Er þetta í lagi? Ragna Sigurðardóttir skrifar 31. janúar 2018 08:00 Nýlega birtist opið bréf frá lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands til mennta- og menningarmálaráðherra um mikilvægi þess að skipað verði í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). Brýnt er að skipað verði í stjórnina þar sem grunnframfærsla og frítekjumark ráðast af úthlutunarreglum á ári hverju sem samdar eru af stjórn LÍN og staðfestar af ráðherra. Jafnframt er brýnt að sú stjórn sem er skipuð hafi það að markmiði að auka stuðning við námsmenn, og það strax. Hver er núverandi stuðningur við námsmenn? Grunnframfærsla námslána er 177.107 kr. á mánuði fyrir einhleypa námsmenn í leigu- eða eigin húsnæði. Hún felur í sér kostnað vegna matvöru, heilbrigðisþjónustu, samgangna og húsnæðis svo dæmi séu nefnd. Framfærslan felur ennfremur í sér lágmarksútgjöld fyrir þessar vörur og þjónustu. Af einhverjum ástæðum er sú framfærsla sem námsmenn fá að láni til að framfleyta sér hins vegar lægri en tekjur og bætur til annarra samfélagshópa. Til samanburðar eru grunnatvinnuleysisbætur 227.417 kr. á mánuði og lágmarkslaun 280.000 kr. á mánuði, en munu hækka í 300.000 á mánuði þann 1. maí 2018. Af hverju fá námsmenn lægri upphæð til að framfleyta sér en aðrir þjóðfélagshópar?Ekki er grunnframfærsla námsmanna aðeins lægri en grunnframfærsla annarra samfélagshópa. Hún skerðist að auki þegar námsmenn reyna að vinna sér upp í þær ráðstöfunartekjur sem aðrir hafa. Frítekjumark námslána er 930.000 kr. á ári. Ef farið er fram yfir frítekjumark (fyrir skatt) skerðast námslánin um 45 krónur fyrir hverjar 100 krónur sem námsmaður þénar umfram frítekjumarkið á ársgrundvelli. Það skerðingarhlutfall tók gildi árið 2014, en áður hafði hlutfallið verið 35%. Frítekjumarkið hækkaði einnig síðast árið 2014 en þá hækkaði það úr 750.000 kr. á ári. Meðaltekjur námsmanna á námslánum á Íslandi skólaárið sem hækkunin átti sér stað voru hins vegar 1.324.241 kr. á ári. Á sama tíma lækkaði frítekjumark námsmanna sem koma af vinnumarkaði úr 3.750.000 kr. á ári í 2.790.000 kr. á ári. Mánaðarlaun þess námsmanns sem ekki verður fyrir þeirri skerðingu samsvara 232.500 kr. á mánuði sem eru töluvert lægri en lágmarkslaun. Hvert ætli sé samhengið við launaþróun? Frá því að frítekjumarkið var síðast hækkað árið 2014 hafa laun samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar hækkað um 32%. Laun hafa hækkað um 32% en frítekjumarkið um 0%. Á sama tíma hefur leiguverð hækkað samkvæmt vísitölu leiguverðs um 39%. Nýlega tilkynnti Byggingafélag námsmanna 7,5% hækkun á leiguverði stúdentaíbúða árið 2018 og Félagsstofnun stúdenta hefur þurft að hækka leigu um rúm 10% á síðustu tveimur árum. Hækkunin er tilkomin fyrst og fremst vegna hækkunar á opinberum gjöldum, og vegur hækkun á fasteignagjöldum þar þyngst. Jafnframt hefur leiga á almennum leigumarkaði hækkað á höfuðborgarsvæðinu um 13% á milli ára samkvæmt vísitölu leiguverðs. Hækkunin á húsaleigugrunni LÍN hefur hins vegar verið um 2,5%. Framfærsla námsmanna á námslánum heldur því engan veginn í við hækkun leiguverðs. Á meðan laun hækka og leiguverð líka standa kjör námsmanna nánast í stað. Hvað er til ráða?Grunnframfærsla og frítekjumark breytast í úthlutunarreglum LÍN frá ári til árs. Stjórn LÍN semur úthlutunarreglur og þarf ráðherra að staðfesta þær í byrjun apríl ár hvert. Þó er aldrei hægt að auka stuðning við námsmenn nema fjármagn fylgi með í fjárlögum. Á þessu ári jukust fjárheimildir til LÍN hins vegar um 0%. Því hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands efnt til átaks sem mun standa yfir næstu daga til að vekja athygli á fjárhagsstöðu námsmanna. Það er pólitískt val að stúdentar sitji eftir þegar kemur að kjörum þeirra og okkur þykir staðan ekki ásættanleg. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Greinin er hluti af herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna fjárhags stúdenta. Stúdentar hafa setið eftir þegar kemur að kjörum þeirra og úr því þarf að bæta stax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ragna Sigurðardóttir Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Nýlega birtist opið bréf frá lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands til mennta- og menningarmálaráðherra um mikilvægi þess að skipað verði í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). Brýnt er að skipað verði í stjórnina þar sem grunnframfærsla og frítekjumark ráðast af úthlutunarreglum á ári hverju sem samdar eru af stjórn LÍN og staðfestar af ráðherra. Jafnframt er brýnt að sú stjórn sem er skipuð hafi það að markmiði að auka stuðning við námsmenn, og það strax. Hver er núverandi stuðningur við námsmenn? Grunnframfærsla námslána er 177.107 kr. á mánuði fyrir einhleypa námsmenn í leigu- eða eigin húsnæði. Hún felur í sér kostnað vegna matvöru, heilbrigðisþjónustu, samgangna og húsnæðis svo dæmi séu nefnd. Framfærslan felur ennfremur í sér lágmarksútgjöld fyrir þessar vörur og þjónustu. Af einhverjum ástæðum er sú framfærsla sem námsmenn fá að láni til að framfleyta sér hins vegar lægri en tekjur og bætur til annarra samfélagshópa. Til samanburðar eru grunnatvinnuleysisbætur 227.417 kr. á mánuði og lágmarkslaun 280.000 kr. á mánuði, en munu hækka í 300.000 á mánuði þann 1. maí 2018. Af hverju fá námsmenn lægri upphæð til að framfleyta sér en aðrir þjóðfélagshópar?Ekki er grunnframfærsla námsmanna aðeins lægri en grunnframfærsla annarra samfélagshópa. Hún skerðist að auki þegar námsmenn reyna að vinna sér upp í þær ráðstöfunartekjur sem aðrir hafa. Frítekjumark námslána er 930.000 kr. á ári. Ef farið er fram yfir frítekjumark (fyrir skatt) skerðast námslánin um 45 krónur fyrir hverjar 100 krónur sem námsmaður þénar umfram frítekjumarkið á ársgrundvelli. Það skerðingarhlutfall tók gildi árið 2014, en áður hafði hlutfallið verið 35%. Frítekjumarkið hækkaði einnig síðast árið 2014 en þá hækkaði það úr 750.000 kr. á ári. Meðaltekjur námsmanna á námslánum á Íslandi skólaárið sem hækkunin átti sér stað voru hins vegar 1.324.241 kr. á ári. Á sama tíma lækkaði frítekjumark námsmanna sem koma af vinnumarkaði úr 3.750.000 kr. á ári í 2.790.000 kr. á ári. Mánaðarlaun þess námsmanns sem ekki verður fyrir þeirri skerðingu samsvara 232.500 kr. á mánuði sem eru töluvert lægri en lágmarkslaun. Hvert ætli sé samhengið við launaþróun? Frá því að frítekjumarkið var síðast hækkað árið 2014 hafa laun samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar hækkað um 32%. Laun hafa hækkað um 32% en frítekjumarkið um 0%. Á sama tíma hefur leiguverð hækkað samkvæmt vísitölu leiguverðs um 39%. Nýlega tilkynnti Byggingafélag námsmanna 7,5% hækkun á leiguverði stúdentaíbúða árið 2018 og Félagsstofnun stúdenta hefur þurft að hækka leigu um rúm 10% á síðustu tveimur árum. Hækkunin er tilkomin fyrst og fremst vegna hækkunar á opinberum gjöldum, og vegur hækkun á fasteignagjöldum þar þyngst. Jafnframt hefur leiga á almennum leigumarkaði hækkað á höfuðborgarsvæðinu um 13% á milli ára samkvæmt vísitölu leiguverðs. Hækkunin á húsaleigugrunni LÍN hefur hins vegar verið um 2,5%. Framfærsla námsmanna á námslánum heldur því engan veginn í við hækkun leiguverðs. Á meðan laun hækka og leiguverð líka standa kjör námsmanna nánast í stað. Hvað er til ráða?Grunnframfærsla og frítekjumark breytast í úthlutunarreglum LÍN frá ári til árs. Stjórn LÍN semur úthlutunarreglur og þarf ráðherra að staðfesta þær í byrjun apríl ár hvert. Þó er aldrei hægt að auka stuðning við námsmenn nema fjármagn fylgi með í fjárlögum. Á þessu ári jukust fjárheimildir til LÍN hins vegar um 0%. Því hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands efnt til átaks sem mun standa yfir næstu daga til að vekja athygli á fjárhagsstöðu námsmanna. Það er pólitískt val að stúdentar sitji eftir þegar kemur að kjörum þeirra og okkur þykir staðan ekki ásættanleg. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Greinin er hluti af herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna fjárhags stúdenta. Stúdentar hafa setið eftir þegar kemur að kjörum þeirra og úr því þarf að bæta stax.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun