Gagnrýnir hertar reglur um heimsóknir barna í fangelsi landsins Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 20. janúar 2018 13:36 Formaður Afstöðu, félags fanga, gagnrýnir hertar reglur Fangelsismálastofnunar um heimsóknir barna í fangelsin. Hann segir þær vera of íþyngjandi og að þær valdi því að aðstandendur veigri sér við að sækja um heimsókn. Þá komi þær niður á börnunum. Nýlega breytti Fangelsismálastofnun reglum um heimsóknir aðstandenda fanga í fangelsin. Reglur um heimsóknir barna fanga voru hertar nokkuð en nú er gerð krafa um að fangi skuli að jafnaði hafa verið agabrotslaus í tvo mánuði áður en heimsókn fer fram en það kallast agabrot þegar fangi brýtur reglur fangelsisins.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.Þá er heimsókn barns til foreldra í fangelsi ekki heimiluð nema foreldri leyfi Fangelsismálastofnun að kanna hvort mál barnsins sé í vinnslu hjá barnavernd. Synjað er um heimsókn ef foreldrar veita ekki heimild til könnunar hjá barnavernd. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir að mikil óánægja ríki meðal fanga vegna reglanna. „Þessar reglur eru náttúrulega svo íþyngjandi fyrir fangana sjálfa, aðstandendur og svo kemur þetta verst niður á börnum fanga sem í raun hafa skýlausan rétt á umgengni.“ En hann segir regluna gera það að verkum að aðstandendur sæki ekki um heimsókn. „Þeir veigra sér við því að sækja um heimsóknir af því að þeir vilja ekki fara inn á borð barnaverndaryfirvalda. Þarna erum við kannski að tala um fjölskyldur sem aldrei hefur verið vandamál í tengslum við börn eða heimilið. Þeir sem sækja um, þetta tekur alveg óratíma og er ofboðslega flókið kerfi,“ segir Guðmundur Ingi. Á vefsíðu Fangelsismálastofnunar segir að reglurnar séu settar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Guðmundur Ingi segir að í vissum tilfellum geti reglurnar vissulega verið skiljanlegar en það eigi þá frekar að vera undantekning. „Það er hægt að segja að það sé eðlilegt að fangi fari ekki í heimsókn til barnanna sinna þegar hann er í neyslu en að þurfa að bíða í tvo mánuði, það kallar bara á meira vesen og verður til þess að hlutirnir verða mun erfiðari.“ Þá segir Guðmundur ótækt að Fangelsismálastofnun hafi sett reglurnar einhliða. Reglur sem þessar þyrfti að vinna í samráði við félag fanga, barnaverndarstofu og umboðsmann barna. Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
Formaður Afstöðu, félags fanga, gagnrýnir hertar reglur Fangelsismálastofnunar um heimsóknir barna í fangelsin. Hann segir þær vera of íþyngjandi og að þær valdi því að aðstandendur veigri sér við að sækja um heimsókn. Þá komi þær niður á börnunum. Nýlega breytti Fangelsismálastofnun reglum um heimsóknir aðstandenda fanga í fangelsin. Reglur um heimsóknir barna fanga voru hertar nokkuð en nú er gerð krafa um að fangi skuli að jafnaði hafa verið agabrotslaus í tvo mánuði áður en heimsókn fer fram en það kallast agabrot þegar fangi brýtur reglur fangelsisins.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.Þá er heimsókn barns til foreldra í fangelsi ekki heimiluð nema foreldri leyfi Fangelsismálastofnun að kanna hvort mál barnsins sé í vinnslu hjá barnavernd. Synjað er um heimsókn ef foreldrar veita ekki heimild til könnunar hjá barnavernd. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir að mikil óánægja ríki meðal fanga vegna reglanna. „Þessar reglur eru náttúrulega svo íþyngjandi fyrir fangana sjálfa, aðstandendur og svo kemur þetta verst niður á börnum fanga sem í raun hafa skýlausan rétt á umgengni.“ En hann segir regluna gera það að verkum að aðstandendur sæki ekki um heimsókn. „Þeir veigra sér við því að sækja um heimsóknir af því að þeir vilja ekki fara inn á borð barnaverndaryfirvalda. Þarna erum við kannski að tala um fjölskyldur sem aldrei hefur verið vandamál í tengslum við börn eða heimilið. Þeir sem sækja um, þetta tekur alveg óratíma og er ofboðslega flókið kerfi,“ segir Guðmundur Ingi. Á vefsíðu Fangelsismálastofnunar segir að reglurnar séu settar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Guðmundur Ingi segir að í vissum tilfellum geti reglurnar vissulega verið skiljanlegar en það eigi þá frekar að vera undantekning. „Það er hægt að segja að það sé eðlilegt að fangi fari ekki í heimsókn til barnanna sinna þegar hann er í neyslu en að þurfa að bíða í tvo mánuði, það kallar bara á meira vesen og verður til þess að hlutirnir verða mun erfiðari.“ Þá segir Guðmundur ótækt að Fangelsismálastofnun hafi sett reglurnar einhliða. Reglur sem þessar þyrfti að vinna í samráði við félag fanga, barnaverndarstofu og umboðsmann barna.
Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira