Heilbrigðisráðherra segir það hættulega hugmynd að hætta uppbyggingu Landspítala við Hringbraut Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2018 19:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Ernir Heilbrigðisráðherra segir ekki koma til greina að hætta við uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut og hún trúi því ekki að fólk vilji fresta uppbyggingu kjarna heilbrigðiskerfisins um tíu til fimmtán ár. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins vilja reisa nýjan spítala við Keldnaholt eða á Vífilstöðum. Í sérstökum umræðum á Alþingi í dag að ósk Önnu Kolbrúnar Árnadóttur þingmanns Miðflokksins fann hún ýmislegt athugavert við uppbyggingu nýs Landsspítala við Hringbraut. Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins segir staðsetninguna ekki miðlæga og aðgengi bæði sjúklinga og starfsmanna yrði ekki gott. Þá væri fyrirhugað að þrengja enn að umferð í nágrenni spítalans. „Það er alvegt ljóst að skipulag og aðgengi hefur breyst. Þungamiðja fjölda íbúa er ekki lengur í radíus í kringum Hringbraut. Hún er mun austar og snertir hagsmuni nágrannasveitarfélaga einnig sem og landsins alls,“ segir Anna Kolbrún. Heilbrigðisráðherra segir brýnt að ljúka uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut og minnti á að á síðustu sextán árum hefðu níu heilbrigðisráðherrar frá fimm flokkum stutt uppbygginguna þar. Þá hefðu kannanir og rannsóknir bæði innan spítalans og utan leitt í ljós að þetta væri besti kosturinn. Í umræðunum á Alþingi í dag studdu þingmenn allra flokka nema Miðflokksins, Flokks fólksins og Pírata að haldið verði áfram að byggja upp við Hringbraut. En Píratar vilja að staðarvalið verði skoðað á ný og síðan borið undir þjóðina. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði uppbyggingu við Hringbraut tryggja hraðast umbætur í heibrigðiskerfinu en hægt verði að nýta áfram um 55 þúsund fermetra af núverandi húsnæði. „Kostnaður við nýbyggingar er um sex til áttahundruð þúsund á fermetra. Þannig að uppbyggingin á Hringbraut er bví lang hagkvæmasti kosturinn. Aðrar mögulegar staðsetningar kalla því á mun fleiri nýbyggingar og þar með aukinn framkvæmdakostnað,“ sagði Svandís. Anna Kolbrún segir að mun hagkvæmara yrði að byggja á Keldnaholti eða við Vífilstaði en Fossvogur og Vífilstaðir voru skoðaðir sem kostir á árum áður og þóttu lakari kostir en Hringbrautin. Heilbrigðisráðherra sagði það hættulega hugmynd að stoppa á þessum tímapunkti. Íslenskt heilbrigðiskerfi gæti ekki beðið. „Er fólki alvara með svona málflutning? Halda því fram að það snúist um að taka nýja ákvörðun sem að sannarlega að mati Framkvæmdasýslu ríkisins og Skipulagsstofnunar muni fresta uppbyggingu kjarnahúsnæðis íslenska heilbrigðiskerfisins um tíu til fimmtán ár,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir ekki koma til greina að hætta við uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut og hún trúi því ekki að fólk vilji fresta uppbyggingu kjarna heilbrigðiskerfisins um tíu til fimmtán ár. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins vilja reisa nýjan spítala við Keldnaholt eða á Vífilstöðum. Í sérstökum umræðum á Alþingi í dag að ósk Önnu Kolbrúnar Árnadóttur þingmanns Miðflokksins fann hún ýmislegt athugavert við uppbyggingu nýs Landsspítala við Hringbraut. Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins segir staðsetninguna ekki miðlæga og aðgengi bæði sjúklinga og starfsmanna yrði ekki gott. Þá væri fyrirhugað að þrengja enn að umferð í nágrenni spítalans. „Það er alvegt ljóst að skipulag og aðgengi hefur breyst. Þungamiðja fjölda íbúa er ekki lengur í radíus í kringum Hringbraut. Hún er mun austar og snertir hagsmuni nágrannasveitarfélaga einnig sem og landsins alls,“ segir Anna Kolbrún. Heilbrigðisráðherra segir brýnt að ljúka uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut og minnti á að á síðustu sextán árum hefðu níu heilbrigðisráðherrar frá fimm flokkum stutt uppbygginguna þar. Þá hefðu kannanir og rannsóknir bæði innan spítalans og utan leitt í ljós að þetta væri besti kosturinn. Í umræðunum á Alþingi í dag studdu þingmenn allra flokka nema Miðflokksins, Flokks fólksins og Pírata að haldið verði áfram að byggja upp við Hringbraut. En Píratar vilja að staðarvalið verði skoðað á ný og síðan borið undir þjóðina. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði uppbyggingu við Hringbraut tryggja hraðast umbætur í heibrigðiskerfinu en hægt verði að nýta áfram um 55 þúsund fermetra af núverandi húsnæði. „Kostnaður við nýbyggingar er um sex til áttahundruð þúsund á fermetra. Þannig að uppbyggingin á Hringbraut er bví lang hagkvæmasti kosturinn. Aðrar mögulegar staðsetningar kalla því á mun fleiri nýbyggingar og þar með aukinn framkvæmdakostnað,“ sagði Svandís. Anna Kolbrún segir að mun hagkvæmara yrði að byggja á Keldnaholti eða við Vífilstaði en Fossvogur og Vífilstaðir voru skoðaðir sem kostir á árum áður og þóttu lakari kostir en Hringbrautin. Heilbrigðisráðherra sagði það hættulega hugmynd að stoppa á þessum tímapunkti. Íslenskt heilbrigðiskerfi gæti ekki beðið. „Er fólki alvara með svona málflutning? Halda því fram að það snúist um að taka nýja ákvörðun sem að sannarlega að mati Framkvæmdasýslu ríkisins og Skipulagsstofnunar muni fresta uppbyggingu kjarnahúsnæðis íslenska heilbrigðiskerfisins um tíu til fimmtán ár,“ sagði Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira