Enn vegið að Hugarafli sem missir húsnæðið Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. janúar 2018 05:00 Frá mótmælum Hugaraflsfólks við niðurskurði í fyrra. Vísir/Anton Brink „Það þýðir að við verðum húsnæðislaus,“ segir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls. Samtökin standa nú á krossgötum í kjölfar ákvörðunar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir áramót um að leggja niður núverandi teymi Geðheilsu – eftirfylgdar. Hugarafl á í virku samstarfi við teymið og hefur haft aðsetur í húsnæði þess. Skipulagsbreytingarnar hafa því miklar afleiðingar fyrir Hugarafl sem barist hefur í bökkum með fjármögnun undanfarin misseri. Stjórn Hugarafls fundar í dag um stöðuna og hvað sé til ráða.Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls. Fréttablaðið/Stefán„Auk þess að verða húsnæðislaus missum við fagfólkið í teyminu sem er mjög alvarlegt fyrir fólkið sem leitar til okkar. Við verðum að hafa húsnæði til að geta rekið starfsemina og staðið við okkar samninga.“ Meðal þeirra er þjónustusamningur Hugarafls við Vinnumálastofnun um starfsendurhæfingu ungs fólks með geðraskanir sem gerður var síðastliðið haust. Sá samningur tryggði áframhaldandi rekstur Hugarafls sem stóð frammi fyrir fjársvelti síðastliðið vor. „Staðan nú er enn alvarlegri en í vor. Við þurfum að berjast áfram fyrir tilveru okkar, en gefumst ekki upp.“ Bæði forsvarsmenn Hugarafls og Geðheilsu – eftirfylgdar hafa gagnrýnt breytingarnar sem Málfríður segir að fari í raun gegn geðheilsustefnunni sem samþykkt var á Alþingi árið 2016.Magnea Rivera Reinaldsdóttir. Fréttablaðið/ValliHugarafl verður að óbreyttu húsnæðislaust um mitt þetta ár. Málfríður kveðst vera búin að senda nýjum félagsmálaráðherra þrjá pósta um stöðuna en kveðst enn eiga eftir að fá svar. Fundur hennar með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra nýverið hafi þó verið ágætur og hún fundið fyrir miklum velvilja frá ráðherra í garð Hugarafls. Skráðar komur til Hugarafls voru 12.000 á síðasta ári og eiga margir samtökunum og því góða starfi sem þar er unnið mikið að launa. Ein þeirra er Magnea Rivera Reinaldsdóttir, sem bæði hefur sótt þar þjónustu og sinnt sjálfboðaliðastarfi fyrir samtökin. „Ég veit ekki hvað ég hefði gert hefði ég ekki haft Hugarafl þegar ég var útskrifuð af geðdeild, ekki nærri því orðin góð, haustið 2014. Ég fer enn tvisvar, þrisvar í viku. Þetta er eins og annað heimili manns. Ég er mest að hugsa um hvert fólkið eigi að fara sem leitar til teymisins, sem er sálfræðingur, iðjuþjálfari og félagsráðgjafi. Þetta er allt saman frítt og tilvísunarlaust. Þetta er hræðilega sorglegt og ég fullyrði að þetta teymi vinnur alveg einstaklega gott starf.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Það þýðir að við verðum húsnæðislaus,“ segir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls. Samtökin standa nú á krossgötum í kjölfar ákvörðunar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir áramót um að leggja niður núverandi teymi Geðheilsu – eftirfylgdar. Hugarafl á í virku samstarfi við teymið og hefur haft aðsetur í húsnæði þess. Skipulagsbreytingarnar hafa því miklar afleiðingar fyrir Hugarafl sem barist hefur í bökkum með fjármögnun undanfarin misseri. Stjórn Hugarafls fundar í dag um stöðuna og hvað sé til ráða.Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls. Fréttablaðið/Stefán„Auk þess að verða húsnæðislaus missum við fagfólkið í teyminu sem er mjög alvarlegt fyrir fólkið sem leitar til okkar. Við verðum að hafa húsnæði til að geta rekið starfsemina og staðið við okkar samninga.“ Meðal þeirra er þjónustusamningur Hugarafls við Vinnumálastofnun um starfsendurhæfingu ungs fólks með geðraskanir sem gerður var síðastliðið haust. Sá samningur tryggði áframhaldandi rekstur Hugarafls sem stóð frammi fyrir fjársvelti síðastliðið vor. „Staðan nú er enn alvarlegri en í vor. Við þurfum að berjast áfram fyrir tilveru okkar, en gefumst ekki upp.“ Bæði forsvarsmenn Hugarafls og Geðheilsu – eftirfylgdar hafa gagnrýnt breytingarnar sem Málfríður segir að fari í raun gegn geðheilsustefnunni sem samþykkt var á Alþingi árið 2016.Magnea Rivera Reinaldsdóttir. Fréttablaðið/ValliHugarafl verður að óbreyttu húsnæðislaust um mitt þetta ár. Málfríður kveðst vera búin að senda nýjum félagsmálaráðherra þrjá pósta um stöðuna en kveðst enn eiga eftir að fá svar. Fundur hennar með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra nýverið hafi þó verið ágætur og hún fundið fyrir miklum velvilja frá ráðherra í garð Hugarafls. Skráðar komur til Hugarafls voru 12.000 á síðasta ári og eiga margir samtökunum og því góða starfi sem þar er unnið mikið að launa. Ein þeirra er Magnea Rivera Reinaldsdóttir, sem bæði hefur sótt þar þjónustu og sinnt sjálfboðaliðastarfi fyrir samtökin. „Ég veit ekki hvað ég hefði gert hefði ég ekki haft Hugarafl þegar ég var útskrifuð af geðdeild, ekki nærri því orðin góð, haustið 2014. Ég fer enn tvisvar, þrisvar í viku. Þetta er eins og annað heimili manns. Ég er mest að hugsa um hvert fólkið eigi að fara sem leitar til teymisins, sem er sálfræðingur, iðjuþjálfari og félagsráðgjafi. Þetta er allt saman frítt og tilvísunarlaust. Þetta er hræðilega sorglegt og ég fullyrði að þetta teymi vinnur alveg einstaklega gott starf.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira