Gagnrýnir hertar reglur um heimsóknir barna í fangelsi landsins Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 20. janúar 2018 13:36 Formaður Afstöðu, félags fanga, gagnrýnir hertar reglur Fangelsismálastofnunar um heimsóknir barna í fangelsin. Hann segir þær vera of íþyngjandi og að þær valdi því að aðstandendur veigri sér við að sækja um heimsókn. Þá komi þær niður á börnunum. Nýlega breytti Fangelsismálastofnun reglum um heimsóknir aðstandenda fanga í fangelsin. Reglur um heimsóknir barna fanga voru hertar nokkuð en nú er gerð krafa um að fangi skuli að jafnaði hafa verið agabrotslaus í tvo mánuði áður en heimsókn fer fram en það kallast agabrot þegar fangi brýtur reglur fangelsisins.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.Þá er heimsókn barns til foreldra í fangelsi ekki heimiluð nema foreldri leyfi Fangelsismálastofnun að kanna hvort mál barnsins sé í vinnslu hjá barnavernd. Synjað er um heimsókn ef foreldrar veita ekki heimild til könnunar hjá barnavernd. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir að mikil óánægja ríki meðal fanga vegna reglanna. „Þessar reglur eru náttúrulega svo íþyngjandi fyrir fangana sjálfa, aðstandendur og svo kemur þetta verst niður á börnum fanga sem í raun hafa skýlausan rétt á umgengni.“ En hann segir regluna gera það að verkum að aðstandendur sæki ekki um heimsókn. „Þeir veigra sér við því að sækja um heimsóknir af því að þeir vilja ekki fara inn á borð barnaverndaryfirvalda. Þarna erum við kannski að tala um fjölskyldur sem aldrei hefur verið vandamál í tengslum við börn eða heimilið. Þeir sem sækja um, þetta tekur alveg óratíma og er ofboðslega flókið kerfi,“ segir Guðmundur Ingi. Á vefsíðu Fangelsismálastofnunar segir að reglurnar séu settar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Guðmundur Ingi segir að í vissum tilfellum geti reglurnar vissulega verið skiljanlegar en það eigi þá frekar að vera undantekning. „Það er hægt að segja að það sé eðlilegt að fangi fari ekki í heimsókn til barnanna sinna þegar hann er í neyslu en að þurfa að bíða í tvo mánuði, það kallar bara á meira vesen og verður til þess að hlutirnir verða mun erfiðari.“ Þá segir Guðmundur ótækt að Fangelsismálastofnun hafi sett reglurnar einhliða. Reglur sem þessar þyrfti að vinna í samráði við félag fanga, barnaverndarstofu og umboðsmann barna. Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Sjá meira
Formaður Afstöðu, félags fanga, gagnrýnir hertar reglur Fangelsismálastofnunar um heimsóknir barna í fangelsin. Hann segir þær vera of íþyngjandi og að þær valdi því að aðstandendur veigri sér við að sækja um heimsókn. Þá komi þær niður á börnunum. Nýlega breytti Fangelsismálastofnun reglum um heimsóknir aðstandenda fanga í fangelsin. Reglur um heimsóknir barna fanga voru hertar nokkuð en nú er gerð krafa um að fangi skuli að jafnaði hafa verið agabrotslaus í tvo mánuði áður en heimsókn fer fram en það kallast agabrot þegar fangi brýtur reglur fangelsisins.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.Þá er heimsókn barns til foreldra í fangelsi ekki heimiluð nema foreldri leyfi Fangelsismálastofnun að kanna hvort mál barnsins sé í vinnslu hjá barnavernd. Synjað er um heimsókn ef foreldrar veita ekki heimild til könnunar hjá barnavernd. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir að mikil óánægja ríki meðal fanga vegna reglanna. „Þessar reglur eru náttúrulega svo íþyngjandi fyrir fangana sjálfa, aðstandendur og svo kemur þetta verst niður á börnum fanga sem í raun hafa skýlausan rétt á umgengni.“ En hann segir regluna gera það að verkum að aðstandendur sæki ekki um heimsókn. „Þeir veigra sér við því að sækja um heimsóknir af því að þeir vilja ekki fara inn á borð barnaverndaryfirvalda. Þarna erum við kannski að tala um fjölskyldur sem aldrei hefur verið vandamál í tengslum við börn eða heimilið. Þeir sem sækja um, þetta tekur alveg óratíma og er ofboðslega flókið kerfi,“ segir Guðmundur Ingi. Á vefsíðu Fangelsismálastofnunar segir að reglurnar séu settar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Guðmundur Ingi segir að í vissum tilfellum geti reglurnar vissulega verið skiljanlegar en það eigi þá frekar að vera undantekning. „Það er hægt að segja að það sé eðlilegt að fangi fari ekki í heimsókn til barnanna sinna þegar hann er í neyslu en að þurfa að bíða í tvo mánuði, það kallar bara á meira vesen og verður til þess að hlutirnir verða mun erfiðari.“ Þá segir Guðmundur ótækt að Fangelsismálastofnun hafi sett reglurnar einhliða. Reglur sem þessar þyrfti að vinna í samráði við félag fanga, barnaverndarstofu og umboðsmann barna.
Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Sjá meira