Tólf íshokkíkonur frá Norður-Kóreu lentu í Suður-Kóreu í dag þar sem þær munu æfa með stöllum sínum í suðrinu enda mun Kórea senda sameiginlegt lið til keppni í kvennahokkíinu á Vetrarólympíuleikunum.
Þetta eru söguleg tíðindi sem vonast er til að munu hjálpa til við erfið samskipti þjóðanna. Ísinn var brotinn á dögunum er Norður-Kórea sagðist vilja vera með á leikunum og í kjölfarið var þetta stóra skref stigið.
Ekki eru samt allir í Suður-Kóreu sáttir við þetta skref og finnst ekki gott að stelpurnar fra Norður-Kóreu séu að taka spiltíma frá þeirra stúlkum.
Alþjóða ólympíunefndin hefur þegar samþykkt að þjóðirnar tefli fram sameiginlegu liði í Pyeongchang. Leikarnir hefjast 9. febrúar og alls munu 22 íþróttamenn koma á leikana frá Norður-Kóreu.
Kóreuþjóðirnar senda sameiginlegt íshokkílið á Vetrarólympíuleikana
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið






Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn


„Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“
Körfubolti

Átti Henderson að fá rautt spjald?
Enski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni
Íslenski boltinn