Umferð, loftslag og staðreyndir Sabine Leskopf skrifar 8. febrúar 2018 12:44 Aldrei hafa verið jafn margir bílar á götum Reykjavíkur og einmitt núna. Aldrei höfum við dælt meira af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið en akkúrat núna. Við nálgumst ekki Parísarsamkomulagið um að draga úr útblæstri heldur aukum hann jafnt og þétt. Þetta eru staðreyndir sem koma upp í huga minn þegar verið er að tala um umferðarmál í Reykjavík. Komandi upphaflega frá Þýskalandi veit ég vel hvað umferðartafir eru, 3-4 klukkustundir í stórborg eða á hraðbraut, missa af flugi þess vegna og annað þvíumlíkt. Ég verð að viðurkenna að mér finnst það stundum kátbroslegt þegar menn kvarta yfir umferðartöfum í Reykjavík í samanburði við það. En ég er farin að hafa áhyggjur af umferðinni í Reykjavík. Hún mengar svo gífurlega með öllum þessum fjölda bíla og svo margir á nagladekkjum. Mengunin í borginni er staðreynd sem ætti að valda okkur öllum áhyggjum, ekki bara þeim sem þjást af öndunarsjúkdómum. Mengunin er ekki gott vegarnesti fyrir börnin okkar, þvert á móti. Mengun af því tagi sem nú mælist í Reykjavík skaðar alla borgara og það er víða erlendis sem borgir grípa til ráðstafana þegar svo langt er gengið. Í mínu gamla heimalandi berjast íbúasamtök um allt land fyrir því að minnka umferð í nágrenni sínu og það er ekkert skrýtið. Við viljum helst hafa það rólegt nálægt okkur sjálfum en komast svo hindrunarlaust leiðar okkar á bílnum. En þetta hefur afleiðingar fyrir okkur, aðra og ekki síst komandi kynslóðir og það er kominn tími til að við hugsum alvarlega um þau mál. Talið er að á Íslandi deyja árlega 80 manns af völdum svifryksmengunar. Við stöndum á þröskuldi mikilla hamafara vegna hnattrænnar hlýnunar og þau sem súpa seyðið af því verða afkomendur okkar. Við getum ekki bara böðlast áfram eins og ekkert hafi í skorist. Og það þýðir ekkert að malda í móinn og segja að þetta reddist og það komi rafbílar fljótlega. Þær tugþúsundir bíla sem keyptir hafa verið undanfarna mánuði eru fæstir rafbílar og þeir eiga eftir að menga í 12-15 ár. Það er enn ein staðreyndin sem vert er að muna. Við verðum að stemma stigu við auknum útblæstri og það er verkefni okkar núna, ekki framtíðarkynslóða sem hvort sem er þurfa að berjast við afleiðingar gerða okkar í dag.Höfundur er varaborgarfulltrúi og formaður Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Aldrei hafa verið jafn margir bílar á götum Reykjavíkur og einmitt núna. Aldrei höfum við dælt meira af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið en akkúrat núna. Við nálgumst ekki Parísarsamkomulagið um að draga úr útblæstri heldur aukum hann jafnt og þétt. Þetta eru staðreyndir sem koma upp í huga minn þegar verið er að tala um umferðarmál í Reykjavík. Komandi upphaflega frá Þýskalandi veit ég vel hvað umferðartafir eru, 3-4 klukkustundir í stórborg eða á hraðbraut, missa af flugi þess vegna og annað þvíumlíkt. Ég verð að viðurkenna að mér finnst það stundum kátbroslegt þegar menn kvarta yfir umferðartöfum í Reykjavík í samanburði við það. En ég er farin að hafa áhyggjur af umferðinni í Reykjavík. Hún mengar svo gífurlega með öllum þessum fjölda bíla og svo margir á nagladekkjum. Mengunin í borginni er staðreynd sem ætti að valda okkur öllum áhyggjum, ekki bara þeim sem þjást af öndunarsjúkdómum. Mengunin er ekki gott vegarnesti fyrir börnin okkar, þvert á móti. Mengun af því tagi sem nú mælist í Reykjavík skaðar alla borgara og það er víða erlendis sem borgir grípa til ráðstafana þegar svo langt er gengið. Í mínu gamla heimalandi berjast íbúasamtök um allt land fyrir því að minnka umferð í nágrenni sínu og það er ekkert skrýtið. Við viljum helst hafa það rólegt nálægt okkur sjálfum en komast svo hindrunarlaust leiðar okkar á bílnum. En þetta hefur afleiðingar fyrir okkur, aðra og ekki síst komandi kynslóðir og það er kominn tími til að við hugsum alvarlega um þau mál. Talið er að á Íslandi deyja árlega 80 manns af völdum svifryksmengunar. Við stöndum á þröskuldi mikilla hamafara vegna hnattrænnar hlýnunar og þau sem súpa seyðið af því verða afkomendur okkar. Við getum ekki bara böðlast áfram eins og ekkert hafi í skorist. Og það þýðir ekkert að malda í móinn og segja að þetta reddist og það komi rafbílar fljótlega. Þær tugþúsundir bíla sem keyptir hafa verið undanfarna mánuði eru fæstir rafbílar og þeir eiga eftir að menga í 12-15 ár. Það er enn ein staðreyndin sem vert er að muna. Við verðum að stemma stigu við auknum útblæstri og það er verkefni okkar núna, ekki framtíðarkynslóða sem hvort sem er þurfa að berjast við afleiðingar gerða okkar í dag.Höfundur er varaborgarfulltrúi og formaður Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun