Toppar bandaríska fimleikasambandsins segja af sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2018 10:00 Stelpurnar í bandaríska fimleikaliðinu sem vann ÓL-gull í London 2012. Fjórar þeirra voru misnotaðar af Nassar. Vísir/Getty Bandaríska fimleikasambandið hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna þess að læknir bandaríska fimleikalandsliðsins komst upp með að misnota fjölda fimleikastúlkna í tvo áratugi. Læknirinn Larry Nassar er á leiðinni í fangelsi en það er líka ljóst að miklar breytingar eru framundan hjá bandaríska fimleikasambandinu. Það hefur þó tekið sinn tíma að fá fólk hjá sambandinu til að taka ábyrgð á málinu en eftir að hver konan á fætur annarri hefur komið fram og sagt frá hræðilegri reynslu sinni af misnotkun Nassar þá ákvað forystufólk sambandsins að segja af sér. Þrír hátt settir stjórnarmenn bandaríska fimleikasambandsins létu af störfum í gær en það eru formaður fimleikasambandsins Paul Parilla,, varaformaðurinn Jay Binder og gjaldkerinn Bitsy Kelley. NBC segir frá. Síðast en ekki síst þá hefur John Geddert, þjálfara fimleikalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012 og nánum samstarfsmanni Larry Nassar, verið vikið tímabundið frá störfum vegna rannsóknar á málum hans. Fjórir liðsmenn bandaríska liðsins sem vann Ólympíugullið í London 2012, Aly Raisman, Jordyn Wieber, Gabby Douglas og McKayla Maroney, eru meðal þeirra sem voru misnotaðar af Larry Nassar. Meira en hundrað konur hafa sagt frá kynferðislegu ofbeldi og áreitni Larry Nassar. Hann hefur sjálfur játað á sig tíu kynferðisbrot og gæti verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir það. Nassar hefur þegar verið dæmdur í 60 ára fangelsi fyrir vörslu barnakláms. Talsmaður bandarísku Ólympíunefndarnnar greindi einnig frá því að háttsettir menn innan nefndarinnar hefðu beðið Parilla um að segja af sér 11. janúar síðastliðinn á sérstökum fundi í Colorado. „Við styðjum ákvörðun þeirra að segja af sér á þessum tímapunkti,“ sagði Kerry Perry, sem er núverandi forseti og framkvæmdastjóri bandaríska fimleiksambandsins. „Við trúum því að þetta skref muni gefa okkur betra tækifæri til að koma á breytingum innan sambandsins,“ sagði Perry. Fimleikar MeToo Mál Larry Nassar Tengdar fréttir Ólympíumeistarinn tjáir sig um Nassar: Ég hélt ég myndi deyja McKayla Maroney er ein af hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. 19. janúar 2018 09:30 Ólympíuhafi mætti Nassar í dómsal: „Þú ert svo sjúkur“ Fimleikakonan Aly Raisman varð í gær 73. þolandi læknisins Larry Nassar til að lesa yfirlýsingu í dómsal fyrir framan Nassar. 20. janúar 2018 22:44 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira
Bandaríska fimleikasambandið hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna þess að læknir bandaríska fimleikalandsliðsins komst upp með að misnota fjölda fimleikastúlkna í tvo áratugi. Læknirinn Larry Nassar er á leiðinni í fangelsi en það er líka ljóst að miklar breytingar eru framundan hjá bandaríska fimleikasambandinu. Það hefur þó tekið sinn tíma að fá fólk hjá sambandinu til að taka ábyrgð á málinu en eftir að hver konan á fætur annarri hefur komið fram og sagt frá hræðilegri reynslu sinni af misnotkun Nassar þá ákvað forystufólk sambandsins að segja af sér. Þrír hátt settir stjórnarmenn bandaríska fimleikasambandsins létu af störfum í gær en það eru formaður fimleikasambandsins Paul Parilla,, varaformaðurinn Jay Binder og gjaldkerinn Bitsy Kelley. NBC segir frá. Síðast en ekki síst þá hefur John Geddert, þjálfara fimleikalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012 og nánum samstarfsmanni Larry Nassar, verið vikið tímabundið frá störfum vegna rannsóknar á málum hans. Fjórir liðsmenn bandaríska liðsins sem vann Ólympíugullið í London 2012, Aly Raisman, Jordyn Wieber, Gabby Douglas og McKayla Maroney, eru meðal þeirra sem voru misnotaðar af Larry Nassar. Meira en hundrað konur hafa sagt frá kynferðislegu ofbeldi og áreitni Larry Nassar. Hann hefur sjálfur játað á sig tíu kynferðisbrot og gæti verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir það. Nassar hefur þegar verið dæmdur í 60 ára fangelsi fyrir vörslu barnakláms. Talsmaður bandarísku Ólympíunefndarnnar greindi einnig frá því að háttsettir menn innan nefndarinnar hefðu beðið Parilla um að segja af sér 11. janúar síðastliðinn á sérstökum fundi í Colorado. „Við styðjum ákvörðun þeirra að segja af sér á þessum tímapunkti,“ sagði Kerry Perry, sem er núverandi forseti og framkvæmdastjóri bandaríska fimleiksambandsins. „Við trúum því að þetta skref muni gefa okkur betra tækifæri til að koma á breytingum innan sambandsins,“ sagði Perry.
Fimleikar MeToo Mál Larry Nassar Tengdar fréttir Ólympíumeistarinn tjáir sig um Nassar: Ég hélt ég myndi deyja McKayla Maroney er ein af hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. 19. janúar 2018 09:30 Ólympíuhafi mætti Nassar í dómsal: „Þú ert svo sjúkur“ Fimleikakonan Aly Raisman varð í gær 73. þolandi læknisins Larry Nassar til að lesa yfirlýsingu í dómsal fyrir framan Nassar. 20. janúar 2018 22:44 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira
Ólympíumeistarinn tjáir sig um Nassar: Ég hélt ég myndi deyja McKayla Maroney er ein af hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. 19. janúar 2018 09:30
Ólympíuhafi mætti Nassar í dómsal: „Þú ert svo sjúkur“ Fimleikakonan Aly Raisman varð í gær 73. þolandi læknisins Larry Nassar til að lesa yfirlýsingu í dómsal fyrir framan Nassar. 20. janúar 2018 22:44