Telur farbann ástæðu þess að Sunna fær ekki vegabréfið Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2018 21:00 Sunna Elvira ásamt dóttur sinni á sjúkrahúsinu í Malaga. Mynd/Unnur Birgisdóttir Talsmaður fjölskyldu Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur, leiðir líkur að því hún sé í farbanni. Hann telur farbannið ástæðuna fyrir því að hún fái ekki vegabréf sitt en það er enn í vörslu lögreglu í Malaga. Í frétt Ríkisútvarpsins, sem birt var í kvöld, var greint frá því að kona, sem lægi slösuð á sjúkrahúsi í Malaga, væri, samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV, í farbanni vegna fíkniefnamáls sem kom upp á Spáni nokkrum dögum fyrir áramót. Í gær staðfesti Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu, að vegabréf Sunnu hafi verið í haldi lögreglu vegna rannsóknarhagsmuna í máli Sigurðar Kristinssonar, eiginmanns Sunnu. Sigurður var handtekinn við heimkomu frá Malaga á fimmtudaginn, en hann er grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins.Telur Sunnu vera í farbanni Jón Kristinn, sem er nýlentur í Malaga, segist í samtali við Vísi skilja stöðuna þannig að Sunna fái ekki vegabréfið vegna farbanns. „Það sem ég veit er það að hún er ekki með stöðu grunaðs eða neitt slíkt, en passinn er ekki látinn af hendi, þannig að ég tel líkur á því að sé þannig. Ég leiði líkur að því, það bara hlýtur að vera,“ segir Jón Kristinn, aðspurður hvort Sunna sé í farbanni.Sjá einnig: „Sýnir hvað þessi þjóð er mögnuð“ Hann segir jafnframt undarlegt að Sunnu sé ekki hleypt heim til Íslands. „Mér finnst svo skrýtið að ef að hún er bendluð við það [fíkniefnamálið] eða einhverja stöðu, af hverju fær hún ekki að fara heim? Interpol getur starfað heima alveg eins og hér og annars staðar, en samt er hún ekki með neina réttarfarslega stöðu í málinu. Maður skilur þetta ekki.“ Jón Kristinn hyggst nú halda beinustu leið á sjúkrahúsið til fundar við Sunnu og fjölskyldu hennar. Þá segist hann munu hitta ræðismann Íslands í Malaga á morgun og afla sér frekari upplýsinga um málið.Ekkert nýtt komið fram Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu, vildi ekki staðfesta fréttaflutning RÚV um farbann skjólstæðings síns þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum fyrr í kvöld. „Þeir [RÚV] hafa þá allavega einhverjar heimildir sem ég hef ekki. Ég hef verið í sambandi við lögregluna og það hefur ekkert nýtt komið fram. Það er ekkert sem bendir til þess að hún sé sakborningur þarna úti,“ sagði Páll. Fjórir menn hafa nú stöðu grunaðra í áðurnefndu fíkniefnamáli en það varðar innflutning á amfetamíni sem smyglað var með DHL-sendingu frá Spáni í pakka sem merktur var Skáksambandi Íslands. Þrír sitja í gæsluvarðhaldi vegna þessa máls en fjórða manninum var sleppt úr haldi í síðustu viku. Heilbrigðismál Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15 Segir engan skilja hvers vegna yfirvöld neita að afhenda passann: „Óvissan er náttúrulega verst“ Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. 30. janúar 2018 08:49 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Talsmaður fjölskyldu Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur, leiðir líkur að því hún sé í farbanni. Hann telur farbannið ástæðuna fyrir því að hún fái ekki vegabréf sitt en það er enn í vörslu lögreglu í Malaga. Í frétt Ríkisútvarpsins, sem birt var í kvöld, var greint frá því að kona, sem lægi slösuð á sjúkrahúsi í Malaga, væri, samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV, í farbanni vegna fíkniefnamáls sem kom upp á Spáni nokkrum dögum fyrir áramót. Í gær staðfesti Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu, að vegabréf Sunnu hafi verið í haldi lögreglu vegna rannsóknarhagsmuna í máli Sigurðar Kristinssonar, eiginmanns Sunnu. Sigurður var handtekinn við heimkomu frá Malaga á fimmtudaginn, en hann er grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins.Telur Sunnu vera í farbanni Jón Kristinn, sem er nýlentur í Malaga, segist í samtali við Vísi skilja stöðuna þannig að Sunna fái ekki vegabréfið vegna farbanns. „Það sem ég veit er það að hún er ekki með stöðu grunaðs eða neitt slíkt, en passinn er ekki látinn af hendi, þannig að ég tel líkur á því að sé þannig. Ég leiði líkur að því, það bara hlýtur að vera,“ segir Jón Kristinn, aðspurður hvort Sunna sé í farbanni.Sjá einnig: „Sýnir hvað þessi þjóð er mögnuð“ Hann segir jafnframt undarlegt að Sunnu sé ekki hleypt heim til Íslands. „Mér finnst svo skrýtið að ef að hún er bendluð við það [fíkniefnamálið] eða einhverja stöðu, af hverju fær hún ekki að fara heim? Interpol getur starfað heima alveg eins og hér og annars staðar, en samt er hún ekki með neina réttarfarslega stöðu í málinu. Maður skilur þetta ekki.“ Jón Kristinn hyggst nú halda beinustu leið á sjúkrahúsið til fundar við Sunnu og fjölskyldu hennar. Þá segist hann munu hitta ræðismann Íslands í Malaga á morgun og afla sér frekari upplýsinga um málið.Ekkert nýtt komið fram Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu, vildi ekki staðfesta fréttaflutning RÚV um farbann skjólstæðings síns þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum fyrr í kvöld. „Þeir [RÚV] hafa þá allavega einhverjar heimildir sem ég hef ekki. Ég hef verið í sambandi við lögregluna og það hefur ekkert nýtt komið fram. Það er ekkert sem bendir til þess að hún sé sakborningur þarna úti,“ sagði Páll. Fjórir menn hafa nú stöðu grunaðra í áðurnefndu fíkniefnamáli en það varðar innflutning á amfetamíni sem smyglað var með DHL-sendingu frá Spáni í pakka sem merktur var Skáksambandi Íslands. Þrír sitja í gæsluvarðhaldi vegna þessa máls en fjórða manninum var sleppt úr haldi í síðustu viku.
Heilbrigðismál Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15 Segir engan skilja hvers vegna yfirvöld neita að afhenda passann: „Óvissan er náttúrulega verst“ Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. 30. janúar 2018 08:49 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15
Segir engan skilja hvers vegna yfirvöld neita að afhenda passann: „Óvissan er náttúrulega verst“ Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. 30. janúar 2018 08:49
Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00
Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00