja stjórn í Þýskalandi Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2018 20:00 Tæplega fimm mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi lauk í dag eftir að flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Sósíaldemókratar náðu loks saman um myndun ríkisstjórnar. Þrátt fyrir það tekur stjórnin ekki við fyrr en um páska en sósíaldemókratar telja sig hafa náð fram miklum breytingum og fá bæði utanríkis- og fjármálaráðuneytið. Angela Merkel kanslari Þýskalands segir að henni og formönnum Sósíaldemókrata og systurflokks Kristilegra demókrata hafi tekist að koma saman stjórnarsáttmála sem tryggi stöðuga stjórn til framfara fyrir þýsku þjóðina, með ábyrgum ríkisfjármálum, fjárfestingum í samgöngum og félagslegu öryggi. „Eins viljum við setja meira í öryggismál innanlands og eitt erfiðasta málið var hvernig ætti að taka á málum innflytjenda og aðlögun þeirra. Við völdum ekki auðveldu leiðina og bentum stöðugt á mikilvægi þess að vera mannúðlegur en um leið að hafa stjórn á ástandinu. Það var ekki auðvelt en við fundum góðan aðgerðapakka,“ sagði Merkel á sameiginlegum fréttamannafundi flokksleiðtoganna. Sósíaldemókratar lýstu yfir eftir kosningar að þeir vildu ekki áframhaldandi stjórnarsamstarf við Kristilega demókrata Angelu Merkel. En eftir að stjórnarmyndunarviðræður hennar við Frjálslynda flokkinn og Græningja runnu út í sandinn komu Sósíaldemókrata aftur að borðinu. Martin Schulz leiðtogi Sósíaldemókrata segir að það hafi einmitt verið ólíkar áherslur þeirra og flokks Merkel í innflytjendamálum, velferðarmálum og varðandi aukin réttindi launafólks sem voru hvað erfiðust í stjórnarmyndunarviðræðunum. „Ég held að við höfum náð árangri og ég vona að kollegar mínir fyrirgefi mér þegar ég segi að sáttmálinn beri merki að sósíaldemókratar komu að honum. Við höfum haft mikil áhrif á þennan sáttmála og við erum þakklát fyrir vissar tilslakanir sem voru erfiðar fyrir Kristilega og systurflokk þeirra en náðust engu að síður,“ sagði Schulz. Hann er sannfærður um að 460 þúsund félagar hans í Sósíaldemókrataflokknum muni samþykkja stjórnarsáttmálann í allsherjar póstatkvæðagreiðslu á næstu vikum. Þá mun flokksþing Kristilegra demókrata einnig þurfa að blessa sáttmálann. Að þessu loknu vonast flokksleiðtogarnir til að ný stjórn geti tekið við fyrir páska. En stjórnarinnar er beðið með nokkurri óþreyju innan Evrópusambandsins og þá sérstaklega í Frakklandi því stjórnvöld þar hafa sett fram ákveðnar hugmyndir um breytingar á Evrópusambandinu. „Það sem okkur tókst að hafa með í þessum stjórnarsáttmála varðandi Evrópusambandið og framtíð þess mun hrinda af stað grundvallar stefnubreytingum í Evrópu. Með þessum stjórnarsáttmála mun Þýskaland aftur gegna virku leiðtogahlutverki í Evrópusambandinu,“ sagði Martin Schulz. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Sjá meira
Tæplega fimm mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi lauk í dag eftir að flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Sósíaldemókratar náðu loks saman um myndun ríkisstjórnar. Þrátt fyrir það tekur stjórnin ekki við fyrr en um páska en sósíaldemókratar telja sig hafa náð fram miklum breytingum og fá bæði utanríkis- og fjármálaráðuneytið. Angela Merkel kanslari Þýskalands segir að henni og formönnum Sósíaldemókrata og systurflokks Kristilegra demókrata hafi tekist að koma saman stjórnarsáttmála sem tryggi stöðuga stjórn til framfara fyrir þýsku þjóðina, með ábyrgum ríkisfjármálum, fjárfestingum í samgöngum og félagslegu öryggi. „Eins viljum við setja meira í öryggismál innanlands og eitt erfiðasta málið var hvernig ætti að taka á málum innflytjenda og aðlögun þeirra. Við völdum ekki auðveldu leiðina og bentum stöðugt á mikilvægi þess að vera mannúðlegur en um leið að hafa stjórn á ástandinu. Það var ekki auðvelt en við fundum góðan aðgerðapakka,“ sagði Merkel á sameiginlegum fréttamannafundi flokksleiðtoganna. Sósíaldemókratar lýstu yfir eftir kosningar að þeir vildu ekki áframhaldandi stjórnarsamstarf við Kristilega demókrata Angelu Merkel. En eftir að stjórnarmyndunarviðræður hennar við Frjálslynda flokkinn og Græningja runnu út í sandinn komu Sósíaldemókrata aftur að borðinu. Martin Schulz leiðtogi Sósíaldemókrata segir að það hafi einmitt verið ólíkar áherslur þeirra og flokks Merkel í innflytjendamálum, velferðarmálum og varðandi aukin réttindi launafólks sem voru hvað erfiðust í stjórnarmyndunarviðræðunum. „Ég held að við höfum náð árangri og ég vona að kollegar mínir fyrirgefi mér þegar ég segi að sáttmálinn beri merki að sósíaldemókratar komu að honum. Við höfum haft mikil áhrif á þennan sáttmála og við erum þakklát fyrir vissar tilslakanir sem voru erfiðar fyrir Kristilega og systurflokk þeirra en náðust engu að síður,“ sagði Schulz. Hann er sannfærður um að 460 þúsund félagar hans í Sósíaldemókrataflokknum muni samþykkja stjórnarsáttmálann í allsherjar póstatkvæðagreiðslu á næstu vikum. Þá mun flokksþing Kristilegra demókrata einnig þurfa að blessa sáttmálann. Að þessu loknu vonast flokksleiðtogarnir til að ný stjórn geti tekið við fyrir páska. En stjórnarinnar er beðið með nokkurri óþreyju innan Evrópusambandsins og þá sérstaklega í Frakklandi því stjórnvöld þar hafa sett fram ákveðnar hugmyndir um breytingar á Evrópusambandinu. „Það sem okkur tókst að hafa með í þessum stjórnarsáttmála varðandi Evrópusambandið og framtíð þess mun hrinda af stað grundvallar stefnubreytingum í Evrópu. Með þessum stjórnarsáttmála mun Þýskaland aftur gegna virku leiðtogahlutverki í Evrópusambandinu,“ sagði Martin Schulz.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Sjá meira