Sveinbjörg vill snjallsímabann í grunnskólum borgarinnar Þórarinn Þórarinsson skrifar 23. janúar 2018 08:00 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Vísir/valli Óháði borgarfulltrúinn Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hyggst í byrjun febrúar leggja fram tillögu í borgarstjórn um að borgaryfirvöld auðveldi skólastjórnendum að banna notkun snjallsíma í grunnskólum borgarinnar. Sveinbjörg segir snjallsímanotkun grunnskólabarna á skólatíma vera vaxandi vandmál en hún hafi fulla trú á að hægt sé að koma böndum á notkun símanna. „Vandinn er að það eru engar samræmdar reglur um þetta hjá Reykjavíkurborg. Hverjum skólastjóra er því í sjálfsvald sett hvaða reglur gilda um snjallsíma í hans skóla.“ Sveinbjörg segir afleiðinguna þá að ef börnum er bannað að vera með snjallsíma í einum skóla vísi þau í ólíkar reglur í öðrum skólum og spyrji eðlilega hvers vegna eitt skuli ekki yfir alla ganga. „Skólar í Frakklandi og Svíþjóð eru byrjaðir að banna snjallsíma og við hljótum að geta gert þetta líka. En ef við ætlum að fara þessa leið þarf Reykjavík að setja sér reglur sem gilda fyrir alla skóla í borginni.“ Hún segir flest benda til þess að óhófleg notkun snjalltækja ýti undir kvíða og óöryggi hjá fjölda barna. „Við höfum dæmi um ljótt einelti þar sem snjallsíminn er notaður.“ Sveinbjörg segist undir það búin að tillaga hennar muni falla í misfrjóan jarðveg og skólabörn séu líkleg til þess að mótmæla slíku banni. „Ég held að skilningurinn á þessum vanda hafi verið að aukast og fólk er að verða meðvitaðra um félagslega þáttinn. Það verða örugglega mótbárur og þá líklegast frá þeim sem eru veikastir fyrir og orðnir alvarlega háðir tækjunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Úrsögn Sveinbjargar kostar Framsókn öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar Framsókn og fluvallarvinir missa öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar og renna sætin til meirihlutans. 5. september 2017 20:15 Ekkert samkomulag á milli Sveinbjargar og Guðfinnu um aðkomu að ráðum borgarinnar Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir hyggjast tryggja að þeir hafi aðkomu að öllum ráðunum. 5. september 2017 10:54 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Sjá meira
Óháði borgarfulltrúinn Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hyggst í byrjun febrúar leggja fram tillögu í borgarstjórn um að borgaryfirvöld auðveldi skólastjórnendum að banna notkun snjallsíma í grunnskólum borgarinnar. Sveinbjörg segir snjallsímanotkun grunnskólabarna á skólatíma vera vaxandi vandmál en hún hafi fulla trú á að hægt sé að koma böndum á notkun símanna. „Vandinn er að það eru engar samræmdar reglur um þetta hjá Reykjavíkurborg. Hverjum skólastjóra er því í sjálfsvald sett hvaða reglur gilda um snjallsíma í hans skóla.“ Sveinbjörg segir afleiðinguna þá að ef börnum er bannað að vera með snjallsíma í einum skóla vísi þau í ólíkar reglur í öðrum skólum og spyrji eðlilega hvers vegna eitt skuli ekki yfir alla ganga. „Skólar í Frakklandi og Svíþjóð eru byrjaðir að banna snjallsíma og við hljótum að geta gert þetta líka. En ef við ætlum að fara þessa leið þarf Reykjavík að setja sér reglur sem gilda fyrir alla skóla í borginni.“ Hún segir flest benda til þess að óhófleg notkun snjalltækja ýti undir kvíða og óöryggi hjá fjölda barna. „Við höfum dæmi um ljótt einelti þar sem snjallsíminn er notaður.“ Sveinbjörg segist undir það búin að tillaga hennar muni falla í misfrjóan jarðveg og skólabörn séu líkleg til þess að mótmæla slíku banni. „Ég held að skilningurinn á þessum vanda hafi verið að aukast og fólk er að verða meðvitaðra um félagslega þáttinn. Það verða örugglega mótbárur og þá líklegast frá þeim sem eru veikastir fyrir og orðnir alvarlega háðir tækjunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Úrsögn Sveinbjargar kostar Framsókn öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar Framsókn og fluvallarvinir missa öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar og renna sætin til meirihlutans. 5. september 2017 20:15 Ekkert samkomulag á milli Sveinbjargar og Guðfinnu um aðkomu að ráðum borgarinnar Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir hyggjast tryggja að þeir hafi aðkomu að öllum ráðunum. 5. september 2017 10:54 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Sjá meira
Úrsögn Sveinbjargar kostar Framsókn öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar Framsókn og fluvallarvinir missa öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar og renna sætin til meirihlutans. 5. september 2017 20:15
Ekkert samkomulag á milli Sveinbjargar og Guðfinnu um aðkomu að ráðum borgarinnar Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir hyggjast tryggja að þeir hafi aðkomu að öllum ráðunum. 5. september 2017 10:54