Erdogan heitir því að ráðast á Manbij Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2018 13:15 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AFP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, heitir því að tyrkneski herinn og uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja við bakið á muni ráðast á bæinn Manbij í Sýrlandi og reka sýrlenska Kúrda þaðan. Að Tyrkir væru tilbúnir til að taka allt yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Um síðustu helgi hófu Tyrkir aðgerðir gegn Kúrdum í Afrinhéraði og virðist Manbij vera næsta skotmark þeirra, ef marka má orð forsetans. Með hótunum um að útvíkka aðgerðir Tyrkja fer hann beint gegn köllum bandamanna Tyrklands í Atlantshafsbandalaginu um stillingu og takmarkaðar aðgerðir. Í byrjun síðasta árs sendu Bandaríkin meðlimi 75. Ranger sérsveitarinnar til Manbij með því markmiði að koma í veg fyrir átök á milli SDF og Tyrkja. Í heildina eru um tvö þúsund bandarískir hermenn í Sýrlandi og eru flestir þeirra á yfirráðasvæði Kúrda austan við Efratána.Sjá einnig: Bandaríkin fjölga hermönnum í Sýrlandi Uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja við bakið á skjóta reglulega á þessa hermenn, samkvæmt utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, og hafa þeir nokkrum sinnum svarað skothríðinni. Nú er Erdogan þó að hóta því að ráðast á Manbij og „hreinsa“ bæinn, þrátt fyrir veru bandarískra hermanna þar. Forsetinn sagði Tyrki tilbúna til að berjast gegn Kúrdum alla leið til Írak. Samband Tyrklands og Bandaríkjanna hefur líklegast ekki verið verra frá áttunda áratugnum eftir innrás Tyrklands á Kýpur. Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02 Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir gegn sýrlenskum Kúrdum í Afrinhéraði byrjaðar. 19. janúar 2018 12:00 Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Skrifa undir vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, heitir því að tyrkneski herinn og uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja við bakið á muni ráðast á bæinn Manbij í Sýrlandi og reka sýrlenska Kúrda þaðan. Að Tyrkir væru tilbúnir til að taka allt yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Um síðustu helgi hófu Tyrkir aðgerðir gegn Kúrdum í Afrinhéraði og virðist Manbij vera næsta skotmark þeirra, ef marka má orð forsetans. Með hótunum um að útvíkka aðgerðir Tyrkja fer hann beint gegn köllum bandamanna Tyrklands í Atlantshafsbandalaginu um stillingu og takmarkaðar aðgerðir. Í byrjun síðasta árs sendu Bandaríkin meðlimi 75. Ranger sérsveitarinnar til Manbij með því markmiði að koma í veg fyrir átök á milli SDF og Tyrkja. Í heildina eru um tvö þúsund bandarískir hermenn í Sýrlandi og eru flestir þeirra á yfirráðasvæði Kúrda austan við Efratána.Sjá einnig: Bandaríkin fjölga hermönnum í Sýrlandi Uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja við bakið á skjóta reglulega á þessa hermenn, samkvæmt utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, og hafa þeir nokkrum sinnum svarað skothríðinni. Nú er Erdogan þó að hóta því að ráðast á Manbij og „hreinsa“ bæinn, þrátt fyrir veru bandarískra hermanna þar. Forsetinn sagði Tyrki tilbúna til að berjast gegn Kúrdum alla leið til Írak. Samband Tyrklands og Bandaríkjanna hefur líklegast ekki verið verra frá áttunda áratugnum eftir innrás Tyrklands á Kýpur.
Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02 Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir gegn sýrlenskum Kúrdum í Afrinhéraði byrjaðar. 19. janúar 2018 12:00 Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Skrifa undir vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Sjá meira
Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02
Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir gegn sýrlenskum Kúrdum í Afrinhéraði byrjaðar. 19. janúar 2018 12:00
Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00