Casey Affleck afhendir ekki Óskarsverðlaun í ár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2018 22:31 Casey Affleck með Óskarsverðlaunin sem hann fékk í fyrra. vísir/getty Bandaríski leikarinn Casey Affleck mun ekki afhenda Óskarsverðlaunin í ár til þeirrar leikkonu sem valin verður sú besta í aðalhlutverki en samkvæmt hefðinni ætti Affleck að veita þau verðlaun í ár þar sem hann var í fyrra valinn besti leikarinn í aðalhlutverki. Samkvæmt frétt Variety mun Affleck ekki mæta á Óskarsverðlaunin en það var langt því frá óumdeilt þegar hann hlaut verðlaunin í fyrra. Ástæðan var sú að samstarfskonur Affleck sem unnu með honum að myndinni I‘m Still Here árið 2010 sökuðu hann þá um kynferðislega áreitni. Sjá einnig: Umdeildur Óskarsverðlaunahafi sakaður um kynferðislega áreitni gegn samstarfskonum Í kjölfar þess að Affleck fékk Óskarinn í febrúar rifjuðu fjölmiðlar vestanhafs ásakanirnar upp. Rúmu hálfu ári síðar, eða í október 2017, var kvikmyndaframleiðandinn og einn valdamesti maðurinn þá í Hollywood, Harvey Weinstein, afhjúpaður sem maður sem nýtti sér vald til að áreita konur kynferðislega og beita þær kynferðislegu ofbeldi. Skömmu síðar hófst svo MeToo-byltingin þar sem konur víða um heim hafa stigið fram og lýst kynferðislegri áreitni og ofbeldi af hálfu karlmanna. Það vakti athygli á Óskarsverðlaununum í fyrra að leikkonan Brie Larson, sem afhenti Affleck styttuna eftirsóttu, klappaði ekki fyrir honum líkt og aðrir í salnum. Þá var hún ísköld þegar hún afhenti honum Golden Globe-verðlaunin í fyrra en ástæðan voru einmitt fyrrnefndar ásakanir á hendur Affleck. Affleck neitaði ásökunum staðfastlega á sínum tíma og hótaði að kæra þær á móti fyrir rangar sakargiftir en í október 2010 náðu hann og konurnar sáttum utan dómstóla. Í því felst meðal annars að hvorki hann né þær megi tjá sig um málið. Eftir Óskarsverðlaunin hafi Affleck hins vegar þetta að segja um ásakanirnar í viðtali við Boston Globe: „Ég trúi því að öll ill meðferð á fólki, sama hvers vegna hún er, sé óásættanleg og viðbjóðsleg, og að allir eigi skilið að það sé komið fram við þá af virðingu á vinnustaðnum og rauninni hvar sem er. Það er ekki mikið sem ég get gert í þessu annað en að lifa mínu lífi eins og ég veit að ég lifi því og að segja frá mínum gildum og reyna að lifa eftir þeim.“ MeToo Óskarinn Hollywood Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Umdeildur Óskarsverðlaunahafi sakaður um kynferðislega áreitni gegn samstarfskonum Leikarinn Casey Affleck hlaut á sunnudaginn Óskarsverðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki karla fyrir frammistöðu sína í myndinni Manchester by the Sea eftir Kenneth Lonergan. Það er hins vegar langt frá því óumdeilt að Affleck skuli hafi hlotið náð fyrir augum Óskarsakademíunnar. 1. mars 2017 09:00 Casey Affleck tjáir sig um ásakanir um kynferðislega áreitni Margir hafa lýst yfir óánægju sinni á samfélagsmiðlum með að hann skuli hafa hlotið Óskarsverðlaunin en Affleck segir að enginn af þessu fólki sem sé svona ósátt við hann viti hvað gerðist í raun og veru. 1. mars 2017 15:45 Mest lesið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Bandaríski leikarinn Casey Affleck mun ekki afhenda Óskarsverðlaunin í ár til þeirrar leikkonu sem valin verður sú besta í aðalhlutverki en samkvæmt hefðinni ætti Affleck að veita þau verðlaun í ár þar sem hann var í fyrra valinn besti leikarinn í aðalhlutverki. Samkvæmt frétt Variety mun Affleck ekki mæta á Óskarsverðlaunin en það var langt því frá óumdeilt þegar hann hlaut verðlaunin í fyrra. Ástæðan var sú að samstarfskonur Affleck sem unnu með honum að myndinni I‘m Still Here árið 2010 sökuðu hann þá um kynferðislega áreitni. Sjá einnig: Umdeildur Óskarsverðlaunahafi sakaður um kynferðislega áreitni gegn samstarfskonum Í kjölfar þess að Affleck fékk Óskarinn í febrúar rifjuðu fjölmiðlar vestanhafs ásakanirnar upp. Rúmu hálfu ári síðar, eða í október 2017, var kvikmyndaframleiðandinn og einn valdamesti maðurinn þá í Hollywood, Harvey Weinstein, afhjúpaður sem maður sem nýtti sér vald til að áreita konur kynferðislega og beita þær kynferðislegu ofbeldi. Skömmu síðar hófst svo MeToo-byltingin þar sem konur víða um heim hafa stigið fram og lýst kynferðislegri áreitni og ofbeldi af hálfu karlmanna. Það vakti athygli á Óskarsverðlaununum í fyrra að leikkonan Brie Larson, sem afhenti Affleck styttuna eftirsóttu, klappaði ekki fyrir honum líkt og aðrir í salnum. Þá var hún ísköld þegar hún afhenti honum Golden Globe-verðlaunin í fyrra en ástæðan voru einmitt fyrrnefndar ásakanir á hendur Affleck. Affleck neitaði ásökunum staðfastlega á sínum tíma og hótaði að kæra þær á móti fyrir rangar sakargiftir en í október 2010 náðu hann og konurnar sáttum utan dómstóla. Í því felst meðal annars að hvorki hann né þær megi tjá sig um málið. Eftir Óskarsverðlaunin hafi Affleck hins vegar þetta að segja um ásakanirnar í viðtali við Boston Globe: „Ég trúi því að öll ill meðferð á fólki, sama hvers vegna hún er, sé óásættanleg og viðbjóðsleg, og að allir eigi skilið að það sé komið fram við þá af virðingu á vinnustaðnum og rauninni hvar sem er. Það er ekki mikið sem ég get gert í þessu annað en að lifa mínu lífi eins og ég veit að ég lifi því og að segja frá mínum gildum og reyna að lifa eftir þeim.“
MeToo Óskarinn Hollywood Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Umdeildur Óskarsverðlaunahafi sakaður um kynferðislega áreitni gegn samstarfskonum Leikarinn Casey Affleck hlaut á sunnudaginn Óskarsverðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki karla fyrir frammistöðu sína í myndinni Manchester by the Sea eftir Kenneth Lonergan. Það er hins vegar langt frá því óumdeilt að Affleck skuli hafi hlotið náð fyrir augum Óskarsakademíunnar. 1. mars 2017 09:00 Casey Affleck tjáir sig um ásakanir um kynferðislega áreitni Margir hafa lýst yfir óánægju sinni á samfélagsmiðlum með að hann skuli hafa hlotið Óskarsverðlaunin en Affleck segir að enginn af þessu fólki sem sé svona ósátt við hann viti hvað gerðist í raun og veru. 1. mars 2017 15:45 Mest lesið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Umdeildur Óskarsverðlaunahafi sakaður um kynferðislega áreitni gegn samstarfskonum Leikarinn Casey Affleck hlaut á sunnudaginn Óskarsverðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki karla fyrir frammistöðu sína í myndinni Manchester by the Sea eftir Kenneth Lonergan. Það er hins vegar langt frá því óumdeilt að Affleck skuli hafi hlotið náð fyrir augum Óskarsakademíunnar. 1. mars 2017 09:00
Casey Affleck tjáir sig um ásakanir um kynferðislega áreitni Margir hafa lýst yfir óánægju sinni á samfélagsmiðlum með að hann skuli hafa hlotið Óskarsverðlaunin en Affleck segir að enginn af þessu fólki sem sé svona ósátt við hann viti hvað gerðist í raun og veru. 1. mars 2017 15:45