Erdogan heitir því að ráðast á Manbij Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2018 13:15 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AFP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, heitir því að tyrkneski herinn og uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja við bakið á muni ráðast á bæinn Manbij í Sýrlandi og reka sýrlenska Kúrda þaðan. Að Tyrkir væru tilbúnir til að taka allt yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Um síðustu helgi hófu Tyrkir aðgerðir gegn Kúrdum í Afrinhéraði og virðist Manbij vera næsta skotmark þeirra, ef marka má orð forsetans. Með hótunum um að útvíkka aðgerðir Tyrkja fer hann beint gegn köllum bandamanna Tyrklands í Atlantshafsbandalaginu um stillingu og takmarkaðar aðgerðir. Í byrjun síðasta árs sendu Bandaríkin meðlimi 75. Ranger sérsveitarinnar til Manbij með því markmiði að koma í veg fyrir átök á milli SDF og Tyrkja. Í heildina eru um tvö þúsund bandarískir hermenn í Sýrlandi og eru flestir þeirra á yfirráðasvæði Kúrda austan við Efratána.Sjá einnig: Bandaríkin fjölga hermönnum í Sýrlandi Uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja við bakið á skjóta reglulega á þessa hermenn, samkvæmt utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, og hafa þeir nokkrum sinnum svarað skothríðinni. Nú er Erdogan þó að hóta því að ráðast á Manbij og „hreinsa“ bæinn, þrátt fyrir veru bandarískra hermanna þar. Forsetinn sagði Tyrki tilbúna til að berjast gegn Kúrdum alla leið til Írak. Samband Tyrklands og Bandaríkjanna hefur líklegast ekki verið verra frá áttunda áratugnum eftir innrás Tyrklands á Kýpur. Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02 Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir gegn sýrlenskum Kúrdum í Afrinhéraði byrjaðar. 19. janúar 2018 12:00 Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, heitir því að tyrkneski herinn og uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja við bakið á muni ráðast á bæinn Manbij í Sýrlandi og reka sýrlenska Kúrda þaðan. Að Tyrkir væru tilbúnir til að taka allt yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Um síðustu helgi hófu Tyrkir aðgerðir gegn Kúrdum í Afrinhéraði og virðist Manbij vera næsta skotmark þeirra, ef marka má orð forsetans. Með hótunum um að útvíkka aðgerðir Tyrkja fer hann beint gegn köllum bandamanna Tyrklands í Atlantshafsbandalaginu um stillingu og takmarkaðar aðgerðir. Í byrjun síðasta árs sendu Bandaríkin meðlimi 75. Ranger sérsveitarinnar til Manbij með því markmiði að koma í veg fyrir átök á milli SDF og Tyrkja. Í heildina eru um tvö þúsund bandarískir hermenn í Sýrlandi og eru flestir þeirra á yfirráðasvæði Kúrda austan við Efratána.Sjá einnig: Bandaríkin fjölga hermönnum í Sýrlandi Uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja við bakið á skjóta reglulega á þessa hermenn, samkvæmt utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, og hafa þeir nokkrum sinnum svarað skothríðinni. Nú er Erdogan þó að hóta því að ráðast á Manbij og „hreinsa“ bæinn, þrátt fyrir veru bandarískra hermanna þar. Forsetinn sagði Tyrki tilbúna til að berjast gegn Kúrdum alla leið til Írak. Samband Tyrklands og Bandaríkjanna hefur líklegast ekki verið verra frá áttunda áratugnum eftir innrás Tyrklands á Kýpur.
Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02 Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir gegn sýrlenskum Kúrdum í Afrinhéraði byrjaðar. 19. janúar 2018 12:00 Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02
Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir gegn sýrlenskum Kúrdum í Afrinhéraði byrjaðar. 19. janúar 2018 12:00
Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00