„Ég veit alveg út í hvað ég er að fara“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. janúar 2018 07:01 Tinna Haraldsdóttir gefur lítið fyrir gagnrýni um að ákvörðun hennar einkennist af eigingirni. Vísir/Vilhelm Tinna Haralsdóttir segist hafa fundið fyrir „miklu betri“ viðbrögðum við ákvörðun sinni um að fara í ófrjósemisaðgerð, 27 ára gömul, en hún hafði gert ráð fyrir. Viðtal Fréttablaðsins við Tinnu um miðjan mánuðinn vakti töluverða athygli og nú er komið að stóru stundinni, aðgerðin verður framkvæmd í dag. Tinna ræddi ákvörðunina í Ísland í dag-þætti gærkvöldsins og sagði að frá því viðtalið birtist, sem nálgast má hér, hafi hún aðeins styrkst í ákvörðun sinni. Hún sé „handviss“ um að hana langi ekki í börn. „Ég hef aldrei kunnað vel við börn, ég á mjög erfitt með að tengjast börnum. Ég hef bara aldrei fundið þessa þörf eða tilfinningu,“ segir Tinna sem ákvað að sækjast eftir ófrjósemisaðgerðinni að yfirlögðu ráði. Ekki aðeins hafi hún unnið á þremur leikskólum og sumarbúðum fyrir börn heldur segist Tinna hafa „hugsað um þetta í mörg ár.“ Hún hafi lesið sig vel til um aðgerðina og kynnt sér reynslusögur erlendra kvenna sem farið hafa í aðgerðina. „Ég veit alveg út í hvað ég er að fara.“Sjá einnig: Er 27 ára, barnlaus og ætlar í ófrjósemisaðgerðHún segist gera sér fulla grein fyrir því að þetta sé ekki ákvörðun sem hún getur tekið til baka. „Þetta er ekki ákvörðun sem ég er að taka af því að ég „nenni ekki að vera á pillunni,“ útskýrir Tinna. „Þetta var bara ekki fyrir mig.“Að sama skapi óttast hún alls ekki að hún kunni að sjá eftir ákvörðuninni þegar fram líða stundir. Þannig hafi hún ekki miklar áhyggjur af því að verða einmana á elliheimilinu í framtíðinni. „Ég hef unnið á elliheimili og það er fullt af fólki sem á börn en fær aldrei heimsóknir,“ segir Tinna. Því sé ekkert fast í hendi þó svo að hún myndi eignast barn. Að sama skapi fylgi því alltaf kvíði að ala upp börn og stanslausar áhyggjur af velferð barnanna. Við þær áhyggjur verði hún framvegis laus. Þrátt fyrir að segjast hafa fengið yfirgnæfandi jákvæð viðbrögð segir Tinna að auðvitað hafi hún fengið nokkrar misgóðar athugasemdir. Til að myndi hafi hún fengið skilaboð um að „hún myndi fitna og hárvöxtur myndi aukast,“ eitthvað sem hún hefur ekki miklar áhyggjur af.Hvað með sjálfselsku? Þá hafi fólk stígið fram sem telur hana vera sjálfselska fyrir að vilja ekki eignast börn. „Við það fólk segi ég bara: Hvað með það? Fólk er að segja að þetta sé sjálfselska en er þetta eitthvað meiri sjálfselska en að eignast börn? Hvað er að því að vera sjálfselskur? Ég veit alveg að ég er sjálfselsk en það þýðir ekki að ég sé vond manneskja,“ segir Tinna. Þá séu einhverjir sem upplifa það sem svo að ákvörðun Tinnu sé árás á þeirra lífstíl, eins og hún sé að dæma þau fyrir þeirra val að eignast börn. „Ég skil rosa vel að fólk vilji eignast börn, ég skil af hverju - en ég bara er ekki þannig.“ Mestu skipti þó að hún eigi samþykka foreldra og vini sem hafa ekki sýnt henni neitt annað en stuðning. Eða eins og ein vinkona Tinnu komst að orði: „Þetta er eðlileg þróun fyrir þig.“ Viðtalið við Tinnu má heyra og sjá hér að ofan. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Er 27 ára, barnlaus og ætlar í ófrjósemisaðgerð Tinna Haraldsdóttir er 27 ára barnlaus kona. Eftir nokkra daga fer hún í ófrjósemisaðgerð og ástæðan er einföld, hana langar ekki að eignast börn. 12. janúar 2018 07:30 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Mickey Rourke eftir hómófóbísk ummæli Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Tinna Haralsdóttir segist hafa fundið fyrir „miklu betri“ viðbrögðum við ákvörðun sinni um að fara í ófrjósemisaðgerð, 27 ára gömul, en hún hafði gert ráð fyrir. Viðtal Fréttablaðsins við Tinnu um miðjan mánuðinn vakti töluverða athygli og nú er komið að stóru stundinni, aðgerðin verður framkvæmd í dag. Tinna ræddi ákvörðunina í Ísland í dag-þætti gærkvöldsins og sagði að frá því viðtalið birtist, sem nálgast má hér, hafi hún aðeins styrkst í ákvörðun sinni. Hún sé „handviss“ um að hana langi ekki í börn. „Ég hef aldrei kunnað vel við börn, ég á mjög erfitt með að tengjast börnum. Ég hef bara aldrei fundið þessa þörf eða tilfinningu,“ segir Tinna sem ákvað að sækjast eftir ófrjósemisaðgerðinni að yfirlögðu ráði. Ekki aðeins hafi hún unnið á þremur leikskólum og sumarbúðum fyrir börn heldur segist Tinna hafa „hugsað um þetta í mörg ár.“ Hún hafi lesið sig vel til um aðgerðina og kynnt sér reynslusögur erlendra kvenna sem farið hafa í aðgerðina. „Ég veit alveg út í hvað ég er að fara.“Sjá einnig: Er 27 ára, barnlaus og ætlar í ófrjósemisaðgerðHún segist gera sér fulla grein fyrir því að þetta sé ekki ákvörðun sem hún getur tekið til baka. „Þetta er ekki ákvörðun sem ég er að taka af því að ég „nenni ekki að vera á pillunni,“ útskýrir Tinna. „Þetta var bara ekki fyrir mig.“Að sama skapi óttast hún alls ekki að hún kunni að sjá eftir ákvörðuninni þegar fram líða stundir. Þannig hafi hún ekki miklar áhyggjur af því að verða einmana á elliheimilinu í framtíðinni. „Ég hef unnið á elliheimili og það er fullt af fólki sem á börn en fær aldrei heimsóknir,“ segir Tinna. Því sé ekkert fast í hendi þó svo að hún myndi eignast barn. Að sama skapi fylgi því alltaf kvíði að ala upp börn og stanslausar áhyggjur af velferð barnanna. Við þær áhyggjur verði hún framvegis laus. Þrátt fyrir að segjast hafa fengið yfirgnæfandi jákvæð viðbrögð segir Tinna að auðvitað hafi hún fengið nokkrar misgóðar athugasemdir. Til að myndi hafi hún fengið skilaboð um að „hún myndi fitna og hárvöxtur myndi aukast,“ eitthvað sem hún hefur ekki miklar áhyggjur af.Hvað með sjálfselsku? Þá hafi fólk stígið fram sem telur hana vera sjálfselska fyrir að vilja ekki eignast börn. „Við það fólk segi ég bara: Hvað með það? Fólk er að segja að þetta sé sjálfselska en er þetta eitthvað meiri sjálfselska en að eignast börn? Hvað er að því að vera sjálfselskur? Ég veit alveg að ég er sjálfselsk en það þýðir ekki að ég sé vond manneskja,“ segir Tinna. Þá séu einhverjir sem upplifa það sem svo að ákvörðun Tinnu sé árás á þeirra lífstíl, eins og hún sé að dæma þau fyrir þeirra val að eignast börn. „Ég skil rosa vel að fólk vilji eignast börn, ég skil af hverju - en ég bara er ekki þannig.“ Mestu skipti þó að hún eigi samþykka foreldra og vini sem hafa ekki sýnt henni neitt annað en stuðning. Eða eins og ein vinkona Tinnu komst að orði: „Þetta er eðlileg þróun fyrir þig.“ Viðtalið við Tinnu má heyra og sjá hér að ofan.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Er 27 ára, barnlaus og ætlar í ófrjósemisaðgerð Tinna Haraldsdóttir er 27 ára barnlaus kona. Eftir nokkra daga fer hún í ófrjósemisaðgerð og ástæðan er einföld, hana langar ekki að eignast börn. 12. janúar 2018 07:30 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Mickey Rourke eftir hómófóbísk ummæli Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Er 27 ára, barnlaus og ætlar í ófrjósemisaðgerð Tinna Haraldsdóttir er 27 ára barnlaus kona. Eftir nokkra daga fer hún í ófrjósemisaðgerð og ástæðan er einföld, hana langar ekki að eignast börn. 12. janúar 2018 07:30