Segir skeytingarleysi ríkja gagnvart konum af erlendum uppruna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. janúar 2018 19:45 Framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins segir skeytingarleysi ríkja í samfélaginu þegar komi að ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna og að allir þurfi að taka sig taki í þeim efnum. 97 konur af erlendum uppruna undirrituðu yfirlýsingu sem birtist í Kjarnanum í morgun ásamt 34 nafnlausum reynslusögum. Konurnar sem að yfirlýsingunni standa segja að íslensk stjórnvöld þurfi að tryggja að konur af erlendum uppruna eigi greiða leið að úrræðum til að vernda viðkvæma stöðu sína og skora á landsmenn að kynna sér sögur þeirra. Þær skora á samfélagið að sameinast um að útrýma kynbundinni mismunun, áreiti og ofbeldi og stuðlað verði að valdeflingu kvenna af erlendum uppruna. Undir þetta tekur framkvæmdastjóri kvennaathvarfsins en stór hluti kvenna sem þangað sækja eru af erlendum uppruna. „Rúmlega helmingur kvennanna sem dvelja í atkvarfinu eru konur af erlendum uppruna, þær eru svona um þriðjungur allra kvenna sem sækja einhverja þjónustu þar en dvalarkonurnar sem eru oft þær sem einmitt koma úr erfiðustu aðstæðunum og eru að flýja kannski hættulegra ofbeldi, þær eru einmitt í fyrra 54% dvalarkvenna,” segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Sögurnar eru átakanlegar en þar segir meðal annars frá áreitni og mismunun, grófu kynferðis-, og heimilisofbeldi og jafnvel mansali. Sögurnar eru eins misjafnar og þær eru margar og segja frá reynslu kvenna af erlendum uppruna í ýmsum kimum íslensks samfélags. „Ég held að þessar sögur sem hafa verið að birtast núna og ég held að verðum öll að lesa þó að það verði okkur mjög sársaukafullt, segi okkur svolítið mikið um skeitingarleysi samfélagsins þegar það kemur að ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna og þar getum við öll tekið okkur á,” segir Sigþrúður. MeToo Tengdar fréttir Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13 Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins segir skeytingarleysi ríkja í samfélaginu þegar komi að ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna og að allir þurfi að taka sig taki í þeim efnum. 97 konur af erlendum uppruna undirrituðu yfirlýsingu sem birtist í Kjarnanum í morgun ásamt 34 nafnlausum reynslusögum. Konurnar sem að yfirlýsingunni standa segja að íslensk stjórnvöld þurfi að tryggja að konur af erlendum uppruna eigi greiða leið að úrræðum til að vernda viðkvæma stöðu sína og skora á landsmenn að kynna sér sögur þeirra. Þær skora á samfélagið að sameinast um að útrýma kynbundinni mismunun, áreiti og ofbeldi og stuðlað verði að valdeflingu kvenna af erlendum uppruna. Undir þetta tekur framkvæmdastjóri kvennaathvarfsins en stór hluti kvenna sem þangað sækja eru af erlendum uppruna. „Rúmlega helmingur kvennanna sem dvelja í atkvarfinu eru konur af erlendum uppruna, þær eru svona um þriðjungur allra kvenna sem sækja einhverja þjónustu þar en dvalarkonurnar sem eru oft þær sem einmitt koma úr erfiðustu aðstæðunum og eru að flýja kannski hættulegra ofbeldi, þær eru einmitt í fyrra 54% dvalarkvenna,” segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Sögurnar eru átakanlegar en þar segir meðal annars frá áreitni og mismunun, grófu kynferðis-, og heimilisofbeldi og jafnvel mansali. Sögurnar eru eins misjafnar og þær eru margar og segja frá reynslu kvenna af erlendum uppruna í ýmsum kimum íslensks samfélags. „Ég held að þessar sögur sem hafa verið að birtast núna og ég held að verðum öll að lesa þó að það verði okkur mjög sársaukafullt, segi okkur svolítið mikið um skeitingarleysi samfélagsins þegar það kemur að ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna og þar getum við öll tekið okkur á,” segir Sigþrúður.
MeToo Tengdar fréttir Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13 Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13
Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08