Ætla að verja gagnasendingar með lykilorði eftir Söngvakeppnisleka Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2018 16:40 Daði Freyr hafnaði í öðru sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra. vísir/andri marínó Síðastliðið föstudagskvöld stóð til að svipta hulunni af lögunum og flytjendum sem taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Einhverjum klukkutímum fyrir útsendinguna höfðu þó heiti laganna og nöfn flytjenda verið birt á erlendum vefsíðum. Birna Ósk Hansdóttir, framleiðslustjóri RÚV, sagði í samtali við Vísi á föstudag að RÚV ætlaði sér að rannsaka hvernig listinn yfir lög og flytjendur gat lekið út. Strax hafði vaknað sá grunur að einhver hefði komist í tölvupóstsamskipti þeirra sem sjá um skipulagningu Söngvakeppninnar. Um var að ræða tengla á Dropbox-vefhýsingu þar sem upplýsingarnar voru geymdar. Listanum yfir lög og flytjendum var ekki einungis lekið heldur hafði einhver sett nokkur laganna inn á vef YouTube, en RÚV lét taka þau út skömmu síðar. Birna sagði listann fyrst hafa birst á rússneskum samfélagsmiðli og þess vegna vaknaði sá grunur að erlendur aðili bæri ábyrgð á lekanum og hann hefði mögulega komist í tölvupóstsamskiptin. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest en Birna Ósk segir í samtali við Vísi í dag að vefkerfi Ríkisútvarpsins sé óhult og enginn hafi komist inn á það. Ef skipst verður frekar á gögnum í gegnum deilisíður á borð við Dropbox þá verða þau varin með lykilorði svo þetta endurtaki sig ekki, en gögnin sem láku út voru óvarin. „Skiptigögnin voru ekki nógu vel varin hjá okkur. Það eru mistök og einhver komst inn í það. Það eru ekki góð vinnubrögð og við þurfum að laga það,“ segir Birna. Hún sagði að sem betur fer hafi ekki verið um trúnaðargögn að ræða sem einhver gat beðið skaða af. Birna segist þó einnig sjá málið í því ljósi að áhuginn erlendis frá á Söngvakeppninni sé það mikill að einhver sé reiðubúinn að leggja þetta á sig til að komast yfir lögin sem verða í keppninni í ár. Fyrirkomulag keppninnar verður með svipuðu sniði og fyrri ár. Forkeppnin fer fram 10. og 17. febrúar í Háskólabíó þar sem þrjú lög komast áfram í úrslitin sem fara fram 3. mars í Laugardalshöll. Sigurvegarinn verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Portúgal í maí. Eurovision Tengdar fréttir Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2018 Einvala lið listamanna tekur þátt í söngvakeppninni 2018. 19. janúar 2018 20:15 RÚV rannsakar leka sem tengist Söngvakeppninni Grunur um að einhver hafi komist í tölvupóstsendingar. 19. janúar 2018 18:27 Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Síðastliðið föstudagskvöld stóð til að svipta hulunni af lögunum og flytjendum sem taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Einhverjum klukkutímum fyrir útsendinguna höfðu þó heiti laganna og nöfn flytjenda verið birt á erlendum vefsíðum. Birna Ósk Hansdóttir, framleiðslustjóri RÚV, sagði í samtali við Vísi á föstudag að RÚV ætlaði sér að rannsaka hvernig listinn yfir lög og flytjendur gat lekið út. Strax hafði vaknað sá grunur að einhver hefði komist í tölvupóstsamskipti þeirra sem sjá um skipulagningu Söngvakeppninnar. Um var að ræða tengla á Dropbox-vefhýsingu þar sem upplýsingarnar voru geymdar. Listanum yfir lög og flytjendum var ekki einungis lekið heldur hafði einhver sett nokkur laganna inn á vef YouTube, en RÚV lét taka þau út skömmu síðar. Birna sagði listann fyrst hafa birst á rússneskum samfélagsmiðli og þess vegna vaknaði sá grunur að erlendur aðili bæri ábyrgð á lekanum og hann hefði mögulega komist í tölvupóstsamskiptin. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest en Birna Ósk segir í samtali við Vísi í dag að vefkerfi Ríkisútvarpsins sé óhult og enginn hafi komist inn á það. Ef skipst verður frekar á gögnum í gegnum deilisíður á borð við Dropbox þá verða þau varin með lykilorði svo þetta endurtaki sig ekki, en gögnin sem láku út voru óvarin. „Skiptigögnin voru ekki nógu vel varin hjá okkur. Það eru mistök og einhver komst inn í það. Það eru ekki góð vinnubrögð og við þurfum að laga það,“ segir Birna. Hún sagði að sem betur fer hafi ekki verið um trúnaðargögn að ræða sem einhver gat beðið skaða af. Birna segist þó einnig sjá málið í því ljósi að áhuginn erlendis frá á Söngvakeppninni sé það mikill að einhver sé reiðubúinn að leggja þetta á sig til að komast yfir lögin sem verða í keppninni í ár. Fyrirkomulag keppninnar verður með svipuðu sniði og fyrri ár. Forkeppnin fer fram 10. og 17. febrúar í Háskólabíó þar sem þrjú lög komast áfram í úrslitin sem fara fram 3. mars í Laugardalshöll. Sigurvegarinn verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Portúgal í maí.
Eurovision Tengdar fréttir Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2018 Einvala lið listamanna tekur þátt í söngvakeppninni 2018. 19. janúar 2018 20:15 RÚV rannsakar leka sem tengist Söngvakeppninni Grunur um að einhver hafi komist í tölvupóstsendingar. 19. janúar 2018 18:27 Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2018 Einvala lið listamanna tekur þátt í söngvakeppninni 2018. 19. janúar 2018 20:15
RÚV rannsakar leka sem tengist Söngvakeppninni Grunur um að einhver hafi komist í tölvupóstsendingar. 19. janúar 2018 18:27
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning