Stelpurnar æfðu tvisvar sinnum í gær í gamalli íþróttahöll þar sem leikurinn fer fram en þær töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppninni. Við ramman reip verður að draga á morgun.
Sarajevó er sögufræg borg og hafa íbúar hennar upplifað margt í gegnum tíðina. Stelpurnar okkar heimsóttu „Tunnel of Hope“ sem er safn um göng sem heimamenn byggðu að flugvellinum í stríðinu.
Frá þessu er sagt á Facebook-síðu KSÍ, en þar segir eirnnig að ummerki um stríðið sjást enn þá mjög vel. Húsin eru mörg illa farin og göt eftir byssukúlur sjáanleg á húsunum.
Sagt er að æfingar gangi vel og allir séu orðnir spenntir fyrir leiknum á morgun.
Fleiri myndir frá heimsókn stelpnanna í Vonargöngin má sjá hér að neðan.