Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2018 20:15 Myndin er frá sjúkrahúsinu Vogi þaðan sem sjúklingar hafa meðal annars komið í eftirmeðferð á göngudeildina á Akureyri. vísir/heiða Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. Að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum starfa þau nú eftir 100 milljóna króna niðurskurðaráætlun og er lokun göngudeildarinnar liður í þeirri áætlun. Engin framlög hafa komið frá ríkinu til göngudeilda SÁÁ síðastliðin þrjú ár, að því er segir í tilkynningunni. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir í samtali við Vísi að Akureyrarbær hafi styrkt starfsemi göngudeildarinnar og gert það vel. Það fjármagn hafi hins vegar ekki dugað nema fyrir um þriðjungi rekstrarins og hefur eigið fé SÁÁ því farið í rekstur göngudeildarinnar á móti. Að sögn Arnþórs liggur það ekki fyrir hvenær göngudeildinni verði lokað en allt stefni í lokun hennar þar sem samtökin séu í þröngri stöðu vegna rekstursins og hafi verið það lengi. „Það er ekkert ríkisframlag til reksturs göngudeilda SÁÁ og enginn samningur við sjúkratryggingar. Það er auðvitað ekki gott að þurfa að loka göngudeildinni á Akureyri og við tökum ekki svona ákvörðun í fljótheitum,“ segir Arnþór. Hann segir að SÁÁ hafi fundað með stjórnvöldum á undanförnum árum með það að markmiði að fá opinbert fé í rekstur göngudeilda sem hafa bæði verið reknar í Reykjavík og á Akureyri. Göngudeild SÁÁ fyrir norðan hefur verið starfrækt frá árinu 1993. Deildin hefur sinnt ráðgjöf og greiningu fyrir áfengis-og vímuefnasjúklinga á öllu Norðurlandi og koma flestir á deildina „til að fá eftirfylgd að lokinni dvöl á sjúkrahúsinu Vogi eða eftirmeðferðarstöðinni Vík en einnig hafa aðstandendur sótt margvíslega þjónustu á göngudeildinni, sem og fólk með spilafíkn,“ að því er segir í tilkynningu samtakanna. Þar kemur jafnframt fram að í fyrra hafi 350 ráðgjafaviðtöl verið skráð á göngudeildinni og yfir 1200 komur í úrræði, fyrirlestra og grúppur. Heilbrigðismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. Að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum starfa þau nú eftir 100 milljóna króna niðurskurðaráætlun og er lokun göngudeildarinnar liður í þeirri áætlun. Engin framlög hafa komið frá ríkinu til göngudeilda SÁÁ síðastliðin þrjú ár, að því er segir í tilkynningunni. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir í samtali við Vísi að Akureyrarbær hafi styrkt starfsemi göngudeildarinnar og gert það vel. Það fjármagn hafi hins vegar ekki dugað nema fyrir um þriðjungi rekstrarins og hefur eigið fé SÁÁ því farið í rekstur göngudeildarinnar á móti. Að sögn Arnþórs liggur það ekki fyrir hvenær göngudeildinni verði lokað en allt stefni í lokun hennar þar sem samtökin séu í þröngri stöðu vegna rekstursins og hafi verið það lengi. „Það er ekkert ríkisframlag til reksturs göngudeilda SÁÁ og enginn samningur við sjúkratryggingar. Það er auðvitað ekki gott að þurfa að loka göngudeildinni á Akureyri og við tökum ekki svona ákvörðun í fljótheitum,“ segir Arnþór. Hann segir að SÁÁ hafi fundað með stjórnvöldum á undanförnum árum með það að markmiði að fá opinbert fé í rekstur göngudeilda sem hafa bæði verið reknar í Reykjavík og á Akureyri. Göngudeild SÁÁ fyrir norðan hefur verið starfrækt frá árinu 1993. Deildin hefur sinnt ráðgjöf og greiningu fyrir áfengis-og vímuefnasjúklinga á öllu Norðurlandi og koma flestir á deildina „til að fá eftirfylgd að lokinni dvöl á sjúkrahúsinu Vogi eða eftirmeðferðarstöðinni Vík en einnig hafa aðstandendur sótt margvíslega þjónustu á göngudeildinni, sem og fólk með spilafíkn,“ að því er segir í tilkynningu samtakanna. Þar kemur jafnframt fram að í fyrra hafi 350 ráðgjafaviðtöl verið skráð á göngudeildinni og yfir 1200 komur í úrræði, fyrirlestra og grúppur.
Heilbrigðismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira