Keppt er í átta greinum, liðin eru einnig átta og er hvert þeirra með fimm liðsmenn. Þrír þeirra keppa hverju sinni, en Meistaradeildin er bæði einstaklings – og liðakeppni.
„Það voru nokkrar ástæður fyrir því að ég skipti um lið og ég er bara spenntur,“ segir Viðar Ingólfsson liðsstjóri Hrímnis/Export hesta í Meistaradeildinni.
„Það er hugur í okkur, við erum vel stemmd, allir hafa undirbúið sig vel – sjáum hvort það dugi ekki til.“
Miklar breytingar urðu í liðinu í ár, en Viðar segir að hann hafi fulla trú á sínu fólki. Kynningu á liðinu má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
„Ég held að við séum með rosalega jafnt og gott lið og við eigum að vera sterk í flestöllum greinum. Heilt yfir ættum við að geta verið að berjast á toppnum í liðakeppninni,“ segir Viðar að lokum, vel stemmdur fyrir fyrstu keppnisgreininni.
Meistaradeildin er ein sterkasta keppni sem fram fer í hestaíþróttum í Íslandshestaheiminum og er ómissandi fyrir alla áhugamenn um hesta að fylgjast með.
Keppnin er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og unnt er að tryggja sér áskrift á 365.is/bestasaetid.
Einnig er unnt að fylgjast með á netinu á oz.com/meistaradeildin.