Körfubolti

Wade og Riley slíðruðu sverðin með faðmlagi í jarðarför

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Riley og Wade eru aftur orðnir vinir. Gott knús getur öllu breytt.
Riley og Wade eru aftur orðnir vinir. Gott knús getur öllu breytt. vísir/getty
Umboðsmaðurinn Henry Thomas hafði mikil ítök í Miami en hann sá líklega ekki fyrir að hans eigin jarðarför myndi á endanum draga Dwyane Wade aftur til Miami Heat.

Það hefur verið afar kalt á milli Wade og Pat Riley, forseta Heat, síðan Wade fór til Chicago Bulls árið 2016.

Þeir voru báðir mættir í jarðarför Thomas í síðasta mánuði og þá féllust þeir í faðma. Wade hafði alltaf dreymt um að fara aftur til Miami og við faðmlagið sannfærðist hann um að sá draumur gæti orðið að raunveruleika sem varð svo raunin í gær.

„Faðmlagið var gott og það eina sem við þurftum. Það þurfti ekkert að ræða málið neitt meira. Við þurftum bara á faðmlaginu að halda,“ sagði Wade.

Thomas var ekki bara umboðsmaður Wade heldur líka Udonis Haslem sem spilar með Heat. Thomas var einnig með Chris Bosh og Tim Hardaway meðal annars á sínum snærum.

„Hank er enn að sinna sinni vinnu á himninum,“ sagði Haslem himinlifandi.

NBA

Tengdar fréttir

Önnur risaskiptin í NBA | Wade snýr aftur til Miami

Það er nóg að gerast í NBA-körfuboltanum í dag, en eins og við greindum frá fyrr í dag þá skipti Isaiah Thomas frá Cleveland til LA Lakers og Cleveland heldur áfram að skipta út liðinu sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×