Viðureign Pacers og Lakers var ein sjö viðureigna sem fór fram í nótt en það voru gestirnir frá Indiana sem byrjuðu leikinn betur og voru yfir 25-18 eftir 1.leikhluta. Eftir það tók Lakers við sér og skoraði 29 stig í 2.leikhluta.
Lakers hélt forystunni út leikinn og vann að lokum sigur 99-86.
San Antonio Spurs mætti Toronto Raptors í Toronto þar sem heimamenn fóru með sigur af hólmi 86-83. LaMarcus Aldridge var stigahæstur í liði Spurs með 17 stig á meðan Kyle Lowry var stigahæstur fyrir heimamenn og stigahæstur í leiknum með 24 stig.
Úrslit næturinnar:
Raptors 86-83 Spurs
Nets 103-95 Heat
Pistons 112-122 Wizards
Grizzlies 106-88 Kings
Nuggets 100-108 Suns
Jazz 115-117 Knicks
Lakers 99-86 Pacers
Hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Toronto Raptors og San Antonio Spurs.