Ólympíuleikarnir í Tókýó verða þrisvar sinnum dýrari en reiknað var með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2018 23:00 Yuriko Koike, fylkisstjóri í Tókýó. Vísir/Getty Það er ekkert grín að halda Ólympíuleika í dag og kostnaður við þetta stærsta íþróttamót í heiminum hleypur nú á þúsund milljörðum íslenskra króna. Það versta er að kostnaðurinn heldur alltaf áfram að hækka þrátt fyrir aðgerðir til að koma í veg fyrir það. Svoleiðis var þetta í kringum Ólympíuleikana í Ríó 2016 en sú saga mun líka endurtaka sig í kringum næstu sumarleika sem fara fram í júlí og ágúst 2020 í Tókýó í Japan. Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem fara fram eftir rúm tvö ár greindu frá því á dögunum að verkefnið kalli á miklu meiri peninga. Washington Post segir frá. Í lok desember talaði skipulagsnefnd leikanna að kostnaðurinn yrði um 12,4 milljarða dollara og það var strax mikil hækkun. Aðeins nokkrum vikum síðar var aftur á móti haldinn annar blaðamannafundur og reikningurinn var þá orðinn talsvert hærri. Á fundinum kom fram að leikarnir þurfi 7,5 milljarða dollara til viðbótar sem þýðir að heildarkostnaðurinn er nú kominn upp í meira en tuttugu milljarða dollara. Tuttugu milljarðar dollara eru meira en tvö þúsund milljarðar íslenskra króna. Þetta er þreföldun á upphaflegri fjárhagsáætluninni sem var gefinn út þegar Tókýó var úthlutað Ólympíuleikunum árið 2013. Það kom líka fram á fundinum hvernig skiptingin á reikningnum verður. Borgaryfirvöld í Tókýó munu leggja til 13 milljarða dollara og 1,4 milljaður dollara kemur frá japönskum stjórnvöldum. Restina, um 5,5 milljarða dollara, þarf skipulagsnefnd leikanna að safna frá einkaaðilum. Þetta verður í annað skiptið sem sumarólympíuleikarnir fara fram í Japan en þeir fóru líka fram í Tókýó 1964. Ólympíuleikar Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Sjá meira
Það er ekkert grín að halda Ólympíuleika í dag og kostnaður við þetta stærsta íþróttamót í heiminum hleypur nú á þúsund milljörðum íslenskra króna. Það versta er að kostnaðurinn heldur alltaf áfram að hækka þrátt fyrir aðgerðir til að koma í veg fyrir það. Svoleiðis var þetta í kringum Ólympíuleikana í Ríó 2016 en sú saga mun líka endurtaka sig í kringum næstu sumarleika sem fara fram í júlí og ágúst 2020 í Tókýó í Japan. Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem fara fram eftir rúm tvö ár greindu frá því á dögunum að verkefnið kalli á miklu meiri peninga. Washington Post segir frá. Í lok desember talaði skipulagsnefnd leikanna að kostnaðurinn yrði um 12,4 milljarða dollara og það var strax mikil hækkun. Aðeins nokkrum vikum síðar var aftur á móti haldinn annar blaðamannafundur og reikningurinn var þá orðinn talsvert hærri. Á fundinum kom fram að leikarnir þurfi 7,5 milljarða dollara til viðbótar sem þýðir að heildarkostnaðurinn er nú kominn upp í meira en tuttugu milljarða dollara. Tuttugu milljarðar dollara eru meira en tvö þúsund milljarðar íslenskra króna. Þetta er þreföldun á upphaflegri fjárhagsáætluninni sem var gefinn út þegar Tókýó var úthlutað Ólympíuleikunum árið 2013. Það kom líka fram á fundinum hvernig skiptingin á reikningnum verður. Borgaryfirvöld í Tókýó munu leggja til 13 milljarða dollara og 1,4 milljaður dollara kemur frá japönskum stjórnvöldum. Restina, um 5,5 milljarða dollara, þarf skipulagsnefnd leikanna að safna frá einkaaðilum. Þetta verður í annað skiptið sem sumarólympíuleikarnir fara fram í Japan en þeir fóru líka fram í Tókýó 1964.
Ólympíuleikar Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti