Móðir bresks skiptinema sem svipti sig lífi á Íslandi fordæmir sjálfsvígssíður Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2018 12:15 Connel Arthur og móðir hans, Nathalie Arthur. Go Fund me Nathalie Arthur, móðir bresks skiptinema sem svipti sig lífi á Íslandi í síðasta mánuði, hefur fordæmt síður á netinu sem birta leiðbeiningar um aðferðir til að fremja sjálfsvíg. Hún vill nú auka meðvitund meðal almennings um andleg veikindi meðal ungra karlmanna. Þetta gerir hún eftir að í ljós kom að sonur hennar, Connel Arthur, notaðist við leitarvélina Google til að hafa uppi á aðferðum til að svipta sig lífi, dagana fyrir dauða sinn. Hinn 21 ára Connel, sem var nemandi við Háskólann í Glasgow, fannst látinn í herbergi sínu í Reykjavík þann 19. desember síðastliðinn. Hann hafði verið við skiptinám hér á landi.Sýndi engin merki um þunglyndi Móðir Connel segir í samtali við Daily Record að sonur sinn hafi hvorki sýnt nein merki um þunglyndi né hafi hann hafi átt við andleg veikindi að stríða áður en hann svipti sig lífi. Hann hafi hins vegar haft áhyggjur því að hann myndi standa uppi heimilislaus. „Hann hafði átt í vandræðum með að finna húsnæði í Reykjavík og ég held að hann hafi haft miklar áhyggjur af því að verða heimilislaus,“ segir Nathalie. Hún segist dagana fyrir andlátið hafa haft á tilfinningunni að ekki væri allt með felldu og því hafi hún sent honum nokkur skilaboð þar sem hún spurði hvernig hann hefði það. Í svörum hans hafi komið fram að allt væri í lagi. „Ég held að það hafi ekki verið nein leið að ná til hans á þessum tímapunkti – hann vissi hvað hann ætlaði að gera.“Hæfileikaríkur gítarspilari Í viðtalinu minnist Nathalie sonar síns og segir hann hafa verið hæfileikaríkan gítarspilara og mikinn áhugamann um brimbretti og snjóbretti. Hann hafi sent kveðjuskilaboð til kærustu sinnar daginn sem hann dó og síðar fundist í herbergi sínu nokkrum klukkustundum síðar.Connel Arthur var mikill áhugamaður um brimbretti og snjóbretti.Nathalie ArthurNathalie segir að Connel hafi verið í meistaranámi og eignast marga vini á Íslandi. Þá hafi hann starfað á veitingastað í borginni. „Við hugðumst fara til að hitta hann um áramótin. Við höfðum bókað fjögurra daga ferð frá 28. desember til 1. janúar. Hann sendi mér skilaboð daginn sem hann dó þar sem hann spurði hvenær við kæmum, en hann fékk aldri svörin mín.“Sáu leitarniðurstöðurnarFjölskyldan hafi svo komið til Íslands eftir dauða hans og þá séð Google-leitarniðurstöður í tölvu Connel. „Það er eitt atriði sem ég vil ræða – Connel hafði leitað á Google um aðferðir til að svipta sig lífi og gat auðveldlega nálgast þær upplýsingar. Við fórum út í þeirri trú að þetta hafi verið ákvörðun sem hann hafi tekið í skyndi en þar fundust hins vegar allar þessar leitir frá dögunum fyrir. Mikið var rætt um átröskunarsíður og síður um hvernig vegi skaða sjálfan sig fyrir nokkrum árum, þannig að af hverju er ekkert rætt um þessar sjálfsvígssíður og af hverju eru þær aðgengilegar? Það er ekki í lagi. Þessar upplýsingar eiga ekki að vera aðgengilegar fólki,“ segir Nathalie, sem hefur stofnað fjármögnunarsíðu til að stuðla að aukinni meðvitund fólks um andleg veikindi ungmenna. Lesa má viðtalið við Nathalie Arthur, móður Connel, í frétt Daily Record. Heilbrigðismál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Nathalie Arthur, móðir bresks skiptinema sem svipti sig lífi á Íslandi í síðasta mánuði, hefur fordæmt síður á netinu sem birta leiðbeiningar um aðferðir til að fremja sjálfsvíg. Hún vill nú auka meðvitund meðal almennings um andleg veikindi meðal ungra karlmanna. Þetta gerir hún eftir að í ljós kom að sonur hennar, Connel Arthur, notaðist við leitarvélina Google til að hafa uppi á aðferðum til að svipta sig lífi, dagana fyrir dauða sinn. Hinn 21 ára Connel, sem var nemandi við Háskólann í Glasgow, fannst látinn í herbergi sínu í Reykjavík þann 19. desember síðastliðinn. Hann hafði verið við skiptinám hér á landi.Sýndi engin merki um þunglyndi Móðir Connel segir í samtali við Daily Record að sonur sinn hafi hvorki sýnt nein merki um þunglyndi né hafi hann hafi átt við andleg veikindi að stríða áður en hann svipti sig lífi. Hann hafi hins vegar haft áhyggjur því að hann myndi standa uppi heimilislaus. „Hann hafði átt í vandræðum með að finna húsnæði í Reykjavík og ég held að hann hafi haft miklar áhyggjur af því að verða heimilislaus,“ segir Nathalie. Hún segist dagana fyrir andlátið hafa haft á tilfinningunni að ekki væri allt með felldu og því hafi hún sent honum nokkur skilaboð þar sem hún spurði hvernig hann hefði það. Í svörum hans hafi komið fram að allt væri í lagi. „Ég held að það hafi ekki verið nein leið að ná til hans á þessum tímapunkti – hann vissi hvað hann ætlaði að gera.“Hæfileikaríkur gítarspilari Í viðtalinu minnist Nathalie sonar síns og segir hann hafa verið hæfileikaríkan gítarspilara og mikinn áhugamann um brimbretti og snjóbretti. Hann hafi sent kveðjuskilaboð til kærustu sinnar daginn sem hann dó og síðar fundist í herbergi sínu nokkrum klukkustundum síðar.Connel Arthur var mikill áhugamaður um brimbretti og snjóbretti.Nathalie ArthurNathalie segir að Connel hafi verið í meistaranámi og eignast marga vini á Íslandi. Þá hafi hann starfað á veitingastað í borginni. „Við hugðumst fara til að hitta hann um áramótin. Við höfðum bókað fjögurra daga ferð frá 28. desember til 1. janúar. Hann sendi mér skilaboð daginn sem hann dó þar sem hann spurði hvenær við kæmum, en hann fékk aldri svörin mín.“Sáu leitarniðurstöðurnarFjölskyldan hafi svo komið til Íslands eftir dauða hans og þá séð Google-leitarniðurstöður í tölvu Connel. „Það er eitt atriði sem ég vil ræða – Connel hafði leitað á Google um aðferðir til að svipta sig lífi og gat auðveldlega nálgast þær upplýsingar. Við fórum út í þeirri trú að þetta hafi verið ákvörðun sem hann hafi tekið í skyndi en þar fundust hins vegar allar þessar leitir frá dögunum fyrir. Mikið var rætt um átröskunarsíður og síður um hvernig vegi skaða sjálfan sig fyrir nokkrum árum, þannig að af hverju er ekkert rætt um þessar sjálfsvígssíður og af hverju eru þær aðgengilegar? Það er ekki í lagi. Þessar upplýsingar eiga ekki að vera aðgengilegar fólki,“ segir Nathalie, sem hefur stofnað fjármögnunarsíðu til að stuðla að aukinni meðvitund fólks um andleg veikindi ungmenna. Lesa má viðtalið við Nathalie Arthur, móður Connel, í frétt Daily Record.
Heilbrigðismál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira