Sveinbjörg vill snjallsímabann í grunnskólum borgarinnar Þórarinn Þórarinsson skrifar 23. janúar 2018 08:00 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Vísir/valli Óháði borgarfulltrúinn Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hyggst í byrjun febrúar leggja fram tillögu í borgarstjórn um að borgaryfirvöld auðveldi skólastjórnendum að banna notkun snjallsíma í grunnskólum borgarinnar. Sveinbjörg segir snjallsímanotkun grunnskólabarna á skólatíma vera vaxandi vandmál en hún hafi fulla trú á að hægt sé að koma böndum á notkun símanna. „Vandinn er að það eru engar samræmdar reglur um þetta hjá Reykjavíkurborg. Hverjum skólastjóra er því í sjálfsvald sett hvaða reglur gilda um snjallsíma í hans skóla.“ Sveinbjörg segir afleiðinguna þá að ef börnum er bannað að vera með snjallsíma í einum skóla vísi þau í ólíkar reglur í öðrum skólum og spyrji eðlilega hvers vegna eitt skuli ekki yfir alla ganga. „Skólar í Frakklandi og Svíþjóð eru byrjaðir að banna snjallsíma og við hljótum að geta gert þetta líka. En ef við ætlum að fara þessa leið þarf Reykjavík að setja sér reglur sem gilda fyrir alla skóla í borginni.“ Hún segir flest benda til þess að óhófleg notkun snjalltækja ýti undir kvíða og óöryggi hjá fjölda barna. „Við höfum dæmi um ljótt einelti þar sem snjallsíminn er notaður.“ Sveinbjörg segist undir það búin að tillaga hennar muni falla í misfrjóan jarðveg og skólabörn séu líkleg til þess að mótmæla slíku banni. „Ég held að skilningurinn á þessum vanda hafi verið að aukast og fólk er að verða meðvitaðra um félagslega þáttinn. Það verða örugglega mótbárur og þá líklegast frá þeim sem eru veikastir fyrir og orðnir alvarlega háðir tækjunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Úrsögn Sveinbjargar kostar Framsókn öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar Framsókn og fluvallarvinir missa öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar og renna sætin til meirihlutans. 5. september 2017 20:15 Ekkert samkomulag á milli Sveinbjargar og Guðfinnu um aðkomu að ráðum borgarinnar Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir hyggjast tryggja að þeir hafi aðkomu að öllum ráðunum. 5. september 2017 10:54 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Óháði borgarfulltrúinn Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hyggst í byrjun febrúar leggja fram tillögu í borgarstjórn um að borgaryfirvöld auðveldi skólastjórnendum að banna notkun snjallsíma í grunnskólum borgarinnar. Sveinbjörg segir snjallsímanotkun grunnskólabarna á skólatíma vera vaxandi vandmál en hún hafi fulla trú á að hægt sé að koma böndum á notkun símanna. „Vandinn er að það eru engar samræmdar reglur um þetta hjá Reykjavíkurborg. Hverjum skólastjóra er því í sjálfsvald sett hvaða reglur gilda um snjallsíma í hans skóla.“ Sveinbjörg segir afleiðinguna þá að ef börnum er bannað að vera með snjallsíma í einum skóla vísi þau í ólíkar reglur í öðrum skólum og spyrji eðlilega hvers vegna eitt skuli ekki yfir alla ganga. „Skólar í Frakklandi og Svíþjóð eru byrjaðir að banna snjallsíma og við hljótum að geta gert þetta líka. En ef við ætlum að fara þessa leið þarf Reykjavík að setja sér reglur sem gilda fyrir alla skóla í borginni.“ Hún segir flest benda til þess að óhófleg notkun snjalltækja ýti undir kvíða og óöryggi hjá fjölda barna. „Við höfum dæmi um ljótt einelti þar sem snjallsíminn er notaður.“ Sveinbjörg segist undir það búin að tillaga hennar muni falla í misfrjóan jarðveg og skólabörn séu líkleg til þess að mótmæla slíku banni. „Ég held að skilningurinn á þessum vanda hafi verið að aukast og fólk er að verða meðvitaðra um félagslega þáttinn. Það verða örugglega mótbárur og þá líklegast frá þeim sem eru veikastir fyrir og orðnir alvarlega háðir tækjunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Úrsögn Sveinbjargar kostar Framsókn öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar Framsókn og fluvallarvinir missa öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar og renna sætin til meirihlutans. 5. september 2017 20:15 Ekkert samkomulag á milli Sveinbjargar og Guðfinnu um aðkomu að ráðum borgarinnar Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir hyggjast tryggja að þeir hafi aðkomu að öllum ráðunum. 5. september 2017 10:54 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Úrsögn Sveinbjargar kostar Framsókn öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar Framsókn og fluvallarvinir missa öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar og renna sætin til meirihlutans. 5. september 2017 20:15
Ekkert samkomulag á milli Sveinbjargar og Guðfinnu um aðkomu að ráðum borgarinnar Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir hyggjast tryggja að þeir hafi aðkomu að öllum ráðunum. 5. september 2017 10:54