NBA-deildin hefur öðlast meiri vinsældir utan Bandaríkjanna á síðustu árum, ekki síst í Kína og þá hefur deildin gert mjög hagstæða sjónvarpssamninga.
According to Forbes, for the first time in history all 30 NBA teams are worth at least $1bn (£719m).
Full story https://t.co/Sj11i5JGJ2pic.twitter.com/y70QyoyhrW
— BBC Sport (@BBCSport) February 8, 2018
New York Knicks er verðmætasta félagið metið á 3,6 milljarða dollara en næstu félög eru Los Angeles Lakers (3,3 millharðar dollara) og Golden State Warriors (3,1). Chicago Bulls (2,6) er nú komið niður í fjórða sætið.
New York Knicks hefur náð inn meiri tekjum eftir að félagið tók Madison Square Garden í gegn. Félagið er nú sjötta verðmætasta íþróttafélag heims á eftir fótboltafélögunum Real Madrid, Barcelona og Manchester United, hafnarboltaliðinu New York Yankees og NFL-liðinu Dallas Cowboys.
JUST IN: @Forbes new NBA valuations
1. Knicks, $3.6 Billion
2. Lakers, $3.3 Billion
3. Warriors, $3.1 Billion
4. Bulls, $2.6 Billion
5. Celtics, $2.5 Billion
6. Nets, $2.3 Billion
7. Rockets, $2.2 Billion
8. Clippers, $2.15 Billion
— Darren Rovell (@darrenrovell) February 7, 2018
Philadelphia 76ers hefur hækkað virði sitt mest á milli ára eða um 48 prósent að mati Forbes. Með liðinu spila nú nokkrir af mest spennandi ungu leikmönnum deildarinnar og framtíð félagsins ætti að vera björt.
Neðst á listanum er hinsvegar New Orleans Pelicans sem er metið á nákvæmlega einn milljarð dollara eða 102 milljarða íslenskra króna.