239 klappstýrur hvetja íþróttamenn Norður-Kóreu til dáða Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2018 22:18 Meðal þess sem yfirvöld litu til við val klappstýra var útlit, bakgrunnur fjölskyldna þeirra, hæfileikar og auðvitað hollusta við yfirvöld Norður-Kóreu. Vísir/AFP Norður-Kórea hefur sent 239 klappstýrur til Suður-Kóreu þar sem þær eiga að hvetja íþróttamenn ríkisins til dáða á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang. Þar sem einungis tíu íþróttamenn keppa fyrir Norður-Kóreu munu þær einnig styðja íþróttamenn Suður-Kóreu. Konurnar, sem voru allar í samræmdum klæðnaði, eru hluti af 280 manna sendinefnd sem fór yfir víggirt landamæri ríkjanna í dag.Samkvæmt frétt AFP fóru klappstýrurnar í gegnum ítarlegt valferli áður en þær voru sendar af stað. Meðal þess sem yfirvöld litu til var útlit, bakgrunnur fjölskyldna þeirra, hæfileikar og auðvitað hollusta við yfirvöld Norður-Kóreu. AFP segir klappstýrurnar hafa slegið í gegn í Suður-Kóreu og margir hafi hrósað þeim og kannski sérstaklega klæðnaði þeirra á samfélagsmiðlum í dag.Norður-Kórea hefur þrisvar sinnum áður sent klappstýrur á íþróttaviðburði í Suður-Kóreu. Það var árið 2002, 2003 og 2005. Ein af klappstýrunum árið 2005, Ri Sol-ju, er nú eiginkona Kim Jong Un. Klappstýrurnar ræddu lítið sem ekkert við fjölmiðla og aðra sem biðu þeirra og voru þær fluttar hratt og örugglega upp í rútur og á hótel í afskekktum bæ sem er í um 120 kílómetra fjarlægð frá Pyeongchang.WATCH the 229 North Korean cheerleader arrive Read the full story: https://t.co/JNZDdlrjeMpic.twitter.com/OLhpzKYuut — AFP news agency (@AFP) February 7, 2018 Útlit er fyrir að Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un og áróðursráðherra Norður-Kóreu, muni einnig heimsækja Suður-Kóreu á meðan ólympíuleikarnir standa yfir. Hún verður þá eini meðlimur Kim fjölskyldunnar sem ferðast hefur til Suður-Kóreu. Þó yfirvöld Suður-Kóreu hafi samþykkt að Norður-Kórea fái að taka þátt í ólympíuleikunum eru ekki allir sáttir við það þar í landi. Gagnrýnendur segja að Norður-Kórea hafi í raun stolið leikunum og noti þá í áróðursskyni. Norður-Kórea Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Sjá meira
Norður-Kórea hefur sent 239 klappstýrur til Suður-Kóreu þar sem þær eiga að hvetja íþróttamenn ríkisins til dáða á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang. Þar sem einungis tíu íþróttamenn keppa fyrir Norður-Kóreu munu þær einnig styðja íþróttamenn Suður-Kóreu. Konurnar, sem voru allar í samræmdum klæðnaði, eru hluti af 280 manna sendinefnd sem fór yfir víggirt landamæri ríkjanna í dag.Samkvæmt frétt AFP fóru klappstýrurnar í gegnum ítarlegt valferli áður en þær voru sendar af stað. Meðal þess sem yfirvöld litu til var útlit, bakgrunnur fjölskyldna þeirra, hæfileikar og auðvitað hollusta við yfirvöld Norður-Kóreu. AFP segir klappstýrurnar hafa slegið í gegn í Suður-Kóreu og margir hafi hrósað þeim og kannski sérstaklega klæðnaði þeirra á samfélagsmiðlum í dag.Norður-Kórea hefur þrisvar sinnum áður sent klappstýrur á íþróttaviðburði í Suður-Kóreu. Það var árið 2002, 2003 og 2005. Ein af klappstýrunum árið 2005, Ri Sol-ju, er nú eiginkona Kim Jong Un. Klappstýrurnar ræddu lítið sem ekkert við fjölmiðla og aðra sem biðu þeirra og voru þær fluttar hratt og örugglega upp í rútur og á hótel í afskekktum bæ sem er í um 120 kílómetra fjarlægð frá Pyeongchang.WATCH the 229 North Korean cheerleader arrive Read the full story: https://t.co/JNZDdlrjeMpic.twitter.com/OLhpzKYuut — AFP news agency (@AFP) February 7, 2018 Útlit er fyrir að Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un og áróðursráðherra Norður-Kóreu, muni einnig heimsækja Suður-Kóreu á meðan ólympíuleikarnir standa yfir. Hún verður þá eini meðlimur Kim fjölskyldunnar sem ferðast hefur til Suður-Kóreu. Þó yfirvöld Suður-Kóreu hafi samþykkt að Norður-Kórea fái að taka þátt í ólympíuleikunum eru ekki allir sáttir við það þar í landi. Gagnrýnendur segja að Norður-Kórea hafi í raun stolið leikunum og noti þá í áróðursskyni.
Norður-Kórea Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Sjá meira