Körfubolti

Tony Parker ekki lengur byrjunarliðsmaður hjá Spurs

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tony Parker.
Tony Parker. Vísir/Getty
Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs í NBA-deildinni, hefur ákveðið að ein stærsta stjarnan í sögu félagsins og margfaldur NBA-meistari, muni ekki lengur byrja inná í leikjum liðsins.

Tony Parker er nú orðinn varamaður Dejounte Murray hjá San Antonio Spurs en Murray er á sínu öðru ári í deildinni.

Parker kom til baka inn í Spurs-liðið í vetur eftir að farið í aðgerð í sumar. Hann var búinn að byrja 21 leik á tímabilinu þegar Popovich tók þessa ákvörðun.

„Pop sagði mér frá þessu. Að nú væri kominn tími og ég svaraði: Ekkert vandamál. Alveg eins og hjá Manu (Ginobili) eða hjá Pau (Gasol) þá kemur alltaf að þessu,“ sagði Tony Parker í viðtali við Express-News.

„Ef Pop telur að þetta sé gott fyrir liðið þá mun ég reyna að gera mitt besta í þessu hlutverki. Ég styð ákvörðun Pop. Ég reyni að gera mitt með þeim Manu og Patty (Mills),“ sagði Parker. Hann hefur samt engu gleymt.





Tony Parker er 35 ára gamall eða fjórtán árum eldri en Dejounte Murray. Dejounte Murray fæddist árið 1996.

Tony Parker er með 8,2 stig og 4,0 stoðsendingar að meðaltali á 21,6 mínútum á þessu tímabili en í fyrra var hann með 10,1 stig og 4,5 stoðsendingar að meðaltali á 25,2 mínútum. Hann besta tímabili var 2008-09 en þá var hann með 22,0 stig og 6,9 stoðsendingar að meðaltali

Dejounte Murray er með 6,3 stig og 2,5 stoðsendingar að meðaltali á 18,1 mínútu það sem af er á tímabili en það má búast við því að hann hækki þær tölur nú þegar hann er orðinn byrjunarliðsmaður. Hér fyrir neðan sést hann skora góða körfu.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×