Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness, leiðir listann. Hún tók við embætti bæjarstjóra árið 2009 af Jónmundi Guðmarssyni. Ásgerður hlaut örugga kosningu að því er fram kemur í fréttatilkynningu eða 463 atkvæði af 711.
Niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi eru eftirfarandi:
- Ásgerður Halldórsdóttir
- Magnús Örn Guðmundsson
- Sigrún Edda Jónsdóttir
- Bjarni Torfi Álfþórsson
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Sigríður Sigmarsdóttir
- Guðrún Jónsdóttir