Voru ekki látnir vita að fluginu var aflýst Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. febrúar 2018 10:37 Hópurinn átti bókað flug með Flugfélagi Íslands, sem nú heitir Air Iceland Connect. Vísir/Anton Air Iceland Connect hefur verið gert að greiða hverjum og einum í hópi erlendra ferðamanna 250 evrur, um 30 þúsund krónur, í skaðabætur vegna þess að flugi þeirra frá Reykjavíkur til Ísafjarðar var aflýst. Ferðamennirnir voru ekki látnir vita af því að fluginu hafði verið aflýst.Í úrskurði Samgöngustofu í málinu kemur fram að ferðamennirnir hafi átt bókað ferðalag til Íslands með ferðaskrifstofunni Iceland ProTravel. Hluti þessa ferðalags var flugferð frá Reykjavík til Ísafjarðar og baka. Brottför frá Reykjavík var áætluð 14. júní 2016 klukkan 21.30. Þar kemur fram að Air Iceland Connect, sem hét þá Flugfélag Íslands, hafi tilkynnt ferðaskrifstofunni um aflýsingu flugsins 19. maí 2016 eða með 27 daga fyrirvara. Ferðaskrifstofunni láðist að tilkynna ferðamönnunum um aflýsinguna og varð ferðamönnunum ekki kunnugt um aflýsinguna fyrr en þeir voru mættir til brottfarar á Reykjavíkurflugvelli 14. júní 2016. Evrópska neytendaðstoðin aðstoðaði ferðamennina í málinu og var bent á þýskt dómafordæmi þar sem talið var að flugfélög bæru ábyrgð á tilkynningum um aflýsingu tilkynnt til farþega þó svo að flugferðin væri bókuð í gegnum ferðaskrifstofu og að henni hefði í því máli verið tilkynnt um aflýsinguna til farþega. Í svari flugfélagsins við til Samgöngustofu hafnaði félagið bótaskyldu og sagði það ótækt að félagið bæri ábyrgð á því að þriðji aðili, ferðaskrifstofan í þessu tilviki, vanrækti að láta ferðamennina vita. Í úrskurði Samgöngustofu segir að ábyrgð á tilkynningu til farþega hvíli óhjákvæmilega hjá flugrekendum þar sem enginn annar aðili sé tiltekinn sem ábyrgur fyrir slíkri tilkynningu. Þá segir einnig að flugfélagið hefði hæglega getað óskað eftir upplýsingum um farþegana frá ferðaskrifstofunni til að koma skilaboðum um aflýsinguna áleiðis. Þarf því flugfélagið að greiða hverjum og einum farþega úr hópnum 250 evrur. Þó er tekið fram í úrskurðu Samgöngustofu að flugfélagið eigi mögulega rétt á endurkröfu vegna tjóns sem hann verður fyrir við að greiða skaðabætur. Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sjá meira
Air Iceland Connect hefur verið gert að greiða hverjum og einum í hópi erlendra ferðamanna 250 evrur, um 30 þúsund krónur, í skaðabætur vegna þess að flugi þeirra frá Reykjavíkur til Ísafjarðar var aflýst. Ferðamennirnir voru ekki látnir vita af því að fluginu hafði verið aflýst.Í úrskurði Samgöngustofu í málinu kemur fram að ferðamennirnir hafi átt bókað ferðalag til Íslands með ferðaskrifstofunni Iceland ProTravel. Hluti þessa ferðalags var flugferð frá Reykjavík til Ísafjarðar og baka. Brottför frá Reykjavík var áætluð 14. júní 2016 klukkan 21.30. Þar kemur fram að Air Iceland Connect, sem hét þá Flugfélag Íslands, hafi tilkynnt ferðaskrifstofunni um aflýsingu flugsins 19. maí 2016 eða með 27 daga fyrirvara. Ferðaskrifstofunni láðist að tilkynna ferðamönnunum um aflýsinguna og varð ferðamönnunum ekki kunnugt um aflýsinguna fyrr en þeir voru mættir til brottfarar á Reykjavíkurflugvelli 14. júní 2016. Evrópska neytendaðstoðin aðstoðaði ferðamennina í málinu og var bent á þýskt dómafordæmi þar sem talið var að flugfélög bæru ábyrgð á tilkynningum um aflýsingu tilkynnt til farþega þó svo að flugferðin væri bókuð í gegnum ferðaskrifstofu og að henni hefði í því máli verið tilkynnt um aflýsinguna til farþega. Í svari flugfélagsins við til Samgöngustofu hafnaði félagið bótaskyldu og sagði það ótækt að félagið bæri ábyrgð á því að þriðji aðili, ferðaskrifstofan í þessu tilviki, vanrækti að láta ferðamennina vita. Í úrskurði Samgöngustofu segir að ábyrgð á tilkynningu til farþega hvíli óhjákvæmilega hjá flugrekendum þar sem enginn annar aðili sé tiltekinn sem ábyrgur fyrir slíkri tilkynningu. Þá segir einnig að flugfélagið hefði hæglega getað óskað eftir upplýsingum um farþegana frá ferðaskrifstofunni til að koma skilaboðum um aflýsinguna áleiðis. Þarf því flugfélagið að greiða hverjum og einum farþega úr hópnum 250 evrur. Þó er tekið fram í úrskurðu Samgöngustofu að flugfélagið eigi mögulega rétt á endurkröfu vegna tjóns sem hann verður fyrir við að greiða skaðabætur.
Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sjá meira