Minnka sykur í kóki til að bregðast við offituvandanum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. janúar 2018 20:00 Dregið verður úr sykurnotkun í vörulínum Coca-Cola á Íslandi um tíu prósent fram til ársins 2020. Yfirmaður samfélagsábyrgðar segir fyrirtækið viðurkenna sinn þátt í offituvandanum og vilja axla ábyrgð. Janúarráðstefna Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð, var haldin í dag undir yfirskriftinni „Ábyrgð er arðsöm". Þar kynnti yfirmaður samfélagsábyrgðar hjá Coca-Cola áform fyrirtækisins um að draga úr sykurnotkun í vörum sínum hér á landi. Hann segir Coca-cola þurfa að axla sína ábyrgð á offituvandanum. „Við erum hluti vandans en það eru margar leiðir til að nálgast sykur og fleiri þættir valda offitu. En við þurfum að vera hluti lausnarinnar og þess vegna erum við að skuldbinda okkur með þessum hætti," segir Per Hynne, yfirmaður samskipta og samfélagsábyrgðar hjá Coca-Cola European Partners. Markmiðið er að draga úr heildarsykurnotkun Coca-Cola á Íslandi um 10% fyrir árið 2020 en sykurnotkunin hefur þegar dregist saman um 15% frá árinu 2010. Hinar klassísku vörur Coca-Cola verða áfram eins en til þess að ná markmiðinu verður lögð áhersla á hollari valkosti. „Við munum passa upp á upphaflegu vörurnar til þess að fólk geti ennþá keypt þær. En auk þess að breyta uppskriftum til þess að draga úr sykurmagni ætlum við að fjárfesta meira í kynningu á vörum sem eru sykurlausar og gefa þeim meira vægi," segir Per. Þetta þýðir einnig að nýjar og hollari vörur verða kynntar á næstu misserum. „Förum úr því að einblína bara á gos og yfir í nýjar vörur, það gætu verið mjólkurvörur eða úr plöntum. Það eru að minnsta kosti nýjar vörur á leiðinni," segir Per. Heilbrigðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Dregið verður úr sykurnotkun í vörulínum Coca-Cola á Íslandi um tíu prósent fram til ársins 2020. Yfirmaður samfélagsábyrgðar segir fyrirtækið viðurkenna sinn þátt í offituvandanum og vilja axla ábyrgð. Janúarráðstefna Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð, var haldin í dag undir yfirskriftinni „Ábyrgð er arðsöm". Þar kynnti yfirmaður samfélagsábyrgðar hjá Coca-Cola áform fyrirtækisins um að draga úr sykurnotkun í vörum sínum hér á landi. Hann segir Coca-cola þurfa að axla sína ábyrgð á offituvandanum. „Við erum hluti vandans en það eru margar leiðir til að nálgast sykur og fleiri þættir valda offitu. En við þurfum að vera hluti lausnarinnar og þess vegna erum við að skuldbinda okkur með þessum hætti," segir Per Hynne, yfirmaður samskipta og samfélagsábyrgðar hjá Coca-Cola European Partners. Markmiðið er að draga úr heildarsykurnotkun Coca-Cola á Íslandi um 10% fyrir árið 2020 en sykurnotkunin hefur þegar dregist saman um 15% frá árinu 2010. Hinar klassísku vörur Coca-Cola verða áfram eins en til þess að ná markmiðinu verður lögð áhersla á hollari valkosti. „Við munum passa upp á upphaflegu vörurnar til þess að fólk geti ennþá keypt þær. En auk þess að breyta uppskriftum til þess að draga úr sykurmagni ætlum við að fjárfesta meira í kynningu á vörum sem eru sykurlausar og gefa þeim meira vægi," segir Per. Þetta þýðir einnig að nýjar og hollari vörur verða kynntar á næstu misserum. „Förum úr því að einblína bara á gos og yfir í nýjar vörur, það gætu verið mjólkurvörur eða úr plöntum. Það eru að minnsta kosti nýjar vörur á leiðinni," segir Per.
Heilbrigðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira