Valdefling. Ekki vorkunn. Sabine Leskopf skrifar 30. janúar 2018 08:26 MeToo sögur kvenna af erlendum uppruna sem birtar voru í síðustu viku vöktu athygli. Þetta voru sömu sögurnar en samt ekki. Í þeim var talað um hrottalegt ofbeldi, um niðurlægingar, um mismunun af hálfu einstaklinga og kerfisins. En það sem var öðruvísi en hjá öðrum hópum sem höfðu áður stigið fram var sú margþætta mismunun sem þessi hópur lýsir og það var líka raddleysi og alger einangrun sem margar af þessum konum upplifa. Í okkar feðraveldi eru nefnilega ekki bara karlmenn, þar eru líka hefðir, þar er ótti við hið ókunnuga, þar er tungumál, þar eru lög og stofnanir og þar er sannfæring margra – jafnvel margra kvenna – um að jafnrétti snúist einungis um kynjajafnrétti. Ég hef verið í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna, vann í Alþjóðahúsinu, er nú varaborgarfulltrúi og sit í stjórn Kvennaathvarfsins og barátta mín hefur farið fram á tveimur vígvöllum. Að upplýsa, styðja og styrkja konur af erlendum uppruna sem þurfa á því að halda. Til þess flutti ég til dæmis hugmyndina um jafningjaráðgjöf frá Lissabon hingað sem félagar mínir í Samtökunum hafa haldið gangandi af krafti en þar styðja konur af erlendum uppruna aðrar sem þurfa á því að halda. Upplýsingagjöf og útrétt hönd í neyð er það sem svo margar konur af erlendum uppruna þurfa á að halda. En það þarf meira til. Það þarf bekkjarfulltrúa sem taka eftir að mæður af erlendum uppruna mæta aldrei á fundi, það þarf fyrirtæki sem líta á innflytjendur sem mannauð, ekki bara ódýrasta kostinn, það þarf innflytjendur í ábyrgðarstörfum í stéttarfélögum og opinberum stofnunum, það þarf fjölmiðla sem tala við innflytjendur um annað en bara innflytjendamál, það þarf pólitíska umræðu sem er tilbúin að gera sér grein fyrir að innflytjendur geta komið með nýrri, jafnvel ferskari sýn á hlutina sem eru oft bara eins og þeir eru að því að þeir voru það alltaf. Það hefur ekki alltaf verið einfalt að taka til máls í opinberri umræðu og það tók ansi mikið á að ákveða að bjóða sig fram í prófkjöri en ég hvet sem flesta konur af erlendum uppruna að taka þátt í komandi sveitastjórnarkosningum og hvet alla flokka að setja upp innflytjendagleraugun eins og við höfum lært að setja upp kynjagleraugun.Höfundur er varaborgarfulltrúi og frambjóðandi í flokksvali Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Sabine Leskopf Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
MeToo sögur kvenna af erlendum uppruna sem birtar voru í síðustu viku vöktu athygli. Þetta voru sömu sögurnar en samt ekki. Í þeim var talað um hrottalegt ofbeldi, um niðurlægingar, um mismunun af hálfu einstaklinga og kerfisins. En það sem var öðruvísi en hjá öðrum hópum sem höfðu áður stigið fram var sú margþætta mismunun sem þessi hópur lýsir og það var líka raddleysi og alger einangrun sem margar af þessum konum upplifa. Í okkar feðraveldi eru nefnilega ekki bara karlmenn, þar eru líka hefðir, þar er ótti við hið ókunnuga, þar er tungumál, þar eru lög og stofnanir og þar er sannfæring margra – jafnvel margra kvenna – um að jafnrétti snúist einungis um kynjajafnrétti. Ég hef verið í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna, vann í Alþjóðahúsinu, er nú varaborgarfulltrúi og sit í stjórn Kvennaathvarfsins og barátta mín hefur farið fram á tveimur vígvöllum. Að upplýsa, styðja og styrkja konur af erlendum uppruna sem þurfa á því að halda. Til þess flutti ég til dæmis hugmyndina um jafningjaráðgjöf frá Lissabon hingað sem félagar mínir í Samtökunum hafa haldið gangandi af krafti en þar styðja konur af erlendum uppruna aðrar sem þurfa á því að halda. Upplýsingagjöf og útrétt hönd í neyð er það sem svo margar konur af erlendum uppruna þurfa á að halda. En það þarf meira til. Það þarf bekkjarfulltrúa sem taka eftir að mæður af erlendum uppruna mæta aldrei á fundi, það þarf fyrirtæki sem líta á innflytjendur sem mannauð, ekki bara ódýrasta kostinn, það þarf innflytjendur í ábyrgðarstörfum í stéttarfélögum og opinberum stofnunum, það þarf fjölmiðla sem tala við innflytjendur um annað en bara innflytjendamál, það þarf pólitíska umræðu sem er tilbúin að gera sér grein fyrir að innflytjendur geta komið með nýrri, jafnvel ferskari sýn á hlutina sem eru oft bara eins og þeir eru að því að þeir voru það alltaf. Það hefur ekki alltaf verið einfalt að taka til máls í opinberri umræðu og það tók ansi mikið á að ákveða að bjóða sig fram í prófkjöri en ég hvet sem flesta konur af erlendum uppruna að taka þátt í komandi sveitastjórnarkosningum og hvet alla flokka að setja upp innflytjendagleraugun eins og við höfum lært að setja upp kynjagleraugun.Höfundur er varaborgarfulltrúi og frambjóðandi í flokksvali Samfylkingarinnar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun