Útlendingar sýna AK Extreme aukinn áhuga Stefán Þór Hjartarson skrifar 30. janúar 2018 11:00 Aðstandendur hátíðarinnar hafa vart undan að svara erlendum aðilum sem vilja fá að taka þátt í keppninni. Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme verður haldin dagana 5. til 8. apríl í ár og hápunkturinn verður nú sem fyrr gámastökkið glannalega í Gilinu á Akureyri. Í fyrra sigraði Zoltan Strcula í gámastökkinu og virðist það hafa vakið athygli á keppninni erlendis og segjast aðstandendur keppninnar finna fyrir aukinni aðsókn utan úr heimi. „Við tökum eiginlega mest eftir þessu á Facebook-síðunni okkar. Það er farið að rigna yfir okkur fyrirspurnum, aðallega um hvenær hátíðin sé haldin. Ég held að ástæðan fyrir þessari auknu erlendu aðsókn sé vegna þess að í fyrra vann erlendur keppandi, frá Slóvakíu,“ segir Emmsjé Gauti, einn aðstandenda keppninnar. Hann nefnir einnig danska skíðamenn sem tóku þátt eitt árið og virðast einnig hafa dreift orðspori keppninnar um heiminn.Hann segist alla tíð hafa verið duglegur við að auglýsa keppnina á samfélagsmiðlum, en hann kallar janúar „spamm-mánuðinn“ sinn, en það verði þó sífellt minna verk vegna aukinna vinsælda hátíðarinnar. „Það hefur aldrei verið jafn mikil aðsókn áður í að keppa. Við reyndar veljum inn í keppnina og erum með topp menn í að velja inn – þetta eru strákar sem fylgjast mjög vel með senunni og hvort þeir sem vilja taka þátt séu yfirleitt nógu hæfir til þess að taka þátt. Þetta er alveg þannig að við erum að fylgjast með fólki í fjöllunum; hverjir eru að stökkva best, hverjir eru duglegir að taka þátt í öðrum mótum og pósta myndböndum af sér og þannig.“Gauti nefnir einnig að mögulega sé það svo að gámastökkið heilli marga erlenda þátttakendur vegna þess hve glæfraleg hugmyndin sé og að þetta væri ekki leyft á mörgum öðrum stöðum í heiminum, sérstaklega ekki svona inni í miðjum bæ. Og gámunum fjölgar bara með hverju árinu. „Ef maður sér myndir frá því þetta var að byrja þá eru þarna þrír gámar. Þetta er orðið töluvert meira núna, gámarnir eru 19. Þetta verður alltaf meira og meira alvöru keppni. Ef ég gæti farið í tímavél og aftur að fyrstu keppninni segði ég bara: „Eruð þið eitthvað heimskir? Þið getið ekkert gert þetta svona – þið verðið að vera með öryggisgrindur.“ Við höfum verið að bæta þannig hluti. Þetta er svona eins og UFC, í fyrstu keppninni voru engir þyngdarflokkar – bara einhver súmóglímukappi á móti einhverjum rindli, en í dag er það betra.“ Tónleikahliðin á hátíðinni hefur líka verið að stækka og er núna orðin stærðarinnar batterí. Í ár verða stórir tónleikar í Sjallanum þar sem vinsælustu tónlistarmenn landsins spila auk þess sem á Græna hattinum verða upphitunartónleikar þar sem fram koma Dr. Spock og Une Misère. Það má næla sér í miða á hátíðina á tix.is. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme verður haldin dagana 5. til 8. apríl í ár og hápunkturinn verður nú sem fyrr gámastökkið glannalega í Gilinu á Akureyri. Í fyrra sigraði Zoltan Strcula í gámastökkinu og virðist það hafa vakið athygli á keppninni erlendis og segjast aðstandendur keppninnar finna fyrir aukinni aðsókn utan úr heimi. „Við tökum eiginlega mest eftir þessu á Facebook-síðunni okkar. Það er farið að rigna yfir okkur fyrirspurnum, aðallega um hvenær hátíðin sé haldin. Ég held að ástæðan fyrir þessari auknu erlendu aðsókn sé vegna þess að í fyrra vann erlendur keppandi, frá Slóvakíu,“ segir Emmsjé Gauti, einn aðstandenda keppninnar. Hann nefnir einnig danska skíðamenn sem tóku þátt eitt árið og virðast einnig hafa dreift orðspori keppninnar um heiminn.Hann segist alla tíð hafa verið duglegur við að auglýsa keppnina á samfélagsmiðlum, en hann kallar janúar „spamm-mánuðinn“ sinn, en það verði þó sífellt minna verk vegna aukinna vinsælda hátíðarinnar. „Það hefur aldrei verið jafn mikil aðsókn áður í að keppa. Við reyndar veljum inn í keppnina og erum með topp menn í að velja inn – þetta eru strákar sem fylgjast mjög vel með senunni og hvort þeir sem vilja taka þátt séu yfirleitt nógu hæfir til þess að taka þátt. Þetta er alveg þannig að við erum að fylgjast með fólki í fjöllunum; hverjir eru að stökkva best, hverjir eru duglegir að taka þátt í öðrum mótum og pósta myndböndum af sér og þannig.“Gauti nefnir einnig að mögulega sé það svo að gámastökkið heilli marga erlenda þátttakendur vegna þess hve glæfraleg hugmyndin sé og að þetta væri ekki leyft á mörgum öðrum stöðum í heiminum, sérstaklega ekki svona inni í miðjum bæ. Og gámunum fjölgar bara með hverju árinu. „Ef maður sér myndir frá því þetta var að byrja þá eru þarna þrír gámar. Þetta er orðið töluvert meira núna, gámarnir eru 19. Þetta verður alltaf meira og meira alvöru keppni. Ef ég gæti farið í tímavél og aftur að fyrstu keppninni segði ég bara: „Eruð þið eitthvað heimskir? Þið getið ekkert gert þetta svona – þið verðið að vera með öryggisgrindur.“ Við höfum verið að bæta þannig hluti. Þetta er svona eins og UFC, í fyrstu keppninni voru engir þyngdarflokkar – bara einhver súmóglímukappi á móti einhverjum rindli, en í dag er það betra.“ Tónleikahliðin á hátíðinni hefur líka verið að stækka og er núna orðin stærðarinnar batterí. Í ár verða stórir tónleikar í Sjallanum þar sem vinsælustu tónlistarmenn landsins spila auk þess sem á Græna hattinum verða upphitunartónleikar þar sem fram koma Dr. Spock og Une Misère. Það má næla sér í miða á hátíðina á tix.is.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira