Innlent

Segir Heiðu hafa átt betra skilið

Jón Þór Stefánsson skrifar
Heiða Björg endaði í öðru sæti og Skúli í því fjórða.
Heiða Björg endaði í öðru sæti og Skúli í því fjórða. Vísir/Ívar/Einar

Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar sem hafnaði í fjórða sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík í gær, segist ætla að taka sætið þó að hann hafi ekki náð markmiði sínu, en hann sóttist eftir öðru sætinu.

„Ég hef verið spurður hvort ég muni taka sætið og ég mun að sjálfsögðu gera það – það er ekki minn stíll að gefast upp í mótbyr. Við þéttum nú raðirnar og mætum til leiks með harðsnúið lið þar sem nýir vindar munu blása en reynslan verður líka um borð,“ segir hann í færslu á Facebook.

Þá segir Skúli að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri, sem hafnaði í öðru sæti í oddvitaslag flokksins gegn Pétri Marteinssyni, hafi átt betra skilið.

„Heiða átti betra skilið eftir þau miklu og góðu störf sem hún hefur unnið fyrir okkur jafnaðarmenn undanfarin ár en pólitíkin getur verið miskunnarlaus.“

Hann óskar sérstaklega þeim Pétri, Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, Stein Olav Romslo og Bjarnveigu Birtu Bjarnadóttur til hamingju með þá góðu kosningu sem þau hlutu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×