Ólympíuleikarnir í Tókýó verða þrisvar sinnum dýrari en reiknað var með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2018 23:00 Yuriko Koike, fylkisstjóri í Tókýó. Vísir/Getty Það er ekkert grín að halda Ólympíuleika í dag og kostnaður við þetta stærsta íþróttamót í heiminum hleypur nú á þúsund milljörðum íslenskra króna. Það versta er að kostnaðurinn heldur alltaf áfram að hækka þrátt fyrir aðgerðir til að koma í veg fyrir það. Svoleiðis var þetta í kringum Ólympíuleikana í Ríó 2016 en sú saga mun líka endurtaka sig í kringum næstu sumarleika sem fara fram í júlí og ágúst 2020 í Tókýó í Japan. Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem fara fram eftir rúm tvö ár greindu frá því á dögunum að verkefnið kalli á miklu meiri peninga. Washington Post segir frá. Í lok desember talaði skipulagsnefnd leikanna að kostnaðurinn yrði um 12,4 milljarða dollara og það var strax mikil hækkun. Aðeins nokkrum vikum síðar var aftur á móti haldinn annar blaðamannafundur og reikningurinn var þá orðinn talsvert hærri. Á fundinum kom fram að leikarnir þurfi 7,5 milljarða dollara til viðbótar sem þýðir að heildarkostnaðurinn er nú kominn upp í meira en tuttugu milljarða dollara. Tuttugu milljarðar dollara eru meira en tvö þúsund milljarðar íslenskra króna. Þetta er þreföldun á upphaflegri fjárhagsáætluninni sem var gefinn út þegar Tókýó var úthlutað Ólympíuleikunum árið 2013. Það kom líka fram á fundinum hvernig skiptingin á reikningnum verður. Borgaryfirvöld í Tókýó munu leggja til 13 milljarða dollara og 1,4 milljaður dollara kemur frá japönskum stjórnvöldum. Restina, um 5,5 milljarða dollara, þarf skipulagsnefnd leikanna að safna frá einkaaðilum. Þetta verður í annað skiptið sem sumarólympíuleikarnir fara fram í Japan en þeir fóru líka fram í Tókýó 1964. Ólympíuleikar Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Sjá meira
Það er ekkert grín að halda Ólympíuleika í dag og kostnaður við þetta stærsta íþróttamót í heiminum hleypur nú á þúsund milljörðum íslenskra króna. Það versta er að kostnaðurinn heldur alltaf áfram að hækka þrátt fyrir aðgerðir til að koma í veg fyrir það. Svoleiðis var þetta í kringum Ólympíuleikana í Ríó 2016 en sú saga mun líka endurtaka sig í kringum næstu sumarleika sem fara fram í júlí og ágúst 2020 í Tókýó í Japan. Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem fara fram eftir rúm tvö ár greindu frá því á dögunum að verkefnið kalli á miklu meiri peninga. Washington Post segir frá. Í lok desember talaði skipulagsnefnd leikanna að kostnaðurinn yrði um 12,4 milljarða dollara og það var strax mikil hækkun. Aðeins nokkrum vikum síðar var aftur á móti haldinn annar blaðamannafundur og reikningurinn var þá orðinn talsvert hærri. Á fundinum kom fram að leikarnir þurfi 7,5 milljarða dollara til viðbótar sem þýðir að heildarkostnaðurinn er nú kominn upp í meira en tuttugu milljarða dollara. Tuttugu milljarðar dollara eru meira en tvö þúsund milljarðar íslenskra króna. Þetta er þreföldun á upphaflegri fjárhagsáætluninni sem var gefinn út þegar Tókýó var úthlutað Ólympíuleikunum árið 2013. Það kom líka fram á fundinum hvernig skiptingin á reikningnum verður. Borgaryfirvöld í Tókýó munu leggja til 13 milljarða dollara og 1,4 milljaður dollara kemur frá japönskum stjórnvöldum. Restina, um 5,5 milljarða dollara, þarf skipulagsnefnd leikanna að safna frá einkaaðilum. Þetta verður í annað skiptið sem sumarólympíuleikarnir fara fram í Japan en þeir fóru líka fram í Tókýó 1964.
Ólympíuleikar Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Sjá meira