Stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur í Öræfajökli reið yfir í morgun Birgir Olgeirsson skrifar 9. febrúar 2018 14:14 Öræfajökull minnti á sig í morgun. vísir/gunnþóra Skjálfti að stærð 3,6 mældist í Öræfajökli klukkan 05:05 í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvásérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands en þar segir að um 10 eftirskjálftar mældust í kjölfarið. Jarðskjálftinn fannst á Hofi í Öræfasveit en flestir í Öræfasveit sváfu meðan hann reið yfir. Jarðskjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur í Öræfajökli, en fyrsti jarðskjálftamælirinn var settur upp við Kvísker árið 1976. Skjálftinn mældist í öskjunni, um einn kílómetra suðaustur af miðju ísketilsins sem myndaðist í upphafi nóvembermánaðar á síðasta ári. Nokkur óvissa er í dýptarákvörðun skjálftans, en hann virðist vera á um tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. Öræfajökull hefur sýnt merki um aukna virkni í rúmt ár. Sér í lagi jókst virknin sl. haust. Tveir aðrir jarðskjálftar stærri en 3 hafa mælst síðan þá (M3,5 þann 3. október 2017 og M3,1 þann 18. janúar 2018). Engar markverðar breytingar hafa sést undanfarnar vikur í öðrum vöktunargögnum þ.m.t. aflögunargögnum, vatnamælingum og gasmælingum. Yfirlitsflug, til að mæla yfirborðsbreytingar á jöklinum, verður við fyrsta tækifæri. Mikilvægt er að fylgjast áfram með aflögun á jökulyfirborði þar sem hún getur endurspeglað breytingar í jarðhitakerfinu. Auk þess eru gervitunglamyndir notaðar við eftirlit á aflögun jökulsins, en engar merkjanlegar breytingar hafa sést þetta árið (síðasta gervatunglamyndin er frá lokum janúar). Viðvörunarlitur fyrir flug er áfram gulur fyrir Öræfajökul. Veðurstofan vaktar allan sólahringinn og bregst við, mælist merkjanlegar breytingar á virkni. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sigketillinn víkkað og sprungumynstrið orðið greinilegra í Öræfajökli NASA gerði undanþágu vegna Öræfajökuls. 10. desember 2017 20:05 Öræfajökull er err eye-va yo-coo-kill í bandarísku sjónvarpi Andrei Menshenin, blaðamaður búsettur á Íslandi, kenndi sjónvarpsáhorfendum bandaríska sjónvarpsrisans ABC hvernig eigi að bera fram Öræfajökul. 5. desember 2017 12:00 Þung áhersla verður lögð á að byggt verði upp öflugt mæla- og öryggisnet við Öræfajökul Viðvera lögreglu í Öræfasveit er mikilvæg til að tryggja hraða og örugga rýmingu af svæðinu. 29. nóvember 2017 06:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Skjálfti að stærð 3,6 mældist í Öræfajökli klukkan 05:05 í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvásérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands en þar segir að um 10 eftirskjálftar mældust í kjölfarið. Jarðskjálftinn fannst á Hofi í Öræfasveit en flestir í Öræfasveit sváfu meðan hann reið yfir. Jarðskjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur í Öræfajökli, en fyrsti jarðskjálftamælirinn var settur upp við Kvísker árið 1976. Skjálftinn mældist í öskjunni, um einn kílómetra suðaustur af miðju ísketilsins sem myndaðist í upphafi nóvembermánaðar á síðasta ári. Nokkur óvissa er í dýptarákvörðun skjálftans, en hann virðist vera á um tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. Öræfajökull hefur sýnt merki um aukna virkni í rúmt ár. Sér í lagi jókst virknin sl. haust. Tveir aðrir jarðskjálftar stærri en 3 hafa mælst síðan þá (M3,5 þann 3. október 2017 og M3,1 þann 18. janúar 2018). Engar markverðar breytingar hafa sést undanfarnar vikur í öðrum vöktunargögnum þ.m.t. aflögunargögnum, vatnamælingum og gasmælingum. Yfirlitsflug, til að mæla yfirborðsbreytingar á jöklinum, verður við fyrsta tækifæri. Mikilvægt er að fylgjast áfram með aflögun á jökulyfirborði þar sem hún getur endurspeglað breytingar í jarðhitakerfinu. Auk þess eru gervitunglamyndir notaðar við eftirlit á aflögun jökulsins, en engar merkjanlegar breytingar hafa sést þetta árið (síðasta gervatunglamyndin er frá lokum janúar). Viðvörunarlitur fyrir flug er áfram gulur fyrir Öræfajökul. Veðurstofan vaktar allan sólahringinn og bregst við, mælist merkjanlegar breytingar á virkni.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sigketillinn víkkað og sprungumynstrið orðið greinilegra í Öræfajökli NASA gerði undanþágu vegna Öræfajökuls. 10. desember 2017 20:05 Öræfajökull er err eye-va yo-coo-kill í bandarísku sjónvarpi Andrei Menshenin, blaðamaður búsettur á Íslandi, kenndi sjónvarpsáhorfendum bandaríska sjónvarpsrisans ABC hvernig eigi að bera fram Öræfajökul. 5. desember 2017 12:00 Þung áhersla verður lögð á að byggt verði upp öflugt mæla- og öryggisnet við Öræfajökul Viðvera lögreglu í Öræfasveit er mikilvæg til að tryggja hraða og örugga rýmingu af svæðinu. 29. nóvember 2017 06:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Sigketillinn víkkað og sprungumynstrið orðið greinilegra í Öræfajökli NASA gerði undanþágu vegna Öræfajökuls. 10. desember 2017 20:05
Öræfajökull er err eye-va yo-coo-kill í bandarísku sjónvarpi Andrei Menshenin, blaðamaður búsettur á Íslandi, kenndi sjónvarpsáhorfendum bandaríska sjónvarpsrisans ABC hvernig eigi að bera fram Öræfajökul. 5. desember 2017 12:00
Þung áhersla verður lögð á að byggt verði upp öflugt mæla- og öryggisnet við Öræfajökul Viðvera lögreglu í Öræfasveit er mikilvæg til að tryggja hraða og örugga rýmingu af svæðinu. 29. nóvember 2017 06:00