Boogie hlóð í svo svakalega og sögulega þrennu að LeBron fór á Twitter | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. janúar 2018 07:00 Anthony Davis stekkur í fangið á Cousins eftir leikinn í nótt. vísir/getty New Orleans Pelicans vann endurkomusigur á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar að liðið lagði Chicago Bulls, 132-128, í tvíframlengdum leik. Pelicans var mest 17 stigum undir en stjörnutvíeykið í teignum hjá heimamönnum, DeMarcus „Boogie“ Cousins og Anthony Davis, settu liðið á bakið og báru það í átt að öðrum sigri New Orleans í röð. Það er nú komið upp í sjötta sætu vesturdeildarinnar. Davis hefur verið á miklum skriði að undanförnu og skoraði 34 stig í nótt en það var Boogie sem fór gjörsamlega hamförum. Hann hlóð í rosalega þrennu með 44 stigum, 24 fráköstum og tíu stoðsendingum. Frammistaðan var svo mögnuð að besti körfuboltamaður heims, LeBron James, sá ekkert annað í stöðunni en að hrósa miðherjanum á Twitter fyrir þessa „sjúku tölfræðilínu“ eins og LeBron orðaði það.Yo @boogiecousins chill out man!! Sheesh!!! Super sick stat line — LeBron James (@KingJames) January 23, 2018 Cousins skoraði sjö stig í seinni framlengingunni þar sem hann setti niður þrist, snúningstvist í teignum og tvö vítaskot þegar að átta sekúndur voru eftir. Frammistaðan var söguleg því Cousins varð sá fyrsti sem skorar yfir 40 stig, tekur 20 fráköst eða fleiri og gefur tíu stoðsendingar eða fleiri síðan goðsögnin Kareem Abdul-Jabbar gerði það fyrir Los Angeles Lakers árið 1972. Finninn Lauri Markkanen átti góðan leik fyrir Bulls en hann skoraði fjórtán stig og tók 17 fráköst en það dugði ekki fyrir Chicago sem er í basli í austurdeildinni. Bulls er í tólfta sæti með 18 sigra og 29 töp en það er fjórum sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni. Frammistöðu Boogie Cousins frá því í nótt má sjá í myndbandinu hér að neðan.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Sacramento Kings 112-107 Atlanta Hawks - Utah Jazz 104-90 Houston Rockets - Miami Heat 99-90 Memphis Grizzlies - Philadelphia 76errs 105-101 Milwaukee Bucks - Phoenix Suns 109-105 New Orleans Pelicans - Chicago Bulls 132-128 Dallas Mavericks - Washington Wizards 98-75 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 104-101 NBA Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Sjá meira
New Orleans Pelicans vann endurkomusigur á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar að liðið lagði Chicago Bulls, 132-128, í tvíframlengdum leik. Pelicans var mest 17 stigum undir en stjörnutvíeykið í teignum hjá heimamönnum, DeMarcus „Boogie“ Cousins og Anthony Davis, settu liðið á bakið og báru það í átt að öðrum sigri New Orleans í röð. Það er nú komið upp í sjötta sætu vesturdeildarinnar. Davis hefur verið á miklum skriði að undanförnu og skoraði 34 stig í nótt en það var Boogie sem fór gjörsamlega hamförum. Hann hlóð í rosalega þrennu með 44 stigum, 24 fráköstum og tíu stoðsendingum. Frammistaðan var svo mögnuð að besti körfuboltamaður heims, LeBron James, sá ekkert annað í stöðunni en að hrósa miðherjanum á Twitter fyrir þessa „sjúku tölfræðilínu“ eins og LeBron orðaði það.Yo @boogiecousins chill out man!! Sheesh!!! Super sick stat line — LeBron James (@KingJames) January 23, 2018 Cousins skoraði sjö stig í seinni framlengingunni þar sem hann setti niður þrist, snúningstvist í teignum og tvö vítaskot þegar að átta sekúndur voru eftir. Frammistaðan var söguleg því Cousins varð sá fyrsti sem skorar yfir 40 stig, tekur 20 fráköst eða fleiri og gefur tíu stoðsendingar eða fleiri síðan goðsögnin Kareem Abdul-Jabbar gerði það fyrir Los Angeles Lakers árið 1972. Finninn Lauri Markkanen átti góðan leik fyrir Bulls en hann skoraði fjórtán stig og tók 17 fráköst en það dugði ekki fyrir Chicago sem er í basli í austurdeildinni. Bulls er í tólfta sæti með 18 sigra og 29 töp en það er fjórum sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni. Frammistöðu Boogie Cousins frá því í nótt má sjá í myndbandinu hér að neðan.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Sacramento Kings 112-107 Atlanta Hawks - Utah Jazz 104-90 Houston Rockets - Miami Heat 99-90 Memphis Grizzlies - Philadelphia 76errs 105-101 Milwaukee Bucks - Phoenix Suns 109-105 New Orleans Pelicans - Chicago Bulls 132-128 Dallas Mavericks - Washington Wizards 98-75 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 104-101
NBA Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Sjá meira