Fyrirsætuferill hinnar sjötugu Maye Musk ekki verið blómlegri í fimmtíu ár Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2018 23:30 May Musk sést hér ganga eftir tískupöllunum á tískuvikunni í New York í byrjun september í fyrra. Vísir/AFP Fyrirsætan Maye Musk, sem fagnar sjötugsafmæli sínu í apríl næstkomandi, segist aldrei hafa haft jafnmikið að gera og um þessar mundir. Musk hefur setið fyrir á forsíðum fjölmargra tímarita á liðnu ári og verið andlit snyrtivörufyrirtæksins CoverGirl, þrátt fyrir að vera töluvert eldri en flestar fyrirsætur í bransanum. Musk hóf feril sinn sem fyrirsæta í Suður-Afríku, fimmtán ára gömul. Hún sagði þó tímabundið skilið við fyrirsætustörfin en Musk er næringarfræðingur að mennt og hefur lokið tveimur meistaragráðum. Þá kannast eflaust margir við eftirnafn hennar en Musk er móðir milljarðamæringsins og uppfinningamannsins Elons Musk. Eldri fyrirsætur virðast eiga upp á pallborðið hjá lesendum tískutímarita og Instagram-notenda um þessar mundir, að því er fram kemur í umfjöllun BBC um málið. Musk notfærir sér sjálf samfélagsmiðla til að koma sér á framfæri og deilir reglulega myndum af sér með fylgjendum sínum, sem eru um 90 þúsund talsins.Mæðginin May og Elon Musk.Vísir/AFP„Samkeppnin er ekki eins hörð þegar þú ert eldri, en framboð af störfum er líka minna,“ segir Musk í samtali við BBC. „Ef þú leggur hart að þér og deilir afrakstri erfiðisins þá geturðu aflað þér fylgjenda.“ Musk segir enn fremur náttúrulega, hvíta hárlit sinn hafa hjálpað sér að festa sig í sessi innan tískuheimsins. Á liðnu ári sat Musk fyrir á forsíðum tímaríta á borð við New York Magazine, Elle í Kanada og kóreska Vogue. Þá er hún elsta fyrirsætan sem ráðin hefur verið sem andlit snyrtivörufyrirtækisins CoverGirl í Bandaríkjunum. Einhverjir tískuspekingar, sem BBC náði tali af, telja eldri fyrirsætur á borð við Musk komnar til að vera. Aðrir segja þó að um tískubólu sé að ræða og aldurinn muni brátt jafnast út að nýju. Maye Musk á, eins og áður sagði, 50 ára fyrirsætuferil að baki og komst í úrslit Ungfrú Suður-Afríku-keppninnar árið 1969. Ári síðar giftist hún suður-afríska verkfræðingnum Errol Musk og átti með honum þrjú börn, Kimbal, Tosca og téðan Elon.Musk fór með hlutverk í tónlistarmyndbandi stjórstjörnunnar Beyoncé við lagið Haunted sem kom út árið 2014. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Dularfullt ljós á himni“ reyndist eldflaug SpaceX Flauginni var skotið á loft síðdegis í gær og myndaði sérstaklega áberandi rák á himni. 23. desember 2017 10:21 Vika í skot öflugustu eldflaugar heims Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri SpaceX, sagði á Twitter í gær að tilraunin hefði gengið vel til stæði að skjóta eldflauginni á loft eftir um það bil viku. 25. janúar 2018 10:15 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira
Fyrirsætan Maye Musk, sem fagnar sjötugsafmæli sínu í apríl næstkomandi, segist aldrei hafa haft jafnmikið að gera og um þessar mundir. Musk hefur setið fyrir á forsíðum fjölmargra tímarita á liðnu ári og verið andlit snyrtivörufyrirtæksins CoverGirl, þrátt fyrir að vera töluvert eldri en flestar fyrirsætur í bransanum. Musk hóf feril sinn sem fyrirsæta í Suður-Afríku, fimmtán ára gömul. Hún sagði þó tímabundið skilið við fyrirsætustörfin en Musk er næringarfræðingur að mennt og hefur lokið tveimur meistaragráðum. Þá kannast eflaust margir við eftirnafn hennar en Musk er móðir milljarðamæringsins og uppfinningamannsins Elons Musk. Eldri fyrirsætur virðast eiga upp á pallborðið hjá lesendum tískutímarita og Instagram-notenda um þessar mundir, að því er fram kemur í umfjöllun BBC um málið. Musk notfærir sér sjálf samfélagsmiðla til að koma sér á framfæri og deilir reglulega myndum af sér með fylgjendum sínum, sem eru um 90 þúsund talsins.Mæðginin May og Elon Musk.Vísir/AFP„Samkeppnin er ekki eins hörð þegar þú ert eldri, en framboð af störfum er líka minna,“ segir Musk í samtali við BBC. „Ef þú leggur hart að þér og deilir afrakstri erfiðisins þá geturðu aflað þér fylgjenda.“ Musk segir enn fremur náttúrulega, hvíta hárlit sinn hafa hjálpað sér að festa sig í sessi innan tískuheimsins. Á liðnu ári sat Musk fyrir á forsíðum tímaríta á borð við New York Magazine, Elle í Kanada og kóreska Vogue. Þá er hún elsta fyrirsætan sem ráðin hefur verið sem andlit snyrtivörufyrirtækisins CoverGirl í Bandaríkjunum. Einhverjir tískuspekingar, sem BBC náði tali af, telja eldri fyrirsætur á borð við Musk komnar til að vera. Aðrir segja þó að um tískubólu sé að ræða og aldurinn muni brátt jafnast út að nýju. Maye Musk á, eins og áður sagði, 50 ára fyrirsætuferil að baki og komst í úrslit Ungfrú Suður-Afríku-keppninnar árið 1969. Ári síðar giftist hún suður-afríska verkfræðingnum Errol Musk og átti með honum þrjú börn, Kimbal, Tosca og téðan Elon.Musk fór með hlutverk í tónlistarmyndbandi stjórstjörnunnar Beyoncé við lagið Haunted sem kom út árið 2014. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Dularfullt ljós á himni“ reyndist eldflaug SpaceX Flauginni var skotið á loft síðdegis í gær og myndaði sérstaklega áberandi rák á himni. 23. desember 2017 10:21 Vika í skot öflugustu eldflaugar heims Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri SpaceX, sagði á Twitter í gær að tilraunin hefði gengið vel til stæði að skjóta eldflauginni á loft eftir um það bil viku. 25. janúar 2018 10:15 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira
„Dularfullt ljós á himni“ reyndist eldflaug SpaceX Flauginni var skotið á loft síðdegis í gær og myndaði sérstaklega áberandi rák á himni. 23. desember 2017 10:21
Vika í skot öflugustu eldflaugar heims Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri SpaceX, sagði á Twitter í gær að tilraunin hefði gengið vel til stæði að skjóta eldflauginni á loft eftir um það bil viku. 25. janúar 2018 10:15